Framtíðin - 01.11.1908, Blaðsíða 7
F R AM T I Ð I N.
135
Mansöngur■—rínmformáli (prologj. íÆtt-
jar'öarást lýsir sér i mansöng þessum:
skáldiö orti Íiann erlendis (í Grænlandiý.—
Stökur.—Grasabani (i. er.ý=sláttumaöur.
f“Skýringar” bls. 127J.
2. Way of Salvation ("bls. 33-47)-
Skírnin, náðarmeðai sett af guði—Liter-
al sensc — gætið að hvernig biblíustaðir
eiga að skýrast, þ. e. bókstafiega — nema
ef eitthvað bendir til að uni líking sé að
ræða. Lærið biblíugreinarnar á bls. 35.
Yfirfarið fræðin um skirnarsakramentið.
Sjáið bls. 37, 2. gr., hvað lút. kirkjan kenn-
ir viðvikjandi óskírðum börnum. — Bapt-
ismal covenant—skírnarsáttmáli. Hunnius
(2. gr. bls.43j.—Nefnið fjórar skyldur for-
eldra, sem hann tilgreinir. — Kapitular
þessir eru einkar glöggir og vel rökfærðir.
Skoðið kenningarmismun lút. og kaþólsku
kirkjunnar um erfðasynd í sambandi við
skírn (l. gr. bls. 42J.
3. Islandssaga ("bls. 15-21,)/—Með þessu
höfum við farið yfir tvö timabil lýðveldis-
sögu íslands (til 1030). Lesið um fund
Vínlands í sögu Bandaríkjanna, árið 981.
—Hve mörg lönd voru kristnuð þá? —
Giljá—sjá kort. Lesiö um Ólaf Tryggva-
son i Svoldarorrustu. íslendingar áttu um
þetta leyti Einari Þveræing að þakka
stjórnfrelsi, en Þorgciri Ljósvetningagoða
innleiðslu kristinnar trúar.
Reyniö að nntna nöfn og ártöl sem best
þið getið. Farið oft yfir sögur.
Bandalaga-fréttir.
FRÁ WINNIPEG.
Herra ritstjóri.
Það er nú orðið nokkuð langt siðan jeg
skrifaði Framt. siðast, og datt mér þvi i
hug, að taka mig til og hripa henni fáein-
ar línur, rétt til að láta hin bandalögin
vita, að bandalag Fyrsta lút. safnaðar er
tekið til starfa aftur eftir sumarfríið, sem
var byrjað, er jeg skrifaöi línurnar til
blaðsins í sumar. — Já, við byrjuðum aft-
ur fundahöld okkar, eins og ákveðið hafði
verið, fyrsta fimtudaginn i Sept. Við höld-
um, eins og jeg tók fram í sumar, fund i
hverri viku. Fundir okkar eru þrennskon-
ar og nefnum við þá: trúmála-fundi, metita
mála-fiundi og skemti-fundi, og höfum við
þá alt af sina vikuna hvern, fyrst trúmála-
fund, þá mentamála-fund, (þá skemti-fund,
þá trúmála-fund o. s. frv. Þrjár 5 manna
nefndir eru kosnar í byrjun hvers kjör-
límabils til að útbúa og annast um prógröm
fundanna, og hefur sinn fundinn hver
þeirra. Prógrömin samanstanda af ræðu-
höldum, upplestrum, söngvum og hljóð-
færaslætti, eftir þvi sem hægt er yið að
konta í það eða það skiftið; vanalega eru
6 eða 7 númer á prógrami hvers fundar .
Eins og nöfn fundanna bera með sér eru
þeir helgaðir sinu málefninu hver; og finst
mér það heppileg tilhögun, þvi hún minn-
ir skýrt á, svo framarlega sent með nokk-
urri alvöru er um hana hugsað, hvað okk-
ur ber að gera, og hvað við verðum að
gera til þess að líf okkar nái sem mestri
tullkomnun, og við getum starfað með sem
bestum árangri fyrir málefni drottins vors
og frelsara Jesú Krists. En það, sem
fundirnir með því fyrirkomulagi sem að
framan er lýst, brýna fyrir okkur, er þetta:
1) við eigum að leggja rækt við trúarlíf
okkar, glæða það og þroska; 2) við eigum
að afla okkur þeirrar mentunar sem við
getum og auka nytsama þekking hjá okkur
eftir föngum, og 3J að læra að skemta
okkur, láta skemtanir okkar vera í sam-
ræmi við kristindóminn, að hafa Jesúm i
leikjum með okkur eigi síður en þá, er við
erum við verk okkar.
Þaö hefur verið regla hjá okkur, að
hafa opinn fund tvisvar á ári, haust og
vor. Slíkir fundir eru góðir að því leyti,
að þeir vekja meiri eftirtekt á félagsskapn-
um og gefa fólki tækifæri til að kynna sér
hanr. ofurlítið, — gefa því gleggri hug-
myndir honum viðvíkjandi.— Til eins slíks
fundar stofnuðum við skömmu eftir að fé-
lag okkar var tekið til starfa eftir sumar-
hvíldina. Við auglýstum fundinn og lét-
mn berast út að allir væru boðnir og vel-
komnir, og árahgurinn varð sá, að við
höfðum alveg húsfylli. — Þessa er nú ekki
hér getið í þvi skyni að koma því að, að
við séuin svo sérstaklega ötul og hyggin,
°g lagin að laða fólk að fundum okkar,
heklur tek jeg það sem dæmi þess, að
fjöldi fólks, sem ekki tilheyrir félagsskap