Liljan - 01.08.1916, Blaðsíða 5

Liljan - 01.08.1916, Blaðsíða 5
LILJAN 57 ^ingvallaförin. Við lögðum af stað, eins og til stóð, 9. júlí kl. 12 á hád. og héldum þann dag upp í Djúpadal og reistum tjöld okkar þar. í förinni voru 15 drengir. Nokkrir þeirra höfðu eigi legið fyr í tjaldi og áttu bágt með svefn fyrstu nóttina. Næsta morgun lögðum við af stað kl. 6 og áðum svo hjá sæluhúsinu á Mosfellsbeiði kl. 8 og snæddum morgunverð. Frá Djúpadal að sælu- húsinu eru tæpir 15 km. og má það heita rösklega gert af drengjum, að ganga það á tveim tímum. Fess ber og að gæta, að i förinni voru tveir drengir eigi eldri en 11 ára. Frá sæluhúsinu fórum við kl. 9x/2 og komum til Þingvalla kl. ls/4. Við tjölduðum í Almannagjá að fengnu leyfi hjá klerkinum. Komum því næst vistaforðanum fyrir í hellisskúta einum, borðuðum kvöldverð og gengum að því loknu til hvíldar glaðir og hressir og sofnuð- um við nið Öxarárfoss. Á meðan við dvöldum á Þingvöllum, vörðum við hverjum degi þannig: eftir morgunverð gengum við um Þingvelli og skoðunum merkustu sögustaðina, en seinni hluta dagsins héldum við okkur hjá tjöldunum og skemtum okkur með leikum, skátaæfingum og knattspyrnu. Er við svo um kl. 9 höfðum snætt kvöldverð og dregið fánann niður, settumst við á gjár- brúnina og sungum ættjarðarsöngva. Við vorum einn- ig það betur settir nú en síðastliðið sumar, að við höfðum bæði horn og munnhörpu, er hvorttveggja kom að góðum nolum. Við höfðum í hyggju að ganga á fjöll, en Ioft var

x

Liljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.