Fríkirkjan - 01.03.1901, Síða 7

Fríkirkjan - 01.03.1901, Síða 7
39 Ef á að fara að halda slikum hugmyndum að almenningi, þá fer óneitanlega að verða lítið úr orðum Krists um hinn breiða veg eða orðunum: „í dag, meðan þór heyrið hans raust, þá íorherðið ekki hjörtu yðar. “ Hebr. 3, 7. Það er gamalt. mál, að það sé „ofseint að iðrast eptir (lauðanu." Ætlum vér að hollari kenning iiggiíþessu gamla máltæki en í kenningu V . . . . Ijóssins um að mönnum snú- ist hugur í „miliibils ástandinu". Og geti mönnum í því á- standi snúizt hugur til Krists, þá er víst ekki heldur „óhugs- anlegt“ að þeim geti snúizt hugur frá honnm. Það fer þá, sem sagt, að hafa litla þýðingu, hvernig menn breyta og trúa í þessu lífi, ef „millibilsástandið11 getur umhverft því öllu. Hollast er víst að vera ekki að brjóta heilann um, hvað hugs- anlegt er eða óhugsanlegt, en að halda sór blátt áfram við orð og áminningar heilagrar ritningar, og hennar kenning er ávallt ein og hin sama: „í dag, mcðan þér heyrið hans raust.“ „Sjá nú er sú æskilega tíð; sjá, nú er dagur hjálpræðisins." 2 Kor. 6, 2. Tómas frændi. (Pramh.) III. Bölvun Jjrældómsins. Um kvöldið sátu þau hjónin, Shelby og kona hans, og voru að tala saman. „Meðal annars, Arthúr; hver var þessi ruddalegi maður, sem borðaði með okkur í dag?“ „Hann.heitir Haley“, sagði Shelby og sneri sér á stólnum fremur órólega. „Er hann þrælakaupmaður?" sagði frúin, sem tók eptir einhvers konar vandræðasvip á manni sínum. „Hvað kemur til að þér dettur þetta í hug, góða mín?“ sagði Shelby og leit upp. „Ekkert sérlegt — ekki annað en það, að hún Elísa kom inn til mín, þegar búið var að borða miðdegisverð og gekk ntikið á fyrir henni. og sagði hún að þrælakaupmaður væri að fala drenginn sinn — litli aulinn sá arna.“

x

Fríkirkjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.