Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.04.1978, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.04.1978, Blaðsíða 1
Alþýðublað Haf narfj ar ðar XXXVII APRIL1978 2.TBL. Framboðslisti Alþýðuflokksins í Hafnarfirði við bœjarstjórnarkosningarnar 28. maíl978 1. Hörður Zóphaníasson, skólastjóri. 2. Jón Bergsson, verkfræðingur. 3. Lárus Guðjónsson, vélvirki. 4. Grétar Þorleifsson, trésmiður 5. Guðriður Elíasdóttir, form. Verkakv. Framtíðin 6. Guðni Kristjánsson, verkamaður 7. Gunnar Friðþjófsson, f ormaður FU J 8. Eyjólfur Sæmundsson, efnaverkfræðingur. 9. Arnbjörg Sveinsdóttir, skrifstofumaður. 10. Bragi Guðmundsson, læknir. Framh. á bls. 8 Ávarp til Hafnfirðinga Hafnarfjörður hefur óll skilyroi til þess að vera hlýlegt og manneskjulegt bœjarfélag. Bœjarstœðið er sérkennilegt ogfagurt, umhverfið hlýlegt og að- laðandi. Hafnfirðingar þurfa aðfinna bœði hald og traust í Hafnarfirði. Þeir verða að finna að þar stendur heimili þeirra föstum fótum, — finna að sam- hugur og samheldni rceður ríkjum í bæjarsamfélaginu. Hafnarfjörðúr á að vera eins og stórt, gott og myndarlegt heimili, þar sem hver og einn heimilis- maður finnur fyrir hlýju og umhyggju, jafnframt því sem hannfœr hvatningu til atervis og athafna. Við þetta verður að miða alla stefnumótun bæjarmála og allar ákvarðanir sem teknar verða í bœjarstjórn Hafnarfjarðar. Nú standa bœjarstjórnarkosningar fyrir dyrum i Hafnarfirði. Hinn 28. maí nœstkomandi eiga Hafnfirðingar kostáþvíað kjósa sér nýja bœjarstjóm. Sú bæjarstjórn þarf að vera traust, víðsýn og framsýn. Hún verður að vera fé- lagslega og lýðrœðislega sinnuð. Miðstýring bœjarráðs á að hverfa úr sögunni, það eigafleiri en tveir menn að ráða bœjarmálum Hafnarfjarðar. Bæjarstjórn verður að endurheimta lög- leg völd sín, reisn og virðingu. Fjárhagsáætlun bæjarstjórnar verður að vera sá rammi sem stjórnað er eftir. Raunhœf greiðsluáœtlun á að gefa nefndum og ráðum aukna möguleika til raunhœfra áhrifa, stjórnar og stefnumótunar. Þannig eru lýðræðislegir stjórnarhœttir. Atvinnulýðrœði, öryggi og heilbrigðissjónarmið á vinnustöðum eiga að vera ríkjandi sjónarmið. Bœjarstjórn á aðhafa forystu íþessum málum ísam- vinnu við verkalýðshreyfinguna. Hafnarfjörður þarf að geta vaxið með öruggum og jöfnum hraða. Það verður alltafað vera hœgt að bjóða upp á íbúðarbyggingar og aðstöðu til at- vinnureksturs. Nú eru hvorki fyrir hendi endanlega frágengin íbúða- né iðnaðarsvæði til að mœta eðlilegum vexti bœjarins. Fyrirsjáanlegur er sam- dráttur í hafnfirskum byggingariðnaði og atvinnuleysi. Bœjaryfirvöld mega ekkisofa á verðinum íþessum efnum. Hafnarfjörður hefur dregist aftur úr öðrum sveitarfélögum í dagvistarmál- um. Fjölmargir hafnfirskir foreldrar standa uppi ráðalausir, þegar þeir þurfa að koma börnum sínum á leikskóla eða dagheimili. Framkvœmdir og nýjar leiðir ídagvistarmálum er eitt afbrýnustu verkefnum nýrrar bœjarstjórnar. Markvisst verður að vinna að þvi eftir fyrirframgerðri áœtlun að Ijúka á kjörtímabilinu lagningu varanlegs slitlags á ófrágengnar götur og fegra opin svœði. Jafnhliða þarfað ganga þannigfrá gangstígum og gangstéttum að öll- um sé greiðfœrt um bœinn, jafn gangandi fólki, fólki í hjólastólum og fólki með barnavagna. Til umferðaröryggis verði lögð gangstétt við Hjallabraut. Atvinnulífið þarf að efla og gefa nýjum iðngreinum tœkifæri til þess að komast áfót. Bœjarútgerðina þarfað reka með hagkvæmissjónarmið íhuga í góðu samstarfi við starfsfólk hennar. Nýjar skólabyggingar þurfa að rísa og nemendur skyldunámsins eiga að fá tœkifœri til að Ijúka skyldunámi sínu í einum og sama skólanum með ósundurslitnum skóladegi. Þessir skóla- nemendur þurfa lika að eiga kost á athvarfi á skóladagheimilum efþeir burfa áþvíaðhalda. Æskulýðs- og íþróttastarfsemi verður að styrkja og efla og bœjar- yfirvóldum ber skylda til að hlúa að hollri, frjálsri félagsstarfsemi. Hver skóli á að verða menningar- og félagsmiðstöð allra íbúanna ískólahverfinu. Þetta gerist ekki með óbreyttri bœjarstjórn. Um það höfum við órœkan vitnisburð. Hérþurfa að koma nýir menn til valda og áhrifa, sem marka nýja stefnu og nýja stjórnarhœtti. Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði hefur birt framboðslista sinn til bœjar- stjórnarkosninga í þessu blaði. Hann er skipaður góðufólki sem líklegt er til farsœlla starfafyrir bœjarfélagið. ungtfólk á marga góðafulltrúa á listanum. Lárus Guðjónsson skipar þar þriðja sætið, baráttusœti listans. Hann er 26 ára og myndi lækka verulega meðalaldur bœjarstjórnarinnar, ef hann nœr kosningu. Þess vegna hljóta þeir að kjósa A-listann sem vilja efla áhrif unga fólksins íbœjarstjórn Hafnarfjarðar. Þá hefur verið ákveðið að þaðfólk sem á listanum er komi reglulega saman tilfunda á næsta kjörtímabili. Þannig mun það allt, hvert og eitt, verða þátt- takandi ímótun bœjarmálastefnu flokksins, leggja þar til mála og hafa áhrif. Það þarf að breyta til í bœjarmálum Hafnfirðinga. Hafnfirðingum gefst tœkifœri tilþess í bœjarstjórnarkosningunum 28. maíívor. Hafnfirðingur, — þú sem þessar linur lest. Efþú vilt breyta, þá kjóstu Al- þýðuflokkinn. Að kjósa A-listann er að kjósa breytta stefnu í málefnum Hafnarfjarðar, þar sem maðurinn er tekinnfram yfir fjárgróðasjónarmiðin. Efþú villt breyta —þáxA Fulltrúaráð Alþýðuflokksins iHafnarfirði

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.