Fríkirkjan - 01.03.1901, Qupperneq 2

Fríkirkjan - 01.03.1901, Qupperneq 2
34 Ei synda saurug flík þér sóma lengur má; en guðs er gæzka rík, þér góð vill klæði fá. Lát, sál mín, segjast þér og syndum hafna nú, og lif, það eptir er, í ást og von og trú. Án silfurs frelsi fæst, það fæst án seims og gulls; án verka nú það næst, það næst með trU til fulls. -----o~<x>---- Fyrirdæmingarkenningin. Þeir, sem ekki trúðu kenningunni um fyrirdœminguna eða helvíti. Þegar kenningin um fyrirdæminguna — en svo kalla nú margir kristindóminn — tók að berast Ut um þjóðmenningar- löndin fyrir 1800 árum síðan, þá fekk hún engu hlýjari við- tökur, enn hún fær nú hjá skynsemistrúarmönnum þeim, sem nú eru uppi. Postulinn Páll segir svo frá, að Gyðingar og Grikkir séu á einu bandi um það, að fara háðulegum orðum um þessa kenningu: „Gyðingar heimta tákn, en Grikkir leita að speki, en vér hoðum Krist hinn krossfesta; þá er Gyðing- um kenning vor til (ásteytingar) hneykslunar, on Grikkjum þykir hún vera heimska" (1. Kor. 1, 23—24.). Heiðinginn Celsus, einn af gríska spekingaskólanum, lærður á sinn hátt, skrifaði rækilegt rit, heila bók, gegn þessari kenningu og kall- aði hana draumóra ómenntaðra manna’ og „kreddur" þeirra’* **. (Celsus var uppi á 2. öld e. Kr. Origenes kirkjufaðir svaraði honum). Tacitus hinn nafnkunni rómverski sagnaritari (fædd- * Barbaron tolmema. ** Barbaron dogma.

x

Fríkirkjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.