Fríkirkjan - 01.12.1899, Blaðsíða 8

Fríkirkjan - 01.12.1899, Blaðsíða 8
184 ast, sjálfa sig, myndi það ekki býsna sterkt vekja grun um það, að trúarorðið kristilega, sem kirkjunni hefur afhent verið af drottni hennar, hafl ekki í sjálfu sér nægilegt afl, til þess að halda þeirri stofnun uppi og greiða henni veg til sigurs meðal almennings? Hræðsla við það, að frjáis kirkja ekki geti þrifizt, hvar í' heimi sem vera skal, ætti ekki að koma fram lijá neinum, sem hiklaust trúir á hinn sigri hrósanda krapt kristindómsins og þessi orð frelsarans sjálfs: „Mitt ríki er ekki af þessum heimi.““. Með þessum orðum byrjuðum vér fyrirlestur vorn um aðskilnað ríkis og kirkju, sem enginn hefur enn reynt að hrekja, og með þessum orðum vfljum vér ljúka máli voru að þessu sinni, því þau eru „hverju orði sannari“. „Með Jesú byrja ég með Jesú vil ég enda.“ Fyrst þegar fríkirkjuhreiflngin hófst hér í Reykjavik, var henni mjög lítill gaumur geflnn og lítið eða ekki um hana rætt. Það var hvorttveggja að hún fór í fyrstu mjög hægt, enda munu margir af þeim, er ekki tóku þátt í henni, hafa liugsað, að ekkert mundi úr henni verða annað enn orðin tóm og ráðagjörðin. Það heyrðist þá jafnvel eptir prófastinum, þjóðkirkjuprestinum, að hann væri ekkert andvígur fríkirkju- stofnun hér á staðnum, hún mundi geta komið góðu til leiðar og hann mundi fá létti nokkurn í störfum sínum. En þegar fríkirkjumönnunum tók að fjölga að mun, þá kom annað hljóð í strokkinn; þá tók þjóðkirkjuandinn að rumska, og mí uppá siðkastið, síðan safnaðarfélag fríkirkju- manna var myndað, sýnist hann vera vaknaður til fulls. Vér þekkjum nokkuð þennan þjóðkirkjuanda, síðan hann gekk berserksgang gegn fríkirkjusöfnuðinum í Reyðarfirði. „Sagan endurtekur sjálfa sig“ segja menn; það er svo í smáu sem stóru, og að nokkru leyti er mótspyrnan gegn fríkirkj- unni hér lík því sem hún var austur þár. En munurinn er líka nokkur, og hann ekki svo lítill.

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.