Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.04.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.04.1978, Blaðsíða 4
4 A Iþýðublað Hafnarfjarðar ALÞYÐUBLAÐ HATNARDARÐAR Utgefandi: Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði Ritstjóri: Guðni Björn Kjærbo Setning: Acta hf. Prentun: Hafnarprent Alþýðuflokkurinn, ykkar val. íslenzkir kjósendur eru orðnir langþreyttir á ríkjandi stjórn- málaástandi í landinu. Stjórnleysi og síendurtekin loforðasvik ríkisstjórnarinnar valda fólki þungum búsifjum. Hver nauð- synjamálið af öðru bíður nú úrlausnar Alþingis. Augljóst mis- rétti viðgengst víða í þjóðfélaginu. Allir virðast sammála um að úrbóta sér þörf. En ekkert gerist. Meirihlutastjóm Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks hefur ekki tekist að koma málum fram. Þar skortir viljann til verksins. Misrétti í skattamálum, seinvirkt og svifaseint dómskerfi, misréttið í ójöfnum kosninga- rétti, nauðsyn á sameiginlegum lífeyrissjóði fyrir alla lands- menn, mengun á vinnustöðum, Kröflustefnur í orkumálum og síðast en ekki síst árangurslausar bráðabirgðaaðgerðir gegn verðbólgunni. Allt eru þetta mál sem bíða afgreiðslu. Svo virðist sem þing menn séu hættir að skilja þarfir fólksins í landinu. Þeir láta sér fátt um finnast þó stórir hópar fólks líði fyrir misrétti, sem ekki er leiðrétt. Alþýðuflokkurinn hefur verið utan ríkis- stjórnar sl. 7 ár. Hann ber því ekki ábyrgð á stjórnleysi og I ringulreið í íslenzkum stjórnmálum í dag. En Alþýðuflokkurinn hefur lýst sig viljugan að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að koma á skipulagi í þjóðfélaginu. Skipulagi sem miðar að því að rétta hlut láglaunahópa, leiðrétta misretti og uppræta spillingu og síðast en ekki sist að berjast gegn verðbólgunni eftir markvissum leiðum. Alþýðuflokkurinn hefur nú lagt fram ítarlegar stefnuyfirlýsingar í mikilvægustu málum eins og t.d. í efnahagsmálum, iðnaðar- og orkumálum, skattamálum, landbúnaðarmálum og um það hvernig spillingin skuli upprætt. Frumkvæði Alþýðuflokksins um svo ná- kvæma stefnumótun eru nýmæli í íslenzkum stjórnmálum. Alþýðuflokknum er það kappsmál að gefa kjósendum sem gleggstar upplýsingar um stefnu sína í öllum málum þannig að flokkurinn verði dæmdur af verkum sínum. Það er réttur kjós- enda að vita fyrir kosningar hvað flokkurinn ætlar að leggja af mörkum til íslenzks þjóðfélags að kosningum loknum. Alþýðuflokkurinn gengur til kosninga með bundnar hendur. Alþýðuflokkurinn er bundinn af stefnumálum sínum. Með þeim mun flokkurinn standa og falla. Loforðasvik núverandi ríkis- stjórnar koma ríkisstjórnarflokkunum í koll við uppgjörið kosningunum. Umhugsunarvert fyrirbæri. Eitt er það fyrirbæri hér í bæ, sem er öðrum fyrirbærum merkilegra. Það er meirihluti bæjarráðs, þeir kollegarnir Árni Grétar Finnsson og Árni Gunnlaugsson. Með harðfylgi og ofríki hefur þeim heppnast að draga völd bæjarstjórnar í hendur meirihluta bæjarráðs, þ.e.a.s. í sínar hendur. Mýmörg dæmi eru þessu til sönnunar. Flest mál bæjar- stjórnar hafa raunverulega verið afgreidd af meirihluta bæjar- ráðs og samþykki meirihluta bæjarstjórnar nánast verið forms- atriði. Fjárhagsáætlun samþykkt af bæjarstjórn hefur verið gerð óvirk og ómerk um langt tímabil og meirihluti bæjarráðs tekið að sér að ríkja og skammta fé úr bæjarsjóði til reksturs og framkvæmda. Tekjur bæjarins