Fríkirkjan - 01.03.1901, Blaðsíða 4
36
Af þessari hnignun trúarbragðanna leidcli þá siðaspillingu,
sem engin dæmi eru til fyr né siðar — ótrúlegt, lauslæti, dóna-
skapur og harðýðgi í öllu siðfari. Skáldið Juvenal og heirns-
ádeilumaðurinn Persius (f. 34. e. Kr.) leiða oss það líf fyrir
sjónir öðrum betur.
Rómveijar höfðu tekið upp heiðin trúarbrögð austan úr
heimi í staðinn fyrir trú íeðra sinna á Júpíter optimus maxi-
mus. Eftir þeim trúarbrögðum var iauslæti eða óskírlífi kall-
að heilagt eða guðdómlegt athæfi, og í nrustei um margra guða
voru hofgyðjurnar ekki annað en skækjur. Hinn forni hjú-
skapur Rómverja var að detta úr sögunni. Spekingurinn Se-
neca sagði í nöpru háði, að rómverskar konurteldu árin eptir
eiginmönnum sínum, en ekki eptir ræðismönnunum (consules)
eins og siður var til.
Feður höfðu fulian rétt til að taka börn sín af lífi, þeir
máttu bera þau út eða lífláta þau eptir geðþekkni. Það er
kristni keisarinn Konstantinus, sem fyrstur aumkvast yfir börn-
in og mælir svo fyrir, að það skuli talið morð, ef barn sé
liflátið. Hann trúði því fyllilega að eilíf foi'dæming kæmi yfir
alla miskunnarlausa menn.
En þó voru þrælamir ver staddir en börnin, þeir áttu engan
rótt á sór, þeir lifðu og dóu eins og skepnur, undir lrendi hús-
bænda sinna, þeir nutu einskis fagnaðar á jörðunni og við að-
komu dauðans höfðu þeir enga von né huggun.
Furðar yður nú á því, þó að mönnum i þessu ástandi
hafi þótt iífið óbærilegt? Þá, sem voru orðnir saddir lífdaga
eða þreyttir til dauða, bar alla að sama marki. Fyrir framan
iben-hlið sjálfsmorðsins söfnuðust húsbændur og þrælar hefðar-
konur og ambáttir, skækjur og spekingar. Seneca segir, að
orðtak allra í Rómaborg, æðri sem lægri stéttar hafi verið:
„Leiður á lífinu!“ og svona ætlar það að fara að verða í þjóð-
félaginu á vorum dögum.
En þá konr — fyrirdæmingarkenningin, helvitiskenningin,
sem svo er köliuð af vantrúarmönnum vorra tíma.
Þá kom kenningin um eilifa sáluhjálp fyrir Jesúm Krist
og eiiífa fyrirdæmingu handa öllum. sem ekki vilja þiggja sálu-
hjálpina!
Þá kom tvíeggjaða sverðið, sem skipti heiminum sundur í