Kári - 17.08.1918, Blaðsíða 3

Kári - 17.08.1918, Blaðsíða 3
KÁRI 3 5000 kr., sem honum höfðu áskotnast þá um haustið eftir sögn sjálfs hans. Og þelta fannst Sigurði ólafssyni, sem gerði löghaldsgerðina ofur eðlilegt eða að minsta kosti fann hann enga ástæðu til að athuga skýrslu Jóns fyrir rjettinum sem sannleikanum ekki kannske alveg nákvæmlega samkvæma. Skuldareigandi hafði nú ekki annað að gera en að lála gera Jón Erlendsson gjald- þrota, en áður en því yrði koinið í kring, andaðist hann snögglega tæpri viku eftir að löghaldsgerðin fór fram. Skuldareigandi sneri sjer nú til Sigurðar Ólafssonar sýslu- manns og bað hann vinna bráðan bug að því að láta skrifa bú Jóns Erlendssonar upp því að hann yrði að lieimta það tekið lil gjaldþrolameðíerðar, ef það kæmi í Ijós, að það ætti ekki fyrir skuldum. En þrátt fyrir margar ítrekanir var Sigurður ófáan- legur til þess, og ekki var farið að skrifa upp búið fyr en eftir að Sigurður var bú- inn að segja af sjer embælti eða nær hálfu ári eftir að Jón andaðist. Við uppskrift búsins gáfu erfmgjar Jóns upp eignir, sem hann hefði eftir sig látið, sem námu 100 — eitt hundrað — krónum, en þær reitur hafa þá safnast saman meðan hann lá í gröfinni, ef skýrsla hans i fógelarjettinum hefur verið rjett. En erfingjar Jóns gerðu meira við uppskriftina, þeir gerðu kröfu í búið fyrir á fjórða þúsund krónur eða með öðrum orðum, nákvæmlega þeirri upphæð, sem ábyrgðarskuldin nam, sem þeir þóttust eiga fyrir ógoldið kaup sitt. Ráðagerðin er ofur auðsæ, nefnilega sú, að hafa töglin og halgdirnar þó að svikin við söluna kæm- ust upp. Þegar uppskrift búsins var lokið, gat þáverandi sýslumaður Eiríliur Einarsson ckki komist hjá því að gegna kröfu skudlareiganda, sem nú var orðinn Gunnar kaupmaður Gunnarsson um að taka bú Jóns Erlendssonar til gjaldþrotameðferðar og var svo haldinn skiftafundur i búinu um haustið og þar tekin ákvörðun um, eftir kröfu Gunnars qið höfða mál gegn Syni Jóns Erlendssonar til riftingar á söl- unni haustið áður. Var mál þetta rekið í Reykjavik og Oddur Gislason fenginn til að verja það. Umboðsmaður Gunnars Gunnarssonar fann atferli erfingja .Tóns Erlendssonar við uppskrift búsins svo grunsamlega og öll þau atvik, sem að málinu láu, að hann gerði kröfu til Eiríks sýslumanns um að hefja lögreglusókn á málinu en lýsti Eirikur því þá yflr, að hann mundi leita álits stjórnarráðsins um, hvað gera skyldi. Dóm- greindin annað hvort ekki svo mikil að hann sæi þá bersýnilegu glæpi, sem framdir höfðu verið eða kjarkurinn ekki nógur til þess að hylma yfir þá án atfylgis vinar hans, Einars Arnórssonar, sem þá var ráð- herra. En Einar hefur aldrei kámgjarn verið og hann fjekk þá heldur ekki brjóstsviða af þvi að hylma yfir þetta sjálfur og banna Eiríki að rannsaka málið eins og síðar kom á daginn. Um haustið varð það hljóðbært um neðri hluta Árnessýslu, að verið væri að yfirheyra menn i »SeljatungumáIinu« og hugðu þeir, sem kunnugir voru málavöxtum, að það væri út af kærunni á hendur erfingjum Jóns Erlendssonar. Leið svo fram til jóla. Að kvöldi hins 19. desember kom jeg heim frá vinnu minni við nýbyggingu, sem jeg þá var að reisa, þreyttur og hrakinn þvi rigning var á. Á götunni mætti jeg lögreglu- þjóni, sem ljet í Ijósi gleði sina yfir því að hitta mig þar sem hann væri með skilaboð til min frá bæjarfógetanum um að finna sig. Jeg kvaðst þess albúinn en þurfa þó að fara heim til þess að hafa fataskifti, en til þess kvað hann engan tíma vera. En með þvi að ekki var steinsnar að húsdyr- um mínum, fjekk jeg þó leyfi til þess að ganga inn og kasta á mig þurrum jakka. Hjeldum við siðan á stað, en lagði hann leið sína upp að hegningarhúsi. Jeg spurði þá hvort meiningin væri að setja mig inn og kvað hann svo vera, mundu slíkir piltar best geymdir þar. Jeg heimti þá að fá að tala við bæjarfógeta því að hjer hlyti ein- hver misskilningur að eiga sjer stað og ljet

x

Kári

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kári
https://timarit.is/publication/480

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.