Liljan - 01.08.1916, Blaðsíða 6

Liljan - 01.08.1916, Blaðsíða 6
58 LILJAN skýjað alla vikuna og þoka á fjöllum, svo að eigi gat orðið úr því. 14. júlí lögðum við af stað heimleiðis og hreptum þann dag stórveður og rigningu og urðum allir renn- votir inn að skinni. Á leiðinni yfir heiðina hittum við vegagjörðarmenn, fengum hjá þeim vatn og hituðum okkur kaffi í sæluhúsinu. Heita kaffið hresti okkur vel og er drengirnir höfðu lokið kaffidrykkjunni sungu þeir einum rómi: »guða-veigar lífga sálaryl«. Þrátt fyrir óveðrið og vosbúðina voru drengirnir kátir og hressir, sungu og léku á alls oddi alla leiðina. Ferð- inni var þenna dag heitið niður að Geithálsi. Er við komum þangað voru engin tiltök að tjalda, þareð allir voru rennvotir og því eigi annað fyrir hendi, en að leita húsa á Geithálsi. Þar fengum við að liggja í gestaskálanum. við fórum úr hverri spjör, sveipuðum teppunum um okkur og lögðumst til svefns á gólfinu. Stöðugur straumur af ferðafólki var þar fram eftir nóttinni og því nokkuð ónæðissamt, en loks komst þó kyrð á og við sváfum vært það, sem eftir var nætur. Engum varð meint af vosbúðinni, enda voru flestir drengjann gamlir og reyndir Væringjar, er vissu hvað gjöra skyldi svo að eigi hlytist ílt af. Næsta dag 15. júlí komum við til Rvík. og vorum allir á einu máli um, að förin hafi verið hin bezta. Þessi för varð mun ódýrari en förin í fyrra sumar, enda fengum við flutningstækin lánuð endurgjalds- laust. Eggert óðalsbóndi Briem lánaði okkur vagn og aktýgi, en Gunnar Gunnarsson kaupm. hest. Kunnum við þeim báðum beztu þakkir fyrir.

x

Liljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.