Fríkirkjan - 01.12.1899, Blaðsíða 7
18B
sem hefur þegið eins ríkulega andagipt eins og M., að beita
henni svona rangt, beita lrenni til þess að villa sjónir fyrir
alþýðu manna með skáldlegum samlíkingum, sem við einn
yfirlestur (og flestir lesa ekki nema einu sinni) virðast sláandi,
en sem í raun réttri éru eins vc-ilar og snauðar að sannleika,
eins og vér höfum sýnt að þessi ldausa M. er.
Það „varðar mest t.il allrr orða, að undirstaðan rétt sé
fundin", en undirstaða þjóðkirkjuskipulagsins er röng, en ekki
rétt, nfl. sambandið milli hins andlega og veraldlega.
„Með öllu formi má stjórna vei“. Hvað þýðir þá hin
sífelida barátta þjóðanna fyrir betra og betra stjórnarformi?
M. kann að svara, að það sé einkunn kirkjunnar. að henni
megi stjórna vel „með öllu formi“. En þó þetta væri rétt,
sem ekki er, þá er aðgætandi, að hér er ekki um það að
ræða, hvernig stjórn kirkjunnar gengur, heldur hitt, hvað
vænlegast er fyrir hið innra líf kirkjunriar. Bað getur vel
verið, og er meira að segja mjög líklegt, að hiii ytri stjórn
kirkjunnar sé skipulegri og ásjálegri i. ríkiskirkju enn í fií-
kirkju, en þar fyrir getur hið innra verið fúið og rotið.
„Reformation or bet.ri en r.evolution" i’etta er það eina
af öllurn þessum lestiú, sem er hverju orði sannara. En re-
volution er ekki til nema í koliinum ;i M. Það ætlast eng-
inn til að kirkjan verði frikirkja öðruvísi enn samkvæmt
lögum, og er undarlegt að kalla það revolution. Vísir slíkra
laga er þegar til, þar sem eru lögin um utanþjóðkirkjumenn.
Þau þuría að eins að fullkomnast.
Að endingu viijum vér benda „V. lj.“ á orð, sem nær
væri að taka upp í blaðið. en þetta eptir M. Þau eru i „Sam.“
eptir síra Jón Bjarnason, mann sem hingað til hefur ekki
staðið lægra. í áliti „V. ]j.“ enn síra M. Ofðin eru þessi:
„En það er oss með öllu óskiljanlegt, hvers vegna annar
eins maður og sira Jón Helgason sér ástæðu til þess að berj-
ast á móii fríkirkjuhugmyndinni. Því vér fáum ekki betur séð
en hann með því i margra augurn veiki málstað kristindóms-
ins, sem hann þó vitanlega vill af öllu hjarta styðja. Ef kristin
kirkja endilega á að þurfa á vernd og stuðningi hins verald-
lega stjórnarvalds að halda, eða ef hún í raun og veru er betur
komin í þvi ástandi, en þegar hún að öllu leyti þarf að ann-