Fríkirkjan - 01.12.1899, Blaðsíða 3
179
eptir Vigurprestinn og flest annað í þeii i i grein. En Fríkirkjan
svaraði greininni og hrakti hana. í sama stað henti V. lj.
nokkur miður grunfluð ummæli úr grein í Kbl. eptir sira
Mattías Jochúmsson og kanóniseraði þau með orðunum: „allt
þetta álítum vér hverju orði sannara.“
A þessa siðast nefndu grein hefur aldrei verið minnst
annað en þetta i V. lj.; sem gætti þess ekki, að Kbl. hafði
hrakið með athugasemd eitt atriðið, sem átti að vera „hverju
orði sannara1', og að greinin í heild sinni var miklu fi'emur
með málsstað fríkirkjunnar, þó hinn heiðraði höfundur teldi
ýms tormerki á fríkirkju i framkvæmdinni hér á landi.
Sira Mattías er semsé fríkirkjuvinur i raun og veru, enda
talar hann í grein þessari mjög loflega um fríkirkjur annar-
staðar, og kannast við að þær hafl oiðið til inikillar. eflingar
trúarlífi þjóðanna.
Um skotsku fríkirkuna segir hann: „Það má fríkirkjan
eiga, að fjör og dugnaður hennar og um leið allru kirkna þar
í landi þykir störum hafa vaxið síðan hún hófst.“ Um hinar
frægu, fornu kirkjudeildir á Englándi segir hann: „En eitt og
sama grundvallarprinsip eða frumregla vakir fyrir þeim öllum,
og skín í gegnum þeirra fyrirkomulags vef, eins og uppistaða,
það er, að guðsorð og vilji kirknanna sjálfra ráði lögum og
lofum, en hvorki ríkið né biskupar.“ Er ekki þetta rétt meg-
inregla? Um safnaðarmenn Congregationalista eða Independ-
enta segir hann: ,,1’eir eru lengst komnir í kirkjulegu lýðveldi
og frjálslyndi. Independentar lofa hverjum einasta söfnuði að
eiga sig og skapa sér sjálfum stjórn, játningareglur, siði og
tíðahald (ritus og ritúai). Víðasthvar eru þó allmargir söfnuðir
i sambandi.“ Mundi ekki þetta fyrirkomulag veia líkast því,
sem gjörðist á dögum postulanna.
„Ails eru kirkjudeildir á Englandi hátt á 3. hundrað að
tölu; og vilji menn vita sögur þeirra, upptök og fyrirkomulag,
er ekki einhlítt að lesa kirkjusögur; menn verða að senda
valda menn, frjálslynda og velfæra, helzt unga og stórhuga
(því þá það?) og sizt innri missiónarmenn — senda þá gagn-
gjört til Englands og láta þá fræðast af sjálfum viðkomendum;
gæti sá fi'óðleikur, sem par með fengist, orðið oss mikill fjár-
sjóður.“ Á það að verða oss fjársjóður til eflingar ríkiskirkju-