Kári - 17.08.1918, Blaðsíða 7

Kári - 17.08.1918, Blaðsíða 7
KÁRI / Máíaferli. Með þessari yfirskrift birtir ritstjóri Morgunbl. yfirlýsingu mína í Morgunblaðinu um að jeg hafi neyðst til að höfða mál gegn honum. Hann tekur svo upp kafla úr Mox-gunbl. frá 26. júní, kafla úr sáttakær- unni og útdrátt úr undirdómnum. Síðan leyfir hann mjer af einskærri hjartagæsku sinni að íhuga »hvort eigi sje ver af stað fai'ið« en heima setið. O-jæja, manntetrið. Jeg hef nú aldrei haldið að hann stígi í vitið, og þessar dómsmálafrjettir og mála- ferli hafa ekki breytt skoðun minni á því. Enn annars hef jeg ekkert ílt til mannsins að segja og eg veit það vel, að það er grunnhygni hans um að kenna að hann hefur bakað sjer þessa málsókn. Þeir, sem sökina eiga eru alt aðrir en til þeirra get jeg ekki snúið mjer, af því að þeir hafa kosið að vega að mjer úr skugganum. Jeg var á ferð í Skaftafellssýslu með Jóni Magnússyni, þá í Gaulveijabæ. í samræðu sem við áttum við Jón Steingiímsson og braut hann þá sjálfur upp á því, hvort við gætum ekki vísað sjer á góða bújörð í Árnessýslu. Jón Magnússon sagði þá að hann væri ekki frá því bitinn að gefa hon- um eftir ábúð á Gaulvei-jabæ, ef hann vildi kaupa alla búslóð sína þar. Það varð þá að samkomulagi að Jón Steingrímsson skyldi koma til Gaulverjabæjar og skoða búið og jörðina. Og það gerði hann svo. Leist honum svo vel á þetta að hann af- rjeð að kaupa búið. Því næst var gerður samningur við Sparisjóð Árnessýslu um lánveitingu og alt fjell í Ijúfa löð. Þegar Jón Steingrímsson kom heirn, þótti kunningum hans hann hafa keypt of dýrt og fóru tveir þeirra út að Gaulverjabæ til þess að »virða búið«. Iiomust þeir að þeirri niðurstöðu, að búið væri 1000 kr. of dýrt, og þótt Jón Magnússon þættist hafa selt sanngjörnu verði, gekk hann þó á þetta. Fóru þeir síðan heim. Enn strax um vorið sáu þeir sig um hönd og reyndu nú með allskonar klækjum og brögðum að rifta samningnum á ný. í þessu gekk best fram annar »virðingamaðui’inn« Lárus Helgason á Kirkjubæjarldaustri og fjekk nú í lið með sjer þáverandi málafærslumann, núverandi sýslumann Skaftfellinga, Gísla Sveinsson. Yildu þeir nú gera nýjan samning, sem þó var fyrirsjáanlegt að mundi gjörsamlega eyðileggja Jón Steingrimsson fjárhagslega. Gekk hann í þá átt, að Jón Magnússon skuldbatt sig til, innan árs að selja búið í Gaulverjabæ og tækist honum ekki að selja það fullu verði, skyldu þeir nafnar svara hallanum að hálfu hvor. Jón Magnússon fann síðar kaupanda að búinu, en and- virðið var húsaskrokkar í Reykjavík. Þótt ráðunautar Jóns Steingrimssonar hafi að líkindum enda hönd haft í bagga með þessu ráðlagi hans, voru það þó þeir, sem skipuðu honum að selja búið án þess að gæta þess, hvernig salan væri og eru það þess vegna þessir menn en ekki jeg, sem með hroka og heimsku hafa komið Jóni Steingrímssyni á vonarvöl, því að ekki hafi fyrirhyggjan verið meiri en svo, að þegar veðskuldir, sem á húsunum hvíldu fjellu i gjalddaga hafði hann ekki handbæra pen- inga til að greiða afborganir og varð því að láta eignirnar af hendi fyrir það, sem á þeim hvíldi. Og mjer kæmi eigi á óvart að hinir sömu menn hefðu átt þátt í því að gera ábyrgðarmenn Jóns Steingrimssonar líka að öreigamönnum með því að siga þeim út í málaferli, sem hefur kostað þá ærna fje en fyrirsjáanlegt var að ekki gæti endað nema á einn veg, i staðinn fyrir að láta þá strax talca aíleiðingunum af fyrstu ráðleggingum þeirra og ná samkomulagi um greiðslu á ábyrgðarskuldinni, þó þung- bær væri. Jeg þori að staðhæfa það, að Jón Steingrímsson hefði eigi þurft að tapa einum eyrir á kaupum þessum, ef með nokkuri skynsemi hefði verið með málið farið. Af útdrátti þeim, sem ritstjóri Morgunbl. birtir úr forsendum undirrjettardómsins, má sjá það, að málafærslumaður ábyrgðar-

x

Kári

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kári
https://timarit.is/publication/480

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.