Menntskælingur - 01.04.1949, Blaðsíða 4

Menntskælingur - 01.04.1949, Blaðsíða 4
4 MENNTSKÆLINGUH göfgi og verðleika mannsins, trúna á jafnrétti manna og kvenna og þjóða, stórra og smárra-------— — að efla þjóðfélagslegar fram- farir og bæta lífsskilyrði með víð- tækara frelsi, og til þess að ná þessu takmarki, að iðka umburðarlyndi og lifa saman í friði sem góðir ná- grannar ,og að sameina krafta okkar til þess að stuðla að alþjóðarfriði og öryggi- — — — Við verðum að vona, að Hinar sam- einuðu þjóðir reynist nægilega öflugar til þess að framkvæma giftusamlega hið mikla hlutverk sitt. En von er, því mið- ur, ekki sama og öryggi, og hinar frið- elskandi þjóðir eru þess ekki megnugar að umbera einu stórveldi að gera að engu þær glæstu vonir, er tengdar voru við Sameinuðu þjóðirnar í fyrstu, svo að það er þegar orðið álitamál, hvort skipulag þeirra þarf ekki rækilegrar at- hugunar við. Samt sem áður verðum við að vona allt hið bezta, og allt mun án efa vel fara ef við festum okkur í huga eftir- farandi orð, sem Franklin D. Roose- welt reit skömmu fyrir andlát sitt, og breytum af beztu getu eftir þeim: „í dag stöndum við andspænis þeirri mikilvægu staðreynd, að ef menningin á ekki að líða undir lok, verðum við að þroska með okkur samstarf og sam- vinnuhæfileikann, er miðar að því, að allar þjóðir, líkar sem ólíkar geti í hin- um eina og sama heimi unnið saman og starfað saman í friði.“ Ef okkur tekst þetta mun hugsjónin OFURMENNSÐ Heill þeim guma, er getur hrufið mál öll til mergjar og aldregi vafi né villa fœr hrakið á hálar brautir. Vizlcu mengi og megin þrotlaust í vöggugjöf hlotið liefir. Firar óvísir fá ei att kappi við karlmenni slík. Fávísra hnútum og fjanda rógi hrundið fœr með hlátri, því skaða engan né skömm fær slíkt svo mœtum manni valdið. Megi svo þroska og manndóm öðlast að eigi geti annan betri. Verði liann æ — verum fallgjörnum styrkur til starfs og dáða. J Ö K U L L. verða að veruleika — heimurinn, sem við kjósum, sameinaður, friðsamlegur og lýðræðislegur heimur, nýr heimur, er við getum án ótta látið af hendi við eftirkomendur okkar, og það mun okk- ur takast með Guðs hjálp. (Þýtt til birtingar.)

x

Menntskælingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntskælingur
https://timarit.is/publication/453

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.