Framtíðin - 01.06.1909, Blaðsíða 10

Framtíðin - 01.06.1909, Blaðsíða 10
58 FRAMTIÐIN „Þegar ney5in er stœ.'it, er hjálpin næst.“ Skáldsaga, rituð fyrir “Framtíðina”. Eftir Dr. J. P. Pálsson. En hvaö þokan er þykk! Hún hefur troöiö sér inn á milli grenitrjánna, og lagst á krúnur þeirra, svo þau eru horfin. Hún liggur eins og dauöa-drómi um litla kof- ann í Rjóörinu. Hefur hún þá flækt tung- ur söngfuglanna í myrkra-neti sínu, svo þeir fái ekki sungiö ? Hefur hun byrgt holu íkornans svo hann kemst ekki út ? Eöa hví er alt svona kyrt og hljótt um hádagnn? Eöa h.aö he.dur í diopana af úöinu á bari trjánna? Þarna hanga þeir svo þyngslalegir, en falla þó ekki til jarö- ar. Drottinn minn, hvaö það er dinit og hljótt í skóginum. Og er þá kofinn sá arna heimkynni dauöans ? Einu sinni átti nann Björn hér heima. En nú re hann dáinn. En ekkjan hans býr hér með henni Dísu litlu. Dísa litla er aö eins sex ára gömul og liggur nú í barnaveikinni. Hefðir þú séö hana hlaupa milli trjánna meö aðra hendina fulla af brauömolum handa litlu ungunum, en mjólkurbolla í hinni handa uppáhalds íkornanum hennar ? Sástu hana þegar hún hljóp upp um háls- inn á mömmu sinni og þrýsti fallega rjóöa andlitinu upp að tárvotum vanga ekkjunn- ar? Hefurðu heyrt hana syngja meö fuglunum á morgnana og lesa bænirnar sínar á kvöldin? Lofaði tungliö þér aldr- ei aö gægjast inn um gluggann meö sér á nóttunni, þegar það skein á engilhreina andlitiö á koddanum, uppljómaö saklausu draumbrosi ? Jú, þú hlýtur aö þekkja hana Dísu litlu. Æ, hvað hún er nú veik ! Þarna liggur hún aflvana og veit ekki af neinu. Og höndurnar eru svo fölar og magrar, og andlitiö er gráblátt, og munnurinn opinn, og varirnar þurrau og sprungnar. Og þegar hún opnar augun, eru þau rauð og stara út í loftiö. Og i hvert- sinn sem hún dregur andann, sogar í henni. Svo fer stundum titringur um litla líkamann viö grimd veikinnar. Og mamma hennar situr v ð rúmið. Svo undur föl og þreytt. Stundum dreyp- ir hún köldu vatni úr skeið í litla munn- inn. Stundum strýkur hún hörund barns- ins meö votum svampi. Stundum lagar hún til koddann. Svo kyssir hún Dísu á ennið, og þá detta stór og þung tár i glóbjarta háriö á koddanum. Svo krýpur hún niöur viö rúmstokkinn og grúfir and- litið í sænginni. Hún er aö biöja guö um aö blessuðu barninu sínu batni. Og hún biöur svo heitt og lengi. Svo stendur hún upp og reynir að hagræða litla sjúklingn- um á ný. Þá lítur hún út um gluggann, en greinir ekkert fyrir þoku og sér ekk- ert fyrir sorg. Þaö er eins og hjartaö í brjósti hennar sé oröiö eitthvert þyngsla- farg; eins og alt ljósiö í heiminum sé aö hverfa; eins og veröldin sé aö veröa auð og tóm. Svo grætur hún. — Æ, ef hún Dísa litla deyr! Eða, ef hún lifir, skyldi hi'm nokkurn tíma vita, hversu heitt hún móðir hennar elskaöi hana? Og hvaö vel hún baö fyr. ir enni ? Og hvaö þreytt hún var, þegar hún vakti yfir henni? Og hvaö hún grét þegar hún var aö berjast viö dauðann? — Þetta má ekki! Það verður aö ná , læknirinn, hvað sem það kostar. Hann Jón færi aö sækja hann, ef til hans næöist. En Jón á heima mílu í burtu. Á þá aö skilja barniö eftir einsamalt? Það er enginn annar kostur. Svo kastar hún yfir sig sjali, kyssir Dísu litlu og fer. Hún hendist áfram eftir stígnum, hrís- kjarriö blautt af úðanum lemur á klreðum hennar, svo aö hún veröur gagndrepa. En hún skeytir því ekki — hugsar aö eins um aö komast áfram — áfram. Æ! Hann er þá læstur, kofinn hans Jóns ! Enginn heima! Má vera, að hann sé i skóginum í kring Og ljún kallar: “Er nokkur heirna? Jón! Jón!” — Það er eins og sorgin taki undir neyðaróp ekkjunnar. Svo deyr bergmálið, og síö- ustu vonir einstæöingsins. Nei! Jón svar-

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/460

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.