Liljan - 01.11.1926, Qupperneq 2

Liljan - 01.11.1926, Qupperneq 2
62 LILJAN En guðspjallið spyr um meira. Það spyr: Hefur þú sjeð dýrð hans sem ein- getins sonar frá föður? Menn sjá hann fremstan í hópi gáfu- manna, stríðsmanna, atorkumanna. Menn sjá hann inst í helgidómi mann- vina, huggara og heilagra manna. 0g alt er þetta rétt. Dýrð hans sjest í öllu þessu. En Jóhannes segir: Hann er enn þá meira. Hann er vegurinn, en vjer erum þeir, sem veginn eiga að ganga. Ilann er sannleikurinn, en vjer hljót- um blessun af þeim fyllingu hans. Hann er líifð, en vjer hinir dauðlegu, sem þráum lífgjöf. Hann er meðalgangarinn, dyrnar, vín- viðurinn, sem nærir greinarnar; orðið, sem er frá upphafi hjá guði og er guð. Guð hefur marga dýrðlega menn sent í þenna heim. En aðeins einn hefur hingað komið, sem hafði sjálf einka- sonar einkennin, jólabaraið, frelsarinn Jesús Kristur. M. J. ----o---- Drengskapur. Ef jeg væri spurður um, hvaða orð í íslenskrí tungu mjer þætti mest um vert, myndi jeg nefna orðið d r e n g- s k a p u r. Það lýsir hinu fegursta marki, sem maður getur sett sjer. Og ef það væri glatað, gætum vjer ekki bætt oss það með því að sækja það í annað mál, því að jeg þekki ekki sam- svarandi orð á neinni annarí tungu. Það er jafntorvelt að þýða á önnur mál íslenska orðið drengskapur og enska orðið gentleman. Með þessu er auðvitað ekki sagt, að aðrar þjóðir vanti þá kosti, sem lýst er með þessum orðum. En þær hafa ekki gjört sjer samskonar grein fyrir þeim, ekki tengt þá eins saman í eina hugsjón. Það er skemtilegt tilhugsunar fyrir íslenska drengi, að fegursta hugsjón þjóðarínnar skuli vera kend við. þá. 1 orðinu drengskapur kemur fram mikið traust á æskulýðnum. Forfeður vorir, sem mótuðu merkingu orðsins, hafa trúað því, að hjá ungum mönnum gæti mannlegir kostir birst í fegurstu mynd sinni. Þetta er rjett skilið. Á æskualdri er baráttan fyrir lífinu, sem leiðir svo margan mann út af rj ettri braut, ekki byrjuð fyrir alvöru. Vonirnar eru óskertar og trúin á lífið og mennina. Ef menn geta ekki lifað drengilega á þess- um aldri, geta þeir það tæplega síðar meir. En þessum sóma, sem æskunni er sýndur með orðinu drengskapur, fylgir líka mikil ábyrgð. Til er annað orð, sem við æskulýðinn er kent: strákskap- u r. Það sýnir ranghverfu æskulífsins, ef frelsi þess er misbeitt til spellvirkja og ljótrar framkomu. Hjer í Reykjavík kemur fyrir, að sagt er drengjapör = strákapör. Það bendir ekki í rjetta átt. Vjer getum aldrei gert andstæðuna milli þessara orða of skýra. Ef dreng- skapur og strákskapur fengi einhvera- tíma sömu ljótu merkinguna, þá væri íslenska þjóðin búin að missa leiðar- ljós, sem hún má ekki án vera. Mjer skilst, að hugsjón skátanna sje náskyld hinni fomu drengskapar-hug- sjón: að vera hreinn og sannur, verja lítilmagnann og berjast jafnvel við of- ureflið með hreinum vopnum. Því eiga skátamir að lyfta þessu orði sem fána sínum og stuðla svo að því, að fegursta markmið hvers manns verði jafnan á íslensku kent við hinn frjálsa æskulýð. Sigurður Nordal.

x

Liljan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.