Framtíðin - 01.11.1908, Blaðsíða 2

Framtíðin - 01.11.1908, Blaðsíða 2
FRAMTIÐIN. 120 ekki saman um það. Og ekki sé út- litið hjart núna.- Það sjái þó hver maður. Og þessar dejíur og þetta stríð hafi gert mennina verri. Gróðir menn hafi orðið vargar og framið allskonar svívirðingar í nafni krist- indómsins. Sannarlega sé betra að léiða alt slíkt lijá sér og lifa i friði og vera það, sem maður er. Ætíð eru afsaktmir við hendina. Og œtíð vill maðurinn fegra mál- stað sinn. En ekki eru afsakanirn- ar ávalt góðar. Og ekki fegra þær æfinlega málstað manns. Ef það er ekki of dýrt að vera maður — ef jeg legg- aldrei of mik- ið í sölurnar fyrir það—, þá er bar- áttan ekki of mikil fyrir mig, sem því er samfara að vera kristinn; ]>ví kristindómurinn gerir mér það mögulegt að vera í sannleika mað- ur. Guð vill gera mig kristinn, af því hann vill að jeg sé maður. Og livað það snertir, að þráttað se um kristindóminn og ómögulegt sé vegna þess að átta sig, þá er það að eins fyrirsláttur. Við getum öll vitað, hvað er að vera kristinn, þrátt fyrir allar deilur, ef okkur er ant um að vera það. Guð lætur engan, sem vill vera viss, vera í ó- vissu um það. [Tndir því er komið, að maðurinn sjálfur vilji — að hon- um í sannleika sé ant um það. Ef við bíðum þangað til allir eru orðn- ir sammála, þá sýnir það, hvað lít- ið okkur er ant um það, og þá deyj- um við an þess að vera kristnir. En á því höfum við sannarlega engin efni. (Meira.) ----o------ Einkunnar-orð. „Jeg vildi jeg gæti orðið mikill maður eins og þú, frændi minn“ — sagði Sidney litli, átta ára drengur, um leið og hann teygði úr sér og reyndi að gera sig eins stóran og 'iionum var unt, og horfði framan í jir. Hoffman, sem leit brosandi til litla frænda síns og sagði með ein- kennilegu leiftri í augununi: „Mikill maður, drengur litli? iiver hefur sagt þér, að jeg væri mikill maður V‘ „Allir segja það. Og svo hei' jeg sjálfur lesið það“—sagði drengur, og tók upp miða úr buxna-vasa sín- um og ias hægt þetta: „Mir. Hoff- man liefur náð alþýðuhylli, enda á hann það skilið. En hann upphrok- ast ekki af frægð sinni og lofi því, sem hann fær, þó hann viti vel að liann hefur áunnið sér ])að með margra ára elju og iðni.“ Hann komst fram úr því að lesa þetta, þótt honum veittist það íull- erfitt. „Líklega langar þig til þess að vita um töfrasprotann, sem jeg öðlaðist þessa frægð með, sem þú ert að tala um,”— sagði Mr. Hoff- man. „Já, frændi, segðu mér það“ — sagði Sidney ákafur, þó honum væri ekki vel ljóst, hvað töfra- sproti væri. Eitthvað hlaut þnð að vera, sem gaman var að vita um. „Töfra-sprotinn var eitt lítið orð með sex stöfum, og þaö var grafið innan í lítinn gullhring, sem móðir mín gaf mér, þegar jeg fór að heiman. Ávalt, þegar jeg hef ver- ið dapur í skapi, kjarklítill og von- daufur, þá hef jeg litið inn.ui í hringinn og minst síðustu orða móður minnar.‘ ‘ „Æi, frændi! segðu mér livað orðið var. Eða—kannske jeg megi sjá hringinn?“ Nú var Sidney orð-

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/460

Tengja á þetta tölublað: 17. Tölublað (01.11.1908)
https://timarit.is/issue/309605

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

17. Tölublað (01.11.1908)

Aðgerðir: