Fríkirkjan - 01.03.1901, Síða 8

Fríkirkjan - 01.03.1901, Síða 8
40 „Gjörði hún það“, sagði Shelly og 1,ók aptur að lesa í blaði sínu, sem liann virtist um st ind alveg niðursokkinn í; en tók ekki eptir því, að hann hélt því öfugt fyrir sér, svo að það vissi upp, sem niður átti að snúa. „Eg sagði Elísu“, sagði frú Slielby, „að hún gjörði sér heimskulegar áhyggjur, og að þú hefðir aldrei nein mök við þess háttar menn. Eg vissi náttúrlega að þú hefui' aldrei ætlað þér að selja neitt af fólki okkar, sízt siíkum kumpáni.1, „Já, Emilía", sagði maður hennar, „þannig hef eg líka alltaf hugsað og talað; en sanuleikurinn er, að eg má til að seija eitthvað af fólki mínu.“ „Þessari skepnu? ómögulegt! Shelby, þér getur ekki verið alvara. “ „Mér þykir fyrir að segja það, en mér er alvara", sagði hann, ,.eg ætla að selja Tómas.“ „Hvað! hann Tómas okkar? sem er svo góður og trúr, og hefur verið þjónn þinn frá því hann var drengur! Ó, Shelby! og þar að auki hefurðu lofáð honum frelsi; við höf- um bæði margsinnis taiað um það við hann. Jæja, nú get eg trúað hverju sem vera skal. Nú get eg trúað því, að þú gætir selt Harry litla, eina barnið hennar Eiísu aumingjans", sagði frú Shelby og var í málrómnum bæði hryggð og grernja. „Jæja, úr því þú verður að fá að vita það, þá er það svo. Eg ætla að selja bæði Tómas og Harry, og eg veit ekki hvers vegna eg á að reiknast sem óvættur fyrir það, þó eg gjöri það sama sem hver maður gjörir á hverjum degi.“ „En því að velja þessa fremur en einhvern af hinum?“ sagði frú Shelby. „Því að selja þá? „Af því að eg fæ meira fyrir þá en nokkra af liinum - það er orsökin. Hann bauð mér reyndar líka mikið fé fyrir liana Elísu, en eg lilustaði ekki eitt augnablik á hann, af umhugsun um tilfinningar þínar; þú verður að meta það við mig.“ „Kæri Arthúr", sagði frúin, „fyrirgefðu mér, eg var of fljót á mér. Þetta kom svo flatt upp á mig. En eg er viss um að þú leyfir mér að taka málstað þessara vesalinga. Tóm- as er göfuglyndur og tryggur, þó hann sé svartur; eg gæti

x

Fríkirkjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.