Framtíðin - 01.12.1909, Síða 22
Í4S
F R AMTÍ Ð I N.
tvistir og dreifííir með {xiinga þrá.
Mintist þá guö vor í mildi,
margfalda þörfina skildi —
gtif oss þig, forvöríiinn frii5asta, þá
í>ökk er oss kært nú að kvaka:
kært lika rneð þér aö vaka
aldarfjórðungsins efstu stund,
líta’ yfir leiöina farna;
landnámiö þessara barna,
líka hve drottins er máttug numd.
Þökk fyrir sigur og sóma:
sjáltsfórnar-dærnin, er Ijóma
. gullstöfuö nú þínu nafni frá.
Fornheilög óöul vors anda
óbrotgjörn Iengst munu standa;
varði þau guö og þín hyggjan há.
Jón Runólfsson.
Fiálan hennar Gretu.
Kafli úr skáldsögunni “NorSurljósið”,
Eftir /. P. Pálsson, M. 1\
Maimsins hjarta upphugsar sinn veg,
Eti drotiinn stýrir hans gangi.
Mcnn þóttust gcta séð paö á honum
Hans gamla. aö hann var skögarvöröur.
“Iíann er eins og cikurnar”, sögöu veiöi-
mennirnir; “og hún Gréta litla dóttir hans
er eins og vínviöur, sem vex upp óhult og
örugg í skjóli hans.” I>aö var satt, margt
var þaö í fari skógarvaröarins, sem minti
mann á hiö þögla þrek sem skógarnir
geyma, og hann haföi þaö á meövitund-
inni aö sér væri jafn-ómögulegt aö breyta
um Irústaö, eins og hundraö. ára gömlu eik-
unum, sem stóöu vörð viö litla húsiö hans.
“Þú fer aö veröa of gamall aö búa hér
einn,” haföi húsbóndi hans sagt. X>ví ellin
var farin aö hrimga hár hans og skegg,
líkt og næturfrostið fer stundum meö grein-
ar trjánna. "Og hún Gréta þin vcrður aö
fara 5 skóla.” “Já, Gréta mín veröur að
fara í skóla,” haföi Hans sagt, og um leiö
hafÖi heyrst andvarp, eius og þegar haust-
vindurinn sækir síöasta laufið til eikarinn-
ar. Og svo haföi Gréta fariö í skóla.
I’aö var komiö aðfangadagskvöld jóla.
Gréta kom ætíö heim um jólin. I»á var vant
aö hýrna yfir skógarbúanum; og Grétu
var unun aö sjá, hvermg gleðin og ánægj-
an lýsti upp hina öldnu ásjónu fööur henn-
ar, eins og geislar morgunsólarinnar skín-
andi á hrímgaðan hlininu. t’á hitnaði
gamla manninum um hjartaö og inst i hug-
skoti hans var óljós meðvuund um þaö, að
sá ylur væri forsmekkur þeirrar sælu, sem
liann vonaði að fá að njóta, þcgar snjóar
ellinnar voru allir fallnir — og þiðnaðir -
og vorið cilifa upprunniö.
En í þetta sinn sá Gréta að heimkom-i
liennar liaföi ekki þau áhril', scm hún átti
að vcnjast, og sem hún þess vegna hjóst
viö. Þaö gekk auðsjáanlega eitthvað aö
skógarverðinum. Hann gekk um gólf. Viö
og viö lcit hann út um gluggann og stundi
þungan. Og þegar Gréta talaöi til hans
var sern hann heyrði ekki til hennar. Hún
hafði áöur heyrt hann andvarpa, þegar
hann Ieit út um gluggann. Á því furðaöi
hún sig ekki, því aö líta þúfurnar þrjár,
sém ' merktu grafir móöur hennar og
tveggja bræðra, var nóg til aö blinda beisk-
um tárum hin ungti augu hennar. En í
kvöld var það eitthvaö annað en endur-
minningin um hina látnu ástvini, scm lá
fööur. hennar á hjarta. Og þar eð Gréta
kunni aö eins eitt ráð við öllum vandræö-
um, tók hún það. Hún settist á kné föður
síns, vafði örmum um háls honutn og
þrýsti höföinu undir vanga hans. “Hvað
er aö, elsku pabbi ? Hvað er að ?”
Allir vita að vínviðurinn, sem heldur. sér
dauðahaldi um eikina, veit alt af hvað hin-
ttm hrausta vini hans liöttr. Þegar storm-
arnir lemja og hrista eikina, ter titringur
utit vínviöinn. T’egar eikin fellir lattf
sín, bjiknar hin viðkvæma jurt. Þegar
eikin dregur í sig frjómagn vórsins, lifnar
vínviðurinn á ný og blakar ótal laufttm og
brosir antrandi blómutu. Eins fann Gréta
ávalt á sér hvernig fööur hennar leiö. En
hver veit hvert eikin tekur nokkttö eftir
vínviöinttm ? Þó er enginn maöttr svo