Framtíðin - 01.12.1909, Page 34

Framtíðin - 01.12.1909, Page 34
16') FRAMTÍÐIN. nein, geta fengití þau keypt hjá mér, lítil fyrir 50 cents, en stærri og snotrari fyrir dollar.” “Nú, drengur minn 1” sagöi skólakenn- arinn. “Hvaö er möndull jar'öarinnar?”— Nonni lyfti óöar upp hendinni. “Jæja, Nonni minn! Hvernig viltu lýsa honum fyrir okkur?” “Möndull jaröarinnar,” sagði Nonni, og var upp meö sér, “er ímynduð lína, sem liggur frá einu heimskauti til annars, og sem jöröin snýst um.” “Þaö var ágætt,” sagði kennarinn. “En væri hægt aö hengja fö.t a þessa líntt, Nonr.i ?” “Já!” var svarið sent hann fékk sani- stundis. “Nú, einmitt þaö !” sagöi kennariun, og þótti lítið korna til svarsins. “Og hvernig föt?” “ímynduö föt,” sagöi drengur.. Ilonum kom það miður. — Einu sinni var lögmaður aö flytja mál fyrir hönd sækjanda. Hann ætlaöi sér, eins og mála- flutningsmanna siður er, aö ónýta vitnis- burö öldungs eins, aöal vitnis verjanda. Þess vegna spyr hann vitnið ísmeygilega: "Hefuröu nokkurn tíma verið í fangelsi?" “Já,” svaraði vitnið. “Einmitt þaö. Mér datt það t hug. En má jeg spyrja fyrir hvað?” “Fyrir árás og barsmíðar í þeim tilgangi aö drepa.” “Og hvað lengi varstu i fangelsintt?" "Þangað til mér tókst aö flýja.” Nú snýr málaflutningsmaðurinn sér hróöugur aö dómnefndinni og segir: “Herrar minir! Aöal-vitni verjatida er, eins og þér hafið héyrt af hans eigin munni, fyrverandi sakamaður, sem flúiö hefur itr fangelsi.” Síöan snýr hann sér aftur að vitninu og setrir: “Hvenær og hvar varstu í fang- elsi ?” Gamli maöurinn rétti úr sér og sagði í sterkum og skýrum rómi: “Jeg var tek- inn fastur í orustunni við Fort Harrison, 29. Sept. 1864, og var sendur til Rich- tnond og hneptur í fangelsi þar. I’egar jeg var fluttur þaðan til Salisbury í NorÖ- ur Carolínu, þá tókst mér aö flýja. Hvaö snertir—" Málaflutningsmaöurinn hafði fengið nóg af því, sem kontiö var, og kærði sig ekki ttm rneira. Faöinnn reiður: “Hvaða asnaskapur er kominn á ntilli þín, dóttir góö! og þcssa allslausa aulabáröar, Lord Bilaris?” Fallega dóttirin ý'blíölegaJ: “Bara þú, pabbi.” Einu sinni, á meðan Mark Twain var skóladrengur, lét kennarinn bekkinn, sent hann var í, skrifa stí! um efnið: “Afleið- ing af þvt aö vera latur.” Að loknunt tínia þeim, sem bekknum var gefinn til aö skrifa stílinn á, komtt börnin með spjöldin sín til kennarans. Drengurinn Clemens kom lika nteð sitt; cn á því var cnginn stafur skrifaöur. Það var dfleiðingin af þvi að vera latur. Skýring. — Hin ágæta ritgerð í síðasta blaði um John A. Johnson, ríkisstjóra, var eftir séra Björn B. Jónsson. Stafirnir B. B. J. stóðu ekki undir ritgeröinni nema i sumum blööunum. Var þaö af vangá, og er beðið leiöréttingar á því. Afsökunar er beðið á því, að Nóvemberblað Framt. kemur ekki út fyr en nú með Desemberblaðinu. Drátturinn stafar af bilun þeirri. sem varð á rafmagns-afstöðinni í Lac du Bonnet, 0g öllum er kuxm- ugt um af blöðunum. Vonandi lætur enginn blaðið gjalda þess. ÚTGEFENnUR BLAÐSINS eru Hiö ev. lút, kirkjufélag fsl. f Vesturh. og hin sameinuBu bandalög. RITPT.TÓRI: Séra N. Steingr. Thortakssen Selkirk, Man. Can. PRENTSMIÐJA t-ÖGBERGS Entered in the l’ost Otfice ol Winnipesr, Man., as second class matter.

x

Framtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framtíðin
https://timarit.is/publication/460

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.