hafa farið milljónatugum fram úr áætlun og meirihluti bæjarráðs hefur ráðstafað þessum tekjum án sér- stakrar heimildar frá bæjarstjórn. Þeir Árni Grétar Finnsson og Árni Gunnlaugsson hafa afgerandi áhrif á tillögur um lóðaúthlutanir til bæjarstjórnar, þar á meðal um lóðaveitingar undir fjölbýlishús, en síðar annast þeir sem fasteignasalar sölu á mestum hluta þessara íbúða og taka stórfé fyrir. Samningaviðræður bæjarráðs og stjórnar Starfsmanna- félagsins um sérkjarasamningana voru komnir vel á veg og sam- komulag um ýmsar kjarabætur handa þeim lægstlaunuðu hjá bændum hafði náðst. En þá sigldi allt i strand og öll orð áður sögð af meirihluta bæjarráðs voru lýst ógild og ómerk. En hvers vegna? Jú Árna kom ekki saman við Árna um launaflokk ákveðins starfsmanns bæjarins. Kapparnir spúðu eldi og eim- yrju hvor á annan og síðan í reiði sinni ógiltu þeir allt sem þeir höfðu áður sagt um annað fólk í öðrum störfum. Launafólk bæjarins skyldi gjalda fyrir áreksturinn þeirra i milli. Minna mátti þetta ekki kosta. Til er bókun í fundargerðum bæjarráðs sem staðfestir þetta. Er nú ekki mál að linni tvíveldi þeirra félaga? Er nú ekki kominn tími til að hefja aftur lýðræðið i bæjarstjórn Hafnar- fjarðar til vegs og virðingar? Er ekki kominn tími til að breyta til? Þeir kjósendur sem vilja breytingu kjósa Alþýðuflokkinn. EF ÞÚ VILT BREYTA, — ÞÁ X A. Flokks- starfið Ungir jafnaðarmenn í vetur hafa ungir jafnaðar- menn starfað með miklum blóma. Hafa þeir m.a. gefið út tvö blöð, þrátt fyrir þröngan kost. Á þriðjudagskvöldum hafa svo fundir verið haldnir. Eru þá umræður um hin ýmsu þjóðfélagsmál svo og það sem er að gerast í hinu daglega lífi. Tríóið Bónus hefur einnig haldið andanum uppi með þrottmiklum og skemmtilegum jafnaðarmannasöngvum. Ný- lega héldu svo ungir jafnaðar- menn 3ja daga ráðstefnu um kosningabaráttu Alþýðu- flokksins. Var þar m.a. rætt um aðferðir og leiðir félags ungra jafnaðarmanna í kosningabaráttunni og má því væntanlega búast við öflugum aðgerðum af þeirra hálfu. Alþýðuflokksfélagið Nýlega hélt Al- þýðuflokksfélag Hafnar- fjarðar aðalfund sinn. í skýrslu stjórnar kom fram að starfsemi félagsins hafi verið með mikl- um ágætum á síðastliðnu starfsári. Miklar umræður urðu um flokksstarfið og var öllum fundarmönnum mikið kappsmál að gera hlut flokks- ins sem stærstan í komandi kosningum. Sigþór Jóhannes- son sem verið hefur formaður Alþýðuflokksfélags Hafnar- fjarðar undanfarin ár baðst eindregið undan endurkjöri og var Haukur Helgason skólastjóri kjörinn í hans stað. Aðrir í stjórn flokksins voru kjörnir þeir Bragi Guðmunds- son varaformaður, Gylfi Ingvarsson gjaldkeri, Gissur Kristjánsson ritari og Gunn- laugur Stefánsson meðstjórn- andi. í lok fundarins var frá- farandi formanni þökkuð giftudrjúg störf í þágu flokksins. Kvenfélagið Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði hélt nýlega aðalfund sinn. Félagsstarfið á liðnu ári hefur verið allblóm- legt. Auk venjulegra félags- funda hafa verið haldnir fræðslufundir um jafnaðar- stefnuna. Einnig hefur félagið staðið fyrir fjölskylduskemmt- un með bingói og haldið köku^ basar í fjáröflunarskyni. í nóvember sl. hélt félagið upp á 40 ára afmæli sitt með myndar- legu afmælishófi, sem áður hefur verið sagt frá í Alþýðu- blaði Hafnarfjarðar. Margir nýir félagar hafa gengið í fé- lagið. Á þessum aðalfundi lét