Ljós og sannleikur - 01.03.1919, Page 4

Ljós og sannleikur - 01.03.1919, Page 4
4 Ljós og sannleikur „Fyrir trú fékk Nói bendingu um það, sem enn þá var ekki auöið aS sjá, og óttaðist Guð og smíöaði örk til undankomu heimilisfólki sínu“. (Hebr. n, 7.). GuS hafði lýst yfir, aö flóöið mundi koma, og Nói trúði hans orði, og hann og heimilisfólk hans frelsaðist. Hann hefði get- að sagt: „Eg vildi heldur sjá merki þess, að flóð komi, áður en eg trúi því, að slíkt geti átt sér stað. Lítum á þessi stóru fjöll, það er ómögu- legt, að vatnið flæði yfir þau, það hefir jafnvel aldrei flætt yfir þessa lægstu hálsa“. Nei, þann- ig svaraði ekki Nói. Hann breytti eftir Guðs boði, og smiðaði örkina, sem frelsaði hann frá flóöinu. Oft heyrum vér menn segja: „Hvernig get eg vitað, að eg sé frelsaður? Eg finn ekki, að eg sé frelsaður“. Hvers vegna þurfa menn þetta „tákn“ tilfinningarinnar ? „Ef þú játar með munni þínum Drottinn Jesúm og trúir með hjarta þínu, að Guð hafi uppvak- ið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða“. (Róm. 10, 9.. Hví skyldum vér treysta á til- finninguna? Hvers vegna trúum vér ekki hans orði ? Hefir hann ekki sagt: „Þú munt hólpinn verða“. (Róm. 10, 9.). Aðrir hafa sagt: „Eg veit að ritningin kenn- ir, að Guð sé læknir síns fólks, en eg verð að sjá einhvern læknaðan, eg verð að sjá sjúkling lífgaðan, þá get eg treyst Guði til að lækna mig“. Hvers vegna þarftu að fá slíkt tákn? Er eRki nægilegt, að þetta er skrifað í Guðs heilaga. orði? „Tómas svaraði og sagði við haun: Drott- inn minn og Guð minn! Jesús segir við hann: Af því að þú hefir séð mig, hefir þú trúað; sæl- ir eru þeir sem ekki sáu, og trúðu þó“. (Jóh. 20, 28.—29.). Margir hafa jafnvel kallað öldunga kirkjunn- ar til sjúklinga og staðið hjá og beðið eftir „tákni“. Fullir af angist og ótta hafa þeir stað- ið með samanklemdar varir og hleypt brúnum. Og af þvi að sjúklingurinn reis ekki óðara upp, og af því að þeir sáu engin tákn, vildu þeir ekki trúa, og bygðu von sína á holdlega sinnuðum læknum, er ekki treystu Guði. Bræður og syst- ur, leitið hjálpar hjá Drotni, sem hefir sagt, að „trúarbænin muni gera hinn sjúka heilan“. (Jak. 5, 14.). Trúið þessu af því að það er Guðs orð, og Guð mun vissulega gefa sigurinn. „Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð Krists munu aldrei bregðast". „Og þar var konungsmaður nokkur og lá son- ur hans sjúkur í Kaperneum.... Hann frétti, að Jesús væri í Galíleu, fór til hans og bað hann að koma og lækna son sinn, þvi að hann lægi fyrir dauðanum. Þá sagði Jesús þessi orð, sem valin eru að fyrirsögn yfir þessari grein. En konungsmaðurinn var ekki að hugsa um „tákn“ og hann sagði: „Herra, kom þú áður en barn- iö mitt andast". Hann var fús á að trúa án „tákns“, og þá var líka sigur vís. „Jesús sagði við hann: Far þú, sonur þinn lifir“. Orðið seg- ir ekki frá því, að hann hafi samstundis risið á fætur, eins og margir aðrir, sem Kristur lækn- aði með orði sínu, heldur bendir frásögnin til þess, að hann hafi fengið krafta og heilsu smátt og smátt. Faðirinn spurði hvenær honum hefði farið að létta, og þjónar hans sögðu við hann: „í gær um sjöundu stundu fór sótthitinn úr hon- um. Þá sá faðirinn, að það var á þeirri stundu, er Jesús hafði sagt við hann: Sonur þinn lifir Og hann tók trú og alt hans heimafólk". (Lesið Jóh. 4, 46.-53.). Faðirinn trúði án þess að sjá „tákn“ og dreng- urinn varð heilbrigður. Ef hann hefði viljað fá „tákn“ eins og Gyðingar, mundi hann án efa hafa mist drenginn sinn. Þeir er trúa og treysta Guðs fyrirheitum, þeir vita, að það sem Guð lofar, það er hann fær um að efna. Látum oss því ekki treysta á „tákn“, heldur á hann sjálf- an. „Vond og hórsöm kynslóð heimtar tákn, en henni skal ekki verða gefið annað tákn en Jón- asar-táknið“. (Matth. 16, 4.). (Þýtt úr ensku). Biblían. Þessi bók inniheldur hugsanir Guðs, ástand mannsins, veg hjálpræðisins, dóm syndarans, og sælu hinna trúuðu. Kenningar hennar eru heilag- ar, fyrirskipanir hennar bindandi, saga hennar sönn, úrskurðir hennar óbreytanlegir. Lestu hana svo að þú verðir vitur, trúðu henni, svo að þú frelsist, breyttu eftir boðum hennar, svo að þú verðir heilagur. Hún inniheldur ljós, sem leið- beinir þér, fæðu, sem styrkir þig, huggun, sem hressir þig. Hún er landabréf ferðamannsins.

x

Ljós og sannleikur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljós og sannleikur
https://timarit.is/publication/479

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.