Framtíðin - 01.12.1909, Síða 18

Framtíðin - 01.12.1909, Síða 18
,144 F R A M T 1 Ð I N. I bæinn, en hún furðaði sig á því, að drengirnir hennar skyldu ekki vera heima. ‘ ‘ Hvar eru börnin V’ spurði hún þegar hún var búin að heilsa fólk- inu. “Það er nú saga að segja frá því,” svaraði öldruð kona. “Þeir stukku út í hesthúshlöðuna og hafa verið þar síðan þið fóruð í kaup- staðinn. En það var ekki nóg með það, lieldur hafa þeir umturnað ölln í búrinu og baðstofunni. Þeir hafa flutt matvæli og allskonar annboð út í hlöðuna. Þeir þykjast vera útilegumenn, óþektarangarnir þeii- arna! Ekki nema það þó. Það væri ekki hentugt, að þú færir oft í kaupstaðinn, blessuð mín!” Húsfreyjan gaf sér ekki tíma til að fara úr reiðfötunum. Hún gekk þegjandi fram göngin, en gat þó ekki stilt sig um að brosa. Þegar liún kom út fyrir bæinn, sá hún drengina sína, þar sem þeir voru að leika sér úti á túninu. “Ætlið þið ekki að koma heim, og heilsa pabba og mömmu?” kall- aði liún til þeirra. “Nei, nei, við megum ekki koma tieim, við sem erum útilegumenn,” svöruðu allir bræðurnir í einu hljóði. “O-jæja, ekki vænti jeg að úti legumennirnir vilji smakka rúsín- ur og gráfíkjur?” sagði mamma þeirra. “Rúsínur! — Gráfíkjur!” hróp- uðu útilegumennirnir hver í kapp við annan, svo hlupu þeir sem fæt- ur toguðu heim túnið, heim til mannabygða, heim í útbreiddan móðnrfaðminn. Pabbi þeirra var að spfetta af hestunum, þegar þeir komu heim á hlaðið. Hann sagði að réttast væri að refsa þeim, svo þá munaði um það, en mamma þeirra bað þeim vægðar, svo ekkert varb af liirting- unni. Það var eins og drengirnir hefðu himin höndum tekið, þegar mamma þeirra fylti lúkurnar á þeim með rúsínum og gráfíkjum. En meðal annara orða. Það var þó gott, að útilegumennirnir létu af ránum og komu aftur heim til mannabygða, því það er nú til dæmis að taka, að ef lmnn Matti litli liefði alið aldur sinn í íitilegu- mannabæli, þá er mjög hætt við, að þjóðskáldið, Matthías Jochumsson, íiefði aldrei auðgað íslenskar bók- mentir til muna. Bernskan 11. ------o----- Þegar Haraldur litli sendi mömmu sinni reikning sinn. Hann sá mömmu sína borga einu sinni reikninga, sem henni voru fengnir. Honurn datt þá í hug, að hann gæti líka sent henni reikning; næsta dag afhendir hann henni svo reikning, sem var á þessa leið: Reikningur frá Haraldi til mömmu hans— Fvrir að sækja kol 6 sinnum $0.60 Eldivið mörgum sinnum. . 60 Fyrir ýmisleg vik............. 40 Að vera góður drengur . . 20 $1.80 Mamma lmns tók við reikningn- um, en sagði ekki neitt. Næsta dag fann Haraldur á borðinu hjá diskinum sínum $1.80 og reikning frá mömmu hans, sem var á þessa leið

x

Framtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framtíðin
https://timarit.is/publication/460

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.