Sigríður Erlendsdóttir af störf- um sem gjaldkeri félagsins, en þvi starfi hafði hún gegnt samfleytt í 40 ár eða allt frá stofnun félagsins. Henni voru þökkuð mikil og góð störf fyrir félagið. Á afmælisfagnaði fé- lagsins siðastliðið haust var Sigríður kjörin fyrsti heiðurs- félagi þess í þakklætisskyni fyrir mikið og fórnfúst starf í þágu Kvenfélags Alþýðuflokksins í Hafnarfirði og fyrir framgangi jafnaðar- stefnunnar. Núverandi stjórn Kvenfélags Alþýðuflokksins i Hafnarfirði er þannig skipuð: Ásthildur Ólafsdótir formaður, Dagbjört Sigurjónsdóttir varaformaður, Guðrún Guðmundsdóttir gjaldkeri, Ásta Sigurðardóttir ritari og Sigríður Magnúsdóttir meðstjórnandi. í varastj meðstjórnandi í varastjórn eru: Þórunn Elíasdóttir, Þórunn Jóhannsdóttir, Irma Karlsdóttir og Guðfinna Vigfúsdóttir. Skautasvell fyrir Hafnfirðinga Eitt dæmi af mörgum Af hverju er nánast engin aðstaða til skautaiðkunar hér í bænum á vetrum? Af hverju er skautasvellinu á Hörðuvöllum ekki haldið almennilega við með þvi að sprauta á það vatni í miklum frostum? Rauðavatn fyrir ofan Árbæ er upplýst all- an veturinn. Hvar er lýsingin á Hörðuvöllum eða á Ástjörn? Er frágangssök að mynda litlar vatnsuppistöður eða tjarnir í ýmsum bæjarhverfum og láta náttúruöflin um að mynda þar svell í kuldum? Hefur engum dottið þetta í hug? Jú. Þessi mál hafa ítrekað komið til umræðu í bæjar- stjórn, en samt örlar ekki fyrir neinum úrbótum. í tvö ár hafa bæjarfulltrúar Alþýðuflokks- ins verið að kljást við hið staðnaða meirihlutavald Sjálf- stæðisflokksins og óháðra i þessu máli. Það tókst í desem- ber sl. að knýja þá til fylgis við málið í orði, en þá lá meiri- hlutinn á því laginu að framkvæma ekki neitt. Á bæjarráðsfundi 1. desem- ber sl. var lögð fram greinar- gerð um aðstöðu til skautaiðk- ana í framhaldi af tillögu- flutningi bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins um þessi mál. íþróttafulltrúi bæjarins benti á staði á Hvaleyrarholti og í Norðurbæ undir skautasvell og gerði tillögur um hvernig mætti halda svellum við. Þá var líka samþykkt tillaga Alþýðu- flokksins um að hrinda málinu í framkvæmd. Áhuginn reynd- ist þó ekki meiri en svo, að allur veturinn leið án þess að lyft væri fingri til fram- kvæmda í þessum málum. Þetta er aðferðin hjá Sjálf- stæðisflokknum og óháðum, þegar þeir treysta sér ekki leng- ur til að vera á móti góðum og gagnlegum málum, en hafa engan skilning eða áhuga á framkvæmdinni. Athyglis- veröur sigur- vegari. Prófkjör Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði til bæjarstjórnarkosninga fór fram síðastliðinn fimmtudag, föstudag og laugardag. Segja mátti að margir væru kallaðir en fáir útvaldir, ‘því að 36 fram- bjóðendur voru í prófkjörinu. Það sem mönnum þótti athyglisverðast við þetta prófkjör var sigurvegarinn, Sparisióður Hafnarfjarðar Árni Grétar Finnsson einn af 24 ábyrgðarmönnum Sparisjóðs Hafnarfjarðar var kosinn í fyrsta sæti, Guðmundur Guðmundsson sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar var kosinn í annað sæti, Stefán Jónsson stjórnarmaður í Sparisjóði Hafnarfjarðar var kosinn í fjórða sæti listans, en í fimmta sætið Hildur Haraldsdóttir skrifstofu- stjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Það fer þess vegna ekki milli mála að Sparisjóðurinn er tví- mælalaus sigurvegari í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.