Jólakveðja frá K.F.U.M. - 24.12.1916, Blaðsíða 3

Jólakveðja frá K.F.U.M. - 24.12.1916, Blaðsíða 3
Jólakveðja frá K. F. U. M. Jólaklukkurnar gjalla. (Aðfangadagur jóla.) Það er ætíð eitllivað hugfangandi að heyra jólaklukkurnar hringja móti jólunum. Þa kem- ur það fram í tilfinningunni að eitthvað sje óvanalegt að gjörast. Það er eins og hinn andlegi heimur verði allt í einu svo nálæg- ur. Þá taka barnahjört- un að titra af einhverj- um ósjálfraðum fögn- uði og eptirvæntingu. Hljóðlega stígur jóla- engiilinn niður og boð- ar hinn sama hoðskap eins og fyr á tíð. Hann hoðar barnshjartanu hinn mikla fögnuð, sem veitast mun ölliim lýðnum: »í dag er yður frelsari fæddur«! — Og öll barnsleg hjörtu fyll- ast af endurómi þess- ara orða, og þeim sem trúa eru þau lika virkileiki, unaðslegur og áþreifanlegur. Fyrir börnunum og hinum trúuðu er ekkert virki- legra en einmilt þetta um fæðingu frelsarans. Börnin grípa það í trú- arinnar gleði, hinir trú- uðu hafa reynt það, því þeir hafa þegar far- ið að eins og hirðarnir; þeir hafa farið til Bellc- hem og fundið barnið, sem oss er fætt, soninn, sem oss er gefmn. Þess vegna er jólagleði þeirra svo virkileg. Nú eru jólin aptur að renna upp og jólaklukk- urnar hringja, og jólaboðskapurinn fluttur á ný yfir byggð og ból. Og nú hljómar eilt orð oplar en nokkurt annað orð, það, er orðið: »Gleðileg jól!« — Og svo skulum vjer ekki láta það vera aðeins góða ósk, heldur lika bæn, að gleðileg jól mættu fyila hjörtu allra með friði og fögnuði. Og svo skulum vjer þá lika keppa að þvi að gjöra þá sem í kringum oss eru sannarlega glaða. Með þessu vill nú K. l'. U. M. senda jóla- kveðju sina til allra vina sinna. »Gleðilegjól! Svo óskum vjer hörn- unum, sem sunnudag eptir sunnudag safn- ast saman í húsi voru. »Gleðileg jól!« það er kveðja vor til allra for- eldra barnanna og heimila þeirra. »Gleði- leg jól!« er blessunar óslc til allra meðlima vorra bæði í K. F. U. M. og K. F. U. Iv. »Gleðileg jól!« öllum vorum vinum og vel- unnurum! — Fjelagið er að reyna til að lála gleðileg' jól verða eign hvers meðlims. Það er starf vort á öllum árs- ins lima. Þess vegna er nokkuð af jólafögnuði og jólagleði á öllum samkomum vorum. Aðalefnið á hverri samkomu er þctta: »Sjá jeg boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Droltinn Krist- ur í borg Daviðs! Þetta er »rauði þráðurinn«, sem gengur i gegnum allt tjelagsstaríið, og selur blæ sinn á allt fjelagslífið og skapar þessa ánægjufullu gleði, sem einkennir samlif vort í ljelagslílinu. »Gleðileg jól í Jesú nafni!« — Fr. Friðriksson,

x

Jólakveðja frá K.F.U.M.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakveðja frá K.F.U.M.
https://timarit.is/publication/469

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.