Jólablaðið - 24.12.1929, Blaðsíða 13

Jólablaðið - 24.12.1929, Blaðsíða 13
JOLABLAÐIÐ 13 1929 m 5AUMHVJELAR. ElÚSQVnRNn- og JUUO-saumavjelar eru tvímælalaust vönduðustu og ódýrustu saumavjelarnar. Fdst í öllum Kaupfjelögum landsins og hjá Sambandi ís 1. samvinnufjelaga. | ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• að en kannast við það með sjálfum sjer, að þeir hefðu, í ræðu og söng þessarar ungu stúlku, hlýtt á boðskap frá Jesú. Með- al þeirra, er könnuðust við þetta, var Sig- urður. Andi Drottins hafði snortið sálu hans. Og er hann sá tvær ungar stúlkur krjúpa á knje og biðja: »Herra, frelsaðu mig«, þá vildi hann fúslega hafa farið að dæmi þeirra. — En gat hann gert það? Nei, hann var of spiltur. Fyrir hann var víst enga líkn að fá. Hann sá Hjálpræðis- herforingjann ganga frá einum til annars í salnum, og tala við hvern einstakan um hjálpræði Guðs. Nú nálgaðist hann þá Sigurð og Lárus. Þá þreif Sigurður rösklega í handlegginn á Lárusi. »Við förum, Lárus«, sagði hann, opnaði hurðina og flýtti sjer út. »Hver var maðurinn, sem fór út rjett í þessu?« spurði foringinn nokkra drengi, sem stóðu úti við dyrnar. »Honum leið víst eitthvað illa. Þekkið þið hann?« . »Hann þekkjum við vel«, önjsuðu þeir fyrirlitlega, og svo var saga Sigurðar sögð. »Kapteinn, við verðum að biðja fyrir piltinum, sem sótti samkomuna í kvöld«, sagði lautinantinn við yfirmann sinn, er þeir voru komnir heim í vistlega, litla for- ingjabústaðinn. Upp frá þeim degi var daglega beðið fyrir Sigurði. — — — Svo liðu margir mánuðir. Sig- urður hafði verið- á mörgum samkomum, en væri hann spurður, hvort hann vildi gefa sig Jesú á vald, svaraði hann ætíð: »Jeg er of stór syndari, fyrir mig er engin líkn«. Aftur og aftur er hann staddur á samkomunum. Andi Drottins starfar. Sig- urður finnur áhrif hans. Aftur voru menn hvattir tll þess að leita hjálpræðis Guðs í Kristi Jesú. Nokkrir fóru úr sætum sínum og gengu upp að ræðustólnum, krupu við bænabekkinn og báðust fyrir. Sigurður sat kyr og huldi andlitið í hönd- um sjer. Líkami hans titraði af þungum ekka. Knúinn af skyndilegum innblæstri opn- aði foringinn Biblíuna; blöstu þá við hon- um orð Jesaja spámanns, 1. kap. 18. vers: »Þú, sem hyggur þig vera of mikinn syndara, til þess að öðlast náðina, heyr þú fevað Herrann talar til þín: Þó að syndir yðar sjeu sem skarlat, skulu þær verða hvitar sem mjöll. Þó að þær sjeu rauð- ar sem purpuri, skulu þær verða sem ull«. Þessi orð altóku sál Sigurðar. Hann stóð upp og gekk til foringjans, sem lesið haíði. »Sögðuð þjer satt, stendur þetta í Ritning- unni?« spurði hann. «Já, lesið þjer sjálfur«. Hann þreif Biblíuna titrandi höndum og las: »Komum nú og eigumst lög við, segir Drottinn. Þó að syndir yðar sjeu sem skar- lat, skulu þær verða hvítar sem mjöll. Þó að þær sjeu rauðar sem purpuri, skulu þær verða sem ull!« Hann hneig niður á knje sín. »Jeg kem, ó, Guð, bjargaðu mjer!« Sigurður gerðist liðsmaður í Hjálpræðis- hernum. Þö varð hann aldrei eins ham- Barnaleikföng. Tækifærisgjafir alls konar og glasvörur, seljastfyrir hálf- virði, meðan birgðir endast, í Verslunin HRONN, Laugaveg 19. ingjusamur liðsmaður og venjulega gerist. Þótt hann vissi synd sína fyrirgefna, dró þó hin beiska reynsla mjög úr gleði hans. Margir voru líka svo miskunnarlausir, að vera með hnútur til hans. Ósjaldan kom það fyrir, að fólk, sem gekk fram hjá hon- um á götunni, benti á hann og sagði svo hátt, að hann heyrði: »Þarna gengur sá, sem drap Jens Rúd«. Sigurði má líkja við fugl, sem annar vængurinn hefir verið stýfður á. Hann get- ur ekki flogið jafn hátt og áður, En Drott- inn, sem byqaði góða verkið í sálu hans á hinu fyrnefnda kveldi, hjelt því áfram og leiddi það til fullkomnunar. Sá nádaði hefir nú komist lengra áleið- is, já, alla leið til heimkynnanna dýrlegu. Þangað komst hann, þrátt fyrir vænginn stýfða. Ekki fyrir eigin tilverknað. »Ekki af verkum, til þess að enginn geti þakkað sjer það sjálfur«, komumst vjer loks til himnesku heimkynnanna, heldur einungis fyrir ósegjanlegan kærleika Drottins, frið- þægjarans mikla: Jesú Krists. 6^ .~h\íí. .vfx XÍíí. xfx xV xtx x|x xtx xtx xtx % >1 " ...................ix K * /I *í. _ ^ VJx’Vix VJx’ VJx* V*x SÁLMUR. % v;x Viv' Vjx’ Gnði dýrð og foldu frið flutti Drottins englalið, — frið og blessun fgrir dag, fyrir nótt og sólarlag, frið á milli morgna’ og kuelds, milli krafta, lifs og hels. Frið og sátt með fullri irygð, frið um alla jarðar bygð. Syng nú hœrra, heilög drótt, hœrra, hœrra þessa nótt, hœrra Drottins dýrðar her, daufum eyrum hlustum vjer! Enn þá vantar ást og grið, enn þá ró og sálarfrið; enn sem fyrri, himinn hár, hrópar til þin synd og fár, ánauð, blindni, ógn og blóð, — enn þá hærri friðarljóð! Kristur, sem í Betle’hems borg borinn varst, svo Ijettir sorg: Fœðst í oss og þróast þar, þú ert kraftur eilifðar! Aldrei fœst þitt friðarhnoss fyr en þú ert, Guð, í oss! Þeir, sem elta veg og völd, valda þyngstri styrjaröld; þeir, sem vaða veltu auðs, varna jlestum daglegs brauðs; þeir, sem „Herra“ hrópa mest, Herrans boðorð rœkja verst. Syng þú hœrra, sœl og há sveitin Drottins himnum frá; syng svo hátt, að hver ein sál heyri lifsins friðarmál; syng svo hátt, að hverja þjóð hrifi Drottins sólarljóð! (M. J.: Þitt ríki komi).

x

Jólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.