Menntskælingur - 01.04.1949, Blaðsíða 17

Menntskælingur - 01.04.1949, Blaðsíða 17
MENNTSKÆLINGUR 17 urinn, varð mér ósjálfrátt á, að bera það saman við okkar ágæta skólablað, Muninn. Helmingur þess var um félags- lífið á einn eða annan hátt: gagnrýni og fréttir, þá gamanþættir ásamt ágæt- lega gerðum skopmyndum, og síðan smásögur og ljóð. I einu orði sagt fjöl- hreytt að efni og ágætt að frágangi. Nú er líkt á komið hér, þar sem mál- fundafélagið gefur Munin út, og gæti maður þá vænzt þess sama, eða ein- hvers ámóta. En ég minnist ekki, að hafa séð það á öðrum stað en hausnum, að það standi í sambandi við málfunda- félagið, og stundum er raunar erfitt að sjá, að það sé gefið út í þessum skóla. Aftur á móti getur að líta marga dálka af kvæðum, (ef kvæði skyldi kalla), sem fæstir hafa líklega gaman af nema höfundarnir. Þá furðulegar sögur um hafmeyjar, eða „ádeilusögur“ um „skít- ugar braggakompur“, sem eiga að inni halda allmikið af lífsspeki og veraldar- visku. Síðast en ekki sízt aðalinteressur ritstjórans: níðgreinar um einhverja, sem honum er illa við eða ritdómar af lítilli vizku enþó nokkrusjálfsáliti. Þetta er að venju aðalinntak blaðsins að einu undanteknu, en það er, ef einhver kenn- ari aumkar sig yfir það, og skrifar fyrir það tveggja, þriggja dálka grein. En nú er tilgangur minn hvorki að níða niður blaðið sjálft, eða þá, sem að því standa, heldur að benda á nokkur atriði, er ég tel að stæðu til bóta, þar sem líklegt er, að það verði lengstum höfuðpressa skólans. Er þá fyrst að telja, að blaðið ætti jafnan að flytja ýtarlegar fréttir af öllu markverðu, er gerist í skólanum. Ekki fyrir þá sök, að menn fylgist ekki með, heldur vegna hins, að það yrði þeim síðar hin dýrmætasta eign til minning- ar um skólann og skemmtilegustu ár æv- innar. Má þar nefna hátíðir, málfundi, ferðalög, svo og gamanþætti og skop- myndir, sem hvort tveggja er meinlaust, en getur þó lyft huganum upp úr hinu daglega striti. Ég má segja, að ég hafi lesið hverja línu í Munin í vetur, og aldrei rekist á neitt sem mátt hefir hlæja að fyrir það, að það væri fyndið. Samt efast ég ekki um, að margir gætu ritað slíka þætti, en slíkt er líklega ekki talið viðeigandi með hinu súrrealistiska pródúkti. Æskilegt er, að viss þáttur sé í hverju blaöi um málfundafélagiö, og skýrt frá hverjum fundi. Mætti að meinlausu birta snjallar ræður, svo og flytja efni sumra, svo framarlega sem þær koma ekki inn á stjórnmál, en þau eiga sínar pressur, og gera ekki annað en auka óvild og misklíð manna millum. Þó mætti flytja stuttar hlutlausar fregnir um pólitíska fundi, svo sem útdrátt úr fundargerö. Myndi það bæta úr efnis- skorti blaðsins, sem oft er tilfinnanleg- ur. — Þá eru sumir, sem vilja gagnrýna, þeim mætti gefa tækifæri til að full- nægja löngun sinni, og rita um skemmt- anir skólans og aðra þætti í félagslíf- inu. Þá er ekki margt skemmtilegra en góðar ferðasögur, ef þær eru fjörugar og lifandi; eitthvað meira en upptaln-

x

Menntskælingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntskælingur
https://timarit.is/publication/453

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.