Kári - 17.08.1918, Blaðsíða 2

Kári - 17.08.1918, Blaðsíða 2
2 KÁRI enda verður einatt eigi greint, hvað hver um sig hafi sjerstaklega sjer til ágætis unnið, svo náin virðist samvinna þeirra vera. Það er upphaf þessa máls, að maður er nefndur Oddur og var Gíslason. Hann var ógáfaður er faðir hans auðugur og var hann því snemendis settur til menta. Eigi fara sögur af uppvexti hans fyr en það heyrðist að hann hefði lokið námi með góðum vitnisburði. Þóttu það fyrn mikil og íjell skóli sá, sem hann hafði sótt mjög í áliti við það, en þó kom svo er stundir liðu að þetta var talin slisni og beið skól- inn eigi varanlegt tjón af. Þá var fátt manna í Reykjavík og settist nú Oddur þar að. Þá var yfirréttur sem nú, og með þvi að þá þegar var sú skoðun gengin í gildi, að þar mætti vit og snilli ekki að komast, var Oddur gerður að opinberum mála- færslumanni við þann rjett, og hefur verið það síðan. Þá þektust ekki málafærslu- menn og hafði alþýða manna ekki glögga grein á, hvernig slíkir menn skyldu liaga sjer. Og eigi var þá heldur vakin athygli manna á því, hvernig yfirrjetti væri háttað og var því talið að hann findi ekki neitt athugavert í fari Odds, þegar sliks var hvergi getið og ljetu menn svo kyrt liggja. í skjóli metorða þeirra, sem Oddur þannig óverðskuldað hafði náð svo og vegna þess, að hann nú á ýmsan hátt gerðist auðugur maður, varð hann brátt talinn einn meðal hinna svokölluðu heldri manna bæjarins og var nú leitað til hans sein málafærslu- manns og þannig kyntist jeg honum fyrst. Jeg var eins og aðrir í þá daga, jeg kunni ekki að meta manninn, en trúði því að hann í slíkri stöðu hlyti að vera sá, að mjer væri bæði andlegur og tímanlegur gróði og gengi að því að vera í kunnug- leikum við hann. Jeg átti fá skifti við hann sem málafærslumann enda voru þau öll um einföld efni og hafði jeg ekkert út á meðferð hans á þeim að setja og bar þá heldur ekki skyn á. Á þeim árum heyrði jeg það eftir Oddi haft, að honum gætist vel að viðskiftum við mig. Liðu svo fram stundir. Flestir landsmenn munu hafa heyrt getið hinna svokölluðu Gaulverjabæjarmála. Þegar þau byrjuðu, þá er Sigurður Ólafsson bar Björn Gíslason út af jörðinni, var jeg gestur hjá Birni og tel jeg mjer það að mestu að þakka, að eigi urðu meiri ávirðingar af þeirri athöfn en þó varð raun á, því að jeg fjekk talað svo um fyrir sýslumanni að hann frestaði hermdarverkum sínum yflr nóltina, en þetta gat hann síðar ekki fyrir- gefið mjer. Eins og kunnugt er, fjeklc Sig- urður ólafsson Odd Gíslason til þess að verja gerðir sínar, að sögn þegar enginn annar vildi verða til þess og varð það orsök þess, að Oddur tók við óvild Sigurðar á mjer með málinu. Yarð þetta upphaf ýmsra sögulegra viðburða, sem síðar mun lýst verða. Um sama leyti sem Gaulverjabæjarmálin hófust, gerði Björn Gíslason gangskör að því að innheimta kröfu, sem hann átti á hendur bónda einum, Jóni Erlendssyni í Seljatungu í Gaulverjarbæjarhreppi. Maður sá hafði gerst ábyrgðarmaður að skulda- brjefi, sem tryggt var með 2. veðrjetti í húseign í Reykjavík. Skuldin var eigi greidd, nje vextir af henni, og fjell hún þar af leiðandi í gjalddaga. Aðalskuldunautur hafði flosnað upp vorinu áður og var talinn ör- eigi og veðið í óhirðu. Björn krafði því Jón Erlendsson um skuldina og bauð honum að innleysa skuldabrjefið og taka við þeim rjetti, sem fylgdi til veðsins eða greiða örlítinn hluta af nafnverði skulda- brjefsins (Vio) og vera síðan laus allra mála. En þessu tók hann fjærri, en tók nú að ráðstafa húsi sínu á þann hátt, að ekkert yrði af sjer tekið, ef lil lögsóknar kæmi. í lok mars mánaðar 1915 ljet Björn gera löghald hjá Jóni Erlendssyni til tryggingar skuldinni, en hann sagði þá í fógetarjettin- um að hann ætti ekkert til, hvorki fjenað, peninga eða jarðeignir, en sagðist hafa selt alt bú sitt syni sínum haustið áður og fengið andvirðið greitt í peningum. En minni brast hann til að geta greint frá, hvað hann hefði gert af þeim, hjer um bil

x

Kári

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kári
https://timarit.is/publication/480

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.