Ljós og sannleikur - 01.03.1919, Side 5
Ljós og sannleikur
5
stafur pílagrímsins, áttaviti hafnsögumannsins,
sverö hermannsins, og sigurmerki hins sann-
kristna manns. Þegar vér lesum hana þá blasir
Paradís viö augum vorum og hliö himnanna opn-
ast, en þar sjáum vér einnig, hvernig hliö vitis
opnast upp á gátt, til aö gleypa þá, er hafna
Guös náð.
Kristur er aðalefni þessarar blessuöu bókar,
heill vor áform hennar, og Guös dýrð takmark
hennar. Hún á aö fylla minnið, drotna yfir hjart-
anu og stjórna fótum vorum. Lestu hana vand-
lega, hægt, iöulega og bænræknislega. Hún er
gullnáma, dýrðar-paradís, unaöar.uppspretta. í
þessu lxfi er hún gefin þér, verður opnuð á dóms-
degi, og gleymist aldrei að eilífu. Hún leggur
öllum á heröar þunga ábyrgö, lofar launum fyr-
ir hvert gott verk, og hótar hegningu öllum þeim,
er fara léttúðlega meö hennar heilaga efm.
Ljósgeislar.
Tveir ungir vinir gengu saman á sólbjörtum
sumardegi og voru að tala urn trúmál
„Hvernig er þitt trúarástand?" spuröi annar.
„Mín trú er ekki margbrotin", svaraöi hinn.
„Hún er innifalin í fjórum orðum, og þau eru
þessi:
Jesús dó fyrir mig“.
Fimrn menn voru einhverju sinni að tala um
þaö, hvaða meðal mundi vera áhrifamest, til að
vekja menn af svefni syndanna og snúa huga
þeirra til Guðs.
„Áhrifamesta meðalið til þess álít eg að sé, að
hugsa um dauðann og hverfulleik þessa lífs“,
sagði sá fyrsti.
„Nei, umhugsunin um dómsdag hlýtur að vera
bezta meðalið, til að vekja menn og fá þá til að
taka sinnaskiftum", sagði sá annar.
„Að hugsa um sælu hinna útvöldu í himna-
ríki hlýtur að vera bezta meðalið", sagði sá þriðji.
„Nei, þá er áhrifameira, að hugsa um kvalir
hinna fordæmdu, sem gráta og gnístra tönnum
í yztu myrkrum", sagði sá fjórði.
Þá tók sá firnti til máls og mælti: „Áhrifa-
mesta meðalið til að vekja menn af dvala synd-
arinnar og snúa huga þeirra til Guðs er, að minni
skoðun, umhugsunin urn þá elsku, er knúði Jesúm
Krist til þess að deyja á krossinum fyrir vor-
ar syndir“.
Og allir hinir féllust á hans skoöun.
Dásamleg lækning.
Kæru bræður í Kristi. Hér með sendi eg yður
vitnisburð um það, hvernig Drottinn læknaði
mig, er eg var að dauða kominn. Eg hafði frels-
ast fyrir þrem árum i Auburn, Neb., og var
skírður.
Eg fékk taugaveiki í síðastl. júlimánuði, og
mér fór síversnandi. Eg trúði því, að Drottinn
hefði ekki mist mátt sinn til að lækna, sam-
kværnt Guðs orði. Eg var svo veikur, að yfir-
völdin tóku framkvæmdina í sinar hendur og
læknir var sóttur. Loks misti eg alla meðvitund.
Eg rnisti sjón og heyrn, og gat ekki komið
nokkrum dropa inn fyrir mínar varir. Eg var
með svo miklu óráði, að þrír menn urðu að halda
mér í rúminu i heila viku. Eg lá i tíu vikur og
varð svo magur, að beinin skröltu í skinninu,
og fékk eg þá mörg legusár. Læknirinn sagði,
að það væri engin lífsvon fyrir mig, og að eg
gæti dáið á hverri stundu.
Eg fór að syngja kl. 8 um kveldið, og söng
eina klukkustund og lofaði Guð. Eg söng tvö
kvöld og lofaði Guð stöðuvt, en þriðja kvöldiö
féll eg i dvala og vissi ekki af mér í þrjár stundir.
Loks voru þeir heilögu sóttir. Eg lokaði aldrei
augunum þegar eg svaf. Smátt og smátt fór eg
að kornast til meðvitundar, meðan þeir heilögu
báðu Guð fyrir mér, og nú fór mér dagbatnandi,
enda lofaði eg Guð fyrir það.
Þegar veikin var á hæsta stigi sá eg sýn. Eg
sá Jesúm koma til jarðar til að sækja sitt fólk.
Eg sá hann koma gegnurn skýin. Eg sá hann
standa á strætinu i miðri borginni. Hann beið
ekki lengi. Þegar hann stóð þar, féll fólkið fram
á ásjónur sínar, og allir, sem voru hans, fóru
með honum upp i loftið. Mér var ekki leyft, að
fara með Jesú, þar eö eg var of veikur til að
rísa upp.
Síðan sá eg aðra sýn, og Drottinn sagði mér
að eg hefði ekki enn þá lokið starfi mínu hér
á jörð.