Liljan - 01.11.1926, Blaðsíða 3

Liljan - 01.11.1926, Blaðsíða 3
LILJAN 63 Ræða við vígslu fána Skátafjelagsins á Akra- nesi, 1. sunnudag í jólaföstu 1926. Eftir sjera Þorstein Briem. Drottinn bænheyri þig á degi neyðar- innar, nafn Jakobs Guðs bjargi þjer. llann sendi þjer hjálp frá helgidómin- um, styðji þig frá Zíon. Ilann veiti þjer það, sem hjarta þitt þráir og veiti fram- gang öllum áformum þínum. ó, að vjer mættum fagna yfir sigri þínum og veifa fánanum í nafni Guðs vors. (Sálm. 20, 2—3 og 5—6). ;■ ! i !. 11 ! : ' ■' I ' I hvert skifti. sem æska safnast sam- an um eitthvert gott málefni eða áform, þá megum vjer taka oss í munn þessi fögru árnaðarorð úr 20. sálmi Davíðs. Æskan er framtíðin, hún er líf þjóðar- innar. Við hana bindum vjer vonir vor- ar og henni fehim. vjer að leiða fegurstu hugsjónir vorar fram til sigurs. Vjer óskum ekki að hún vinni sigra sína bar- áttulaust. Því að vjer vitum, að barátt- an stælir kraftana, og sigurinn er jafn- an því dýrmætari, sem hann hefur kostað þyngra stríð og erfiðleika. En vjer viljum ekki óska neinum þess, að hann þurfi að stríða e i n n. Vjer ósk- um honum hjálpar. Og þegar ræða er um mannlega hjálp og jarðneska að- stoð, þá er engin hjálp betri eða mikils- verðari en að eiga bræður, er setja sjer sameiginlegt mark og vilja samstilla hugina til að ná hinu sameiginlega marki. Og til að samstilla hugi manna i góðri baráttu er það reynt, hve mikils- vert það er að eiga sameiginlegt tákn eða merki til að berjast undir. Fyrir því hefur hver sannur Islendingur fagn- að því, er vjer fengum vom eigin þjóð- fána, sem er hvorttveggja í senn, merki sjálfstjómar vorrar og sjálfstæðis og tákn þeirra hugsjóna, sem eiga að sam- eina alla góða syni ættjarðarinnar að starfi. Undir þessu fagra þjóðarmerki vi-11 nú þetta félag vinna, sem hingað kem- ur með fána sinn, til að vígja hann í nafni Drottins. Fjelag íslenskra skáta vill glæða og göfga hjá sjer hina fyrstu sveina Jesú. Einlægur skátafjelagi vill, samkvæmt stefnuskrá sinni, vera sann- ur og hreinn í hjarta. Hann á að vera heimilisrækinn og bænrækinn, og hann á að leggja kapp á að þroska hjá sjer karlmenskueinkennin, öðlast bjargseig- inleikana, eins og Pjetur*). Vjer vitum allir, að þetta takmark næst ekki bai*- áttulaust. Vjer vitum, að til þess þarf ekki aðeins samæfing og samstilling vorra eigin krafta, heldur þurfum vjer til þess og að læra að samstilla hugi vora og vilja við vilja hans, sem mátt- inn gefur, — við vilja sjálfs Drottins. Fyrir því hefur og þetta fjelag vort komið hingað í Guðs hús, til þess að biðja um blessun Guðs og fyrirbæn safnaðarins. Og þegar vjer viljum biðja Guð að styx-kja þessa æskuviðleitni og láta áfoi’m hennar og hugsjónir vei'ða ókominni tíð til gagns og góðs, þá fá- um vjer naumast beðið fegui', en skáld- ið í ísi'ael bað forðum. Di'ottinn bæn- heyi'i þig á degi neyðarinnai', nafn Jak- obs Guðs bjargi þjer! Einkis betra fá- um vjer óskað, yður til handa, — en að þjer megið reyna bænheyrslu Guðs, þegar yður liggur mest á, og að nafn Jakobs Guðs megi „bjai'ga þjer“, þá er þú ert hættast staddui', hvers kyns, sem hættan er. