Liljan - 01.08.1916, Blaðsíða 1

Liljan - 01.08.1916, Blaðsíða 1
LILJAN ÍSLENZKT SKATABLAÐ ÚTGEFENDUR: VÆRINGJAR K. F. U. M. C 8-9. TBL.^)[ ÁGÚST OG SEPT. 1916 ]T 1. ÁRG. "^ Tíu minútur. »Eg gef yður tíu mínútna frest til þess að yfirgefa skipið«, hefir oft heyrst á hafinu um þessar mundir, þegar kafbátur hefir stöðvað óvinaskip. Þar er ekkert dregið á langinn, þar fara ekki fram langar samninga- tilraunir; foringinn á kafbátnum er ekki málugur: »Gerið þér svo vel, tíu mínútur og skipi og farmi verður sögt; verið þér sælir!« Þá er aðeins tími til að taka skipsskjölin og það allra nauðsynlegasta, og augnabliki seinna hverfur hin glæsta gnoð í djúpið. Hversu áhrifamikil mynd er þetta eigi af þeim við- skilnaði, sem bíður vor allra, þegar Guð segir við sál vora: »Yfirgefðu þetta skip, sem þú hefir siglt á yfir lífsins haf«. Talar Guð ekki þannig daglega til hund- raða ungra manna á vígstöðvunum. »Fram, fram«, er skipað Idaglega einhversstaðar á hinu langa orustu- svæði. Það á að taka stöðvar óvinanna með áhlaupi; herdeildinni er otað fram, önnur til, nj'jar og nýjar sveitir fara sömu leið. Og við marga af þessum ungu

x

Liljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.