Kári - 17.08.1918, Blaðsíða 5

Kári - 17.08.1918, Blaðsíða 5
K Á R I 5 nú voru yíirheyrðir hjer, höfðu eins og fram er tekið áður verið látir gefa skýrslu í málinu, en þegar þeir nú í áheyrn minni áttu að endurtaka eða staðfesta þá skýrslu, heyktust þeir allir meira og minna á fram- burði sínum þeim fyrri og varð hann þar með að engu. Þó gerði Eiríkur Einarsson það, sem í hans valdi stóð til þess að láta eltki beinar mótsagnir koma til bókunar. T. d. var það, að eitt af vitnunum hafði sem hreppstjóri gefið vottorð á fyrgreint skuldabrjef. Útgefandi skuldabrjefsins hafði borið eða verið látinn bera, að hann hefði aldi’ei undirskrifað kaupsamning — sem aldrei hafði verið neinn til milli þessara manna. — Nú lagði sýslumaður þá spurn- ingu fyrir hreppstjórann, hvort hann hefði ekki vottað á kaupsamning eða eitthvert skjal. Jeg tók þá fram í og bað hann sýna vitninu hið frumritaða skjal, sem þarna var nú komið tram og spyrja það, hvort það væri ekki skjalið, sem það hefði vottað á. En hann hjelt áfram að klifa á hinni sömu spurningu, og fyrst þegar jeg eftir þrefalda itrekun kvaddi rjettarvottana til þess að minnast, hvað fram færi, sýndi hann hreppstjóranum skjalið, sem þá auð- vitað strax kannaðist við að þar væri skjálið, sem um væri að ræða. Frh. £á vií skömœ en varl ekki af. ■-___ •* Fyrir hundraðdaga Alþingið lagði stjórnin meðal annars fram frumvarp til laga um launahækkun yfirdómaranna og skrifstofu- stjóranna í stjórnarráðinu. Þetta fanst okkur alþýðumönnum nökkuð kynleg ráðstöfun eftir að við sáum skýrslu fjármálaráð- herrans um hag landsins, sem hann gaf snemma á þinginu og eftir að hafa heyrt hann lýsa því yfir að óhjákvæmilegt væri að demba nýjum sköttum á okkur, ef alt ætti ekki að fara i hundana. Okkur fanst frumvarpið vera að minsta kosti ótimabært og næsta kynlegt, ef á þessum tímum væri hægt að segja að eitt vekti öðru undrun meiri þar sem alt heldst i hendur, sparn- aðarhjalið á eina hlið, á hinn bóginn óstjórnlegur fjáraustur og á þriðja leytinu fjárplógurinn, sem látinn er gnúa vægðar- laust á okkur gjaldendunum. Það glymur við hvaðanæfa, og þá ekki sist úr herbúðum þings og stjórnar, að nú þurfi allir að spara og leggja sem mest á sig til þess að bjarga þjóðarbúskapnum. Og þó laun embættismanna hjer á landi sjeu ekki ýkja há, þá finst okkur, sem ekkert höfum annað en handafla okkar og verðum að gjalda þeim launin af honum, þó hljóta að vera lífvænleg. Og, þó að embættis- mennirnireða eins og lyðskrumararnir kom- ast að orði »starfsmenn þjóðarinnar« að likindum sumir hverjir sjeu alls góðs mak- legir, þá lield jeg að engin sanngirni sje í þvi, að þeir lifi i »vellystingum pragtuglega«, meðan við hinir, sem ekki þykjumst þeim að neinu síðri í okkar verkahring troðum klakann og urðina. Okkur virðist því að þeim grðu að duga þau laun, sem voru meðan ástandið er þannig að öllum ber saman um að hver verði að bera annars byrði til sameiginlegra heilla og bjargráða. Stofnanir þær, sem nefndar voru í frum- varpi stjórnarinnar, landsyfix’rjetturinn og stjórnarráðið eru slikar, að þær ættu að vera augasteinn þjóðarinnar og hyrningar- steinninn undir andlegri velgengni og fram- þróun hennar. Og frá þvi sjónarmiði er það sjálfgefið, að laun til þeii’ra embætta verði hækkuð til þess að tryggja það, að hæfustu menn þjóðarinnar sækist eftir þeim, þegar ástœður legfa. En nú er það ekki tímabæx't. Eins og stofnanir þessar hafa kornið ajmenningi fyrir sjónir, hafa þær verið sem frekast er unt fjærri þessu takmarki sinu. Að visu hefur meiri hluti skrifstofustjóranna í stjórnarráðinu verið og er enn skipaður valinkunnum sæmdar- mönnum, en eftir almenningsáliti verður það ekki sagt um yfirrjettinn. Jeg þeklu

x

Kári

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kári
https://timarit.is/publication/480

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.