Alþýðublað Hafnarfjarðar - 19.06.1975, Page 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 19.06.1975, Page 4
FORSlÐULEIÐARI (frh. af 1. síðul Eigum viÖ ekki aö gera þeim ljóst, aö þaö er skylda þeirra engu síður en konunnar aö ala börnin upp, hiröa þau og þrífa? Eigum við ekki að krefjast þess af þjóðfélgag- inu aö þaö veiti öllum unglingum kennslu í heim- ilisfræðum, svo af fákunnátta á því sviöi verði ekki Þránd'ur í Götu fyrir hamingju þeirra þegar þeir sxöar efna til fjölskyldu og heimilislífs? Eigum viö ekki að láta það einhverju skipta, hvaö er aö gerast x kringum okkur? Ættum við ekki að hressa svolítið upp á þjóðfélagið okkar og ástunda jafnrétti? já hvernig ýæri þaö? ' ALÞYÐUBLAÐ HATNSRDAHÐAR (Jtgefandi: Albýðuflokkurinn i Hafnarfirði Ritstjóri: Finnur Torfi Stefánsson Ritnefnd: Ásthildur ólafsdóttir Irma Karlsdóttir Nýnámsgrein í barnaskólum viötal viöKristínu H. Tryggvadóttur Margvíslegar breytingar eiga sér nú stað á því námsefni, er börnin læra í skólunum. Viö báöum Kristínu H. Tryggvadóttur kennara að svara spurningunni "hvaÖ er samfélagsfræði og hver hennar þáttur væri varðandi mótun þess"? en hún hefur meðal annars samið námsbækur, sem nú er farið að kenna í þessari grein. Við þökkum Kristínu fyrir, hve vel hún varð við þessari bón okkar, þrátt fyrir mikið annríki. Samfélagsfræðin er raunar margar námsgrein ar samþættar í eina. Hér er um að ræða sögu, landafræði, félagsfræði átthagafræði og að hluta náttúrufræði. Margar gildar röksemd ir liggja fyrir þessari samþættingu eins og t. d. sú, að námið teng- ist betur reynslu barn / baráttu fyrir jafnrétti í 70 ár viötal viö SigrM Erlendsdóttur Flestir innfæddir Hafnfirðingar kannast við Sigríði Erlendsdóttur. Hún var í forystusveit Verkakvenna- félagsins Framtíðarinnar í áratugi og hafði á hendi útbreiðslu Alþýðublaðsins í Hafnarfirði í 40 ár. Sigrlður er 82 ára og man þvi tímana tvenna. Blaðið snéri sér til Sigríðar og lagði fyrir hana nokkrar . spurningar. HVÁÐ VARST ÞÓ GÖMUL, ÞEGAR ÞÚ BYRJAÐIR AÐ VINNA ? Mér er baö mjög minnis- stætt, að mig vantaði tæpan mánuð upp á að vera 10 ára. Þetta var 1902. Ég fékk 10 aura á tímann, en hefði eiginlega átt að fá 8 aura þennan fyrsta mánuð, því að það var kaupiö hjá 9 ára krökkum. Þetta var við þurrkun á saltfiski, en bá var hann auövitað sólburrk- aður. HVERNIG VAR VINNUAÐSTAÐA VERKAKVENNÁ Á FYRSTU ÁRATUGUM ALDARINNAR ? Mesta vinna var nú í fiskvaskinu og svo í salt- fiskþurrkuninni. Það var vaskaö á fjörukambinum og staðið úti í öllum veðrum. Konurnar sóttu sjó í körin niður i fjöruboröið, báru fiskinn frá sér og stöfluðu honum. Það var byrjað að vinna klukkan sex á morgn- ana og oft unnið til klukk- an 7 eða 8 á kvöldin. Lítiö var nú um sérstaka matar- eða kaffitima. Konurnar höfðu bita með sér og sopa á flöskum, allt var þetta kalt og engir hitabrúsarnir. Svo settist fólk niður, þegar færi gafst og maulaði i sig matinn. Það var stórkostleg fram- för, begar farið var að vaska inni, að ég tali nú ekki um, þegar