Framtíðin - 01.06.1909, Blaðsíða 4

Framtíðin - 01.06.1909, Blaðsíða 4
52 FBAMTÍÐIN drengur var orðinn vanur þessu, og aö liugsanir lians væru álitnar heimska. Og það gerði honum ekkert til. En nýja hugsunin þessi, sem hann nú fékli, var svo stór, að Jiann furðaði á ofdirfsku sinni, og stóð eins og á öndinni, þegar til- finningin um stærð hennar leið um hann. En ef lionum tældst að frelsa úr álögunum! Ef liann gæti breytt eyðimörkinni í indælan garð og tröllkonunni í prinsessu með gull-lokka! Þá gæti hann auðvitað átt liana og búið með lienni í görnlu borginni gráu, og þau svo “lifað saman vel og Jengi.” tíláu augun lians urðu stór við þessa hugsun, og andlitið roðnaði alla leið upp undir slitnu húfuna ! ans. En hvernig—já hvernig átti hann að fara að því?—Það Jét und- ur vel í eyrum að safna sólskyni í Jnífuna sína, en þegar Litli- drengur reyndi að gera það, þá líomst hann að raun um, Jivað blekkjandi fegurðin er í heimin- um; því sólskinið alt rann í gegn- um greipar hans og livarf í skugga. Litli-drengur var að brjóta heil- ann um þetta, þegar liann heyrði klukkuna kalla að ofan frá “heimilinu”. “Ileimilið” stóð uppi á Jiæðinni eins og stór Nóa- örk bygð úr rauðum múrsteini. Á því voru bláar sóJskýlur fyrir J4 gluggum, og þakið, lagt þakhell- um, var með afar bröttu risi. Lág- ur múrveggur var umliverfis það. 0g LitJi-drengur heyrði til barn- anna, að þau voru að Jeika feluleik og fangaleilí (prisoners base). Sjálfur Jék hann aldrei með þeim. Hann var of lítill, sögðu þau. En þetta var bara kurteisislega kom- ist að orði um það, að þau vildu hann eldd. Svo að Litli-drengur lólí sér einn—bæði við pöddurnar niðri við tjörnina þar sem vatna- Jiljurnar uxu , og eins við fiðriid- in úti á smára-veilinum. Hann var skrítið barn,” eins og fóstrurnar sögðu, og þær lofuðu Jronum að leika sé þar sem hann vildi, en iiann átti að koma heim undir eius og ldukkan kallaði. Og því gleymdi Litli-drengur aldrei. Hann stóð nú á fætur, klifraði yfir girðinguna, og fór skemstu ieið yfir engið. Súsanna fóstra mætti lionum við hliðið. Honum þótti vænt um Súsönnu. Ilún lof- aði honum að vera berfættum. Og einu sinni lofaði hún honum að klæða hana fléttum úr sóleyjum og ilmburkna (Sweetfern), þó að liún hlæi að iionum fyrir uppátækið. “Súsanna!” sagði liann um leið og hún var búin að ioka grindinni, “hvernig á að ieysa úr álögum? ’ ’ “Hvað áttu við?” sagði Sús- anna. ‘ ‘ Leysa úr álögum, sem koma frá vondu fólki, galdra-fóiki. Jeg á við það”, sagði Litli-drengur. “Guð minn góður!” sagði Sús- anna. “Það eru engin slík álög til, drengur! 0g farðu nú ekki að koma neinum slíkum grillum inn lijá krökkunum. Þau þora þá ekki að vera í myrkrinu á kveldin, en biðja um ljós.” Litli-drengur hristi höfuðið og lofaði að gera það ekki; en sagði: “Þú veist það samt, Súsanna! að álög eru til. Það stendur í bláu bólcinni.” “En það stendur ekld í rauðu bóJcinni”, sagði Súsanna, og néri

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/460

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.