Kári - 17.08.1918, Blaðsíða 6

Kári - 17.08.1918, Blaðsíða 6
6 R Á R I engan óskyldan þeim embættismönnum, sem telur þá vinna fyrir þeim launum, sem nú hafa þeir auk heldur meira. Land- ræmt er frumhlaup þeirra, er þeir undir- skrifuðu andbanningaávarpið forðum og mun vera það eina atriði, sem bannmenn og andbanninga eru á eitt sáttir um, og að bannmálinu lítur, nefnilega, að það tiltæki þeirra hafi verið með öllu ósæmilegt. í loílausri minningu eru afskifti dómstjórans af gjaldkeramálinu og meðferð hans á þvi, og má þar um vísa til ritlings, sem Kristján sýslumaður Linnet sagði — jeg held í Ing- ólfi — að þeir hefðu samið Gísli sýslu- maður Sveinsson og Einar prófessor Arn- órsson: Kristján Jónsson og landsyíirdóm- urinn. Þessi ritlingur er víst mörgum enn í fersku minni, ekki síst fyrir þá sök, að dómstjórinn gerði enga tilraun til að hreinsa sig af þeim áburði eða koma fram ábyrgð á hendur útgefandanum eða liöfundunum. Og loks mun varla finnast sá maður á landi hjer, lærður eða leikur að eigi hristi höfuðið, ef minst er á dóma þessara manna, og er það síst að furða. Jeg skal tilfæra eitt dæmi, en þeirra tala er legió. Maður var lögsóttur til að greiða skuld. Hann kom með þá mótbáru að hann hefði ekki verið fullveðja þegar hann stofnaði skuldina og samkvæmt þeim ský- lausu lagaákvæðum, sem gilda um þetta, var hann auðvitað sýknaður. Annar maður var lögsóttur á sama hátt. Hann hafði sömu mótbáru og sömu sönnunargögn og hinn. En þennan dæmdi yfírrjettur þvert ofan i skýlaus lagaákvæði og þvert ofan í sjálfan sig. Annað dæmi: Fyrir nokkuru siðan var mikið talað um sakamál eitt af Vesturlandi. Sakborningur var sýknaður i hjeraði en dæmdur í yfirrjetti. Hann skaut málinu til hæstarjetta. Slik mál er mjer sagt að venjulega sjeu afgreidd frá hæsta- rjetti á 3—6 mánuðum, en svo liðu nærfelt 2 ár, að ekkert frjettist um þetta. En nú fyrir stuttu hefur það vitnast að hæstirjettur hafi vísað málinu frá sjer með þeirri at- hugasemd, að það væri svo illa upplýst, að ómögulegt væn að leggja dom a Þetta minnir á ummæli dansks hæðstarjett- armálafærslumanns, að hinn kongl.ísl. landsyfirrjettur væri Ijelegasti dómstóll Norðurálfunnar utan Tyrkjaveldis, og þó hann nú sje skipaður öðrum mönnum en þá, má þó óhætt fullyrða að hann sje ekki betur skipaður nú. Það má óhætt telja það einróma álit allra hugsandi manna i landinu, að rjettar- farið og rjeltarástandið hjer sje orðið með öllu óþolandi og orsök þess getur eltki verið að finna annars staðar en hjá vald- stjórninni og dómsvaldiriu og þá einkanlega hjá yfirrjettinum, sem á að laga þær mis- fellur, sem eru á embættisrekstri undir- dómaranna. Þar sem nú allar líkur eru til þess, að þessir menn bráðlega, ef til vill strax á næsta þingi fari aftur á stúfana með fjárbeiðslur, fyrst þingið var svo vitiborið, að neita þeim um það nú, þá vil jeg leyfa mjer að benda á, fyrst enginn annar hefur orðið til þess, hve ótilhlýðilegt það væri gagnvart þjóðinni, velferð hennar og vel- sæmi að verðlauna með fje, sem dregið er undan blóðugum nöglum alþ5rðunnar fyrsta allra einmitt þá menn, sem í verkinu haía sýn't það, að þeir að minsta kosti eru ekki færir um að bæta úr mestu og hættuleg- ustu meinsemd þjóðfjelagsins, rjettarfars- spillingunni, svo ekki sje tekið dýpra i árinni. Eigi launahækkun þessara embættismanna á nálægum tima að ná fram að ganga, virðist það rjettmæt og sjálfsögð siðferðis- krafa, að launahækkunin, að svo miklu leyti sem hún ætti að ná til embættis- manna, dómsvaldsins og valdstjórnarinnar, verði bundin því skilyrði, að hún fyrst gengi í gildi við mannskifti í þeim embætt- um. Og vonandi verða íslendingar svo viti bornir, að taka ekki hæstarjett inn í landið, þó nýju samningarnir við Dani gangi í gildi, fyr en betri mönnum er á að skipa yíir það vald en þeim, sem við hingað til höfum átt að búa við í yfirrjettinum. Eraswus Gíslason,

x

Kári

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kári
https://timarit.is/publication/480

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.