upphitun kom i húsin. Annars voru framfarir engar fyrr en verkalýðs- félögin komu til sögunnar. Það gerðist hér 1907, þegar Hlif var stofnuð, en hún var i fyrstu sameiginlegt félag.verkakvenna og verka- manna, eða þar til Fram- tíðin var stofnuð árið 1925. Ég man vel eftir fyrsta verkfallinu, sem ég tók þátt i skömmu eftir stofnun Hlifar. Það má reyndar mik- ið vera, ef það var ekki fyrsta verkfall verkakvenna á Islandi. Fiskurinn var breiddur að morgni og svo neituðum við að taka hann saman nema kaunið yrði hækkað. Náttúran var okkur hliöholl, þvi að það gerði skúr og ekki varð hjá þvi komist að taka fiskinn sam- an.. Þetta var hitamál i bænum. Það var samið og kaupið hækkað úr tólf og hálfum eyri á klukkustund i 15 aura. ÞAÐ VORU VÍST EKKI MIKIL SUMARFRÍIN ? Nei, slikt var ekki nefnt hjá verkafólki, en það var líka atvinnuleysi á veturna. Vinnan byrjaði yfirleitt ekki fyrr en i mars og svo stóð hún fram i október. Svo var engin eða mjög lit- il vinna yfir veturinn. Þá var setið við hann- yröir, nema ef til vill þegar unnið var við upp- skipun eða útskipun. Það varð að nota þær vinnustund ir sem gáfust. Það var unn- ið af brýnni nauðsyn, þvi að íólkið var fátæktj. En vinnan var þroskahdi. HVERNIG VAR MEÐ BÖRN VERKAKVENNANNA ? Þau sem voru eitthvað stálpuð unnu mörg við fisk- burrkun á sumrin. Annars voru þau á götunni eða eltu móður sina á vinnu- stað. Mér eins og fleirum sárnaði að horfa á börnin hangsa i kring um mæður sinar i vaskhúsunum eða vera i hálfgerðu reiðu- leysi. Af þessum sökum vaknaði sérstakur áhugi fyrir þvi innan verka- kvennafélagsins, að rekið yrði dagheimili hér i bænum. Starfræksla þess hófst 19. mai 1933 i bæjarþingsalnum og var það rekið af verka- kvennafélaginu. Árið 1935 var svo samþyjckt, að félag- ið reisti hús yfir dagheim- ilið. Það var tekið i notk- un 1. júli 1935 og éru þvi brátt 40 ár siöan. Þetta var dagheimilið á Höröuvöllum, eh verkakvenna félagið hefur annast rekst- ur þess alla þennan tima með styrk frá bæjarsjóði og riki. Þetta hús var reyndar stækkað árið 1957. Sigurrós Sveinsdóttir var formaður dagheimilisstjórnar fyrstu sex árin, en svo lenti ég i þvi allt fram til 1963. HVERNIG VAR AFLAÐ FJÁR TIL BYGGINGARINNAR ? Það var m. a. gert með útiskemmtunum og veitinga- sölu á beim. Að þessu unnu verkakonurnar i sjálfboða- vinnu, Þessar skemmtanir ■voru t. d. uppi á Hamri og vestur i Viðistööum. Mér er minnisstætt, að við saumuð- um stórt tjald til þess að nota á útj.samkomunum. Það var auövitað saumað i sjálf- boðavinnu. Við konurnar unnum við það'á kvöldin eftir vinnu. Þetta var skemmtileg vinna og sam- heldnin var mikil. anna utan skolans, ef þessar námsgreinar eru ekki skildar að. Vettvagnsferðir. Vettvagnsferðirnar eru því stór liður í þessari námsgrein. Við skulum taka dæmi: Bekkurinn fer í vett- vangsferð niður að höfn Þá er hægt að spyrja margs konar spurninga og leita að svörum við þeim. Hvar myndast hafnir ? Til hvers eru hafnir? HVað er starfað við höfnina ? Gilda þar einhverjar reglur eða lög ? Mega allir gera þar það sem þeir vilja ? Hvers konar líf er í sjónum og í fjörunni ? Hvað er mengun ? Hvernig getum við kom- ið í veg fyrir mengun ? Hvaða áhrif hefur veður á líf og störf s.jómanna? Nemendur fái að tjá sig Lögð er mikil’ áhersla á, að nemendur fái að tjá sig á sem fjöl breyttastan hátt, skrif lega, munnlega, í teikn ingum, leikritum o. s. frv. Inn í þessa nýju námsgrein má því ef til vill segja að sé flétt uð ein elsta námsgrein in þ. e. ræðumennska. og rökfræði, sem heim- spekingurinn Sókrates kenndi á sínum tíma. Frá því þekkta til hins oþekkta. Nemendur gera hér tilgátur út frá gefnum staðreyndum. Þeir reyna að leita orsaka og af- leiðinga og draga álykt anir. Það er ætíð geng- ið út frá því þekkta til hins óþekkta. Nemendur læra að gera rannsóknir byggðar á vísindalegum grunni, þar sem eðlileg for- vitni þeirra er virkj- uð. Þeir komast ef til vill að raun um það, að spurning í 'samfélags fræði er ekki vel sam- in , ef hún gefur aðeins eitt rétt svar. Mótun námsjgreinarinn ar kemur viða að.~ Hópur kennara og sér fræðinga hefur starfað að mótun þessarar náms- greinar í 2 - 3 ár. Þeir styðjast við kenn ingar ýmissa þekktra manna eins og Sviss lendingsins Piaget og kennslufræðingsins dr. Hildu Taba, sem starf- aði í Bandaríkjunum, en var fædd í Eyst- landi. Það he’fur síðan kom- ið í minn hlut að ' skrifa námsbækur og •kennsluleiðbeiningar á grundvelli þessara hugmynda. Nemendur kynnast mörgu I námsefni fyrir 8 ára börn kynnast nem- endur margs konar störf um hér á landi út frá leikjum barna í þrenns konar umhverfi-, þ. e. sveit, sjávarþorpi og borg. Þau uppgötva hve líf og s.törf fólks eru háð umhverfinu og að allir sem vinna við framleið slu og þjónustu eru háðir mörgum öðrum. Áhersla á tillitssemi og jafnretti. Mikil áhersla er lögð á tillitsemi og jafn- rétti. I markmiðum samfél- agsfræði er reynt frem ur en áður hefur verið .Framhald á bls. 4 Þessi mynd var tekin fyrir þremur árum, þegar þessar fjórar heiðurskonur voru heiðraðar fyrir frábær störf.sín í þágu verkalýðshreyfingarinnar og Alþýðuflokksins. Þær eru: Sigríöur Erlendsdóttir, Soffía Ingvarsdóttir, Jóhanna Egilsdóttir og Sigurrós . Sveinsdóttir. Kona í ábyrgöai starfi: Nýr fjármála- stjóri hjá rafveitunni Bergþóra María Bergþórsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri hjá Rafveitu Hafnar- fjarðar. Bergþóra er borin og barnfædd í Hafnarfirði. Hún mun ljúka prófi í viðskipta- fræði á þessu vori. Þegar ráðningin var á dag^krá í bæjarstjórn brá svo undarlega við, að Stefán Jónsson. forseti bæjarstjórnar beitti sér fyrir því og fékk því framgengt, að umræður um ráðninguna færu fram á lokuðum fundi. Nú velta menn því fyrir sér, hvort forseti hafi talið málið sérstaklega viðkvæmt af því að kona var.meðal umsækjenda. Við atkvæðagreiðslu hlaut Bprgþóra 7 atkvæði en Helgi Númason og Stefán Halldórsson 2 atkvæði hvor. Alþýðublað Hafnarfjarðar óskar Bergþóru heilla og giftu £ starfi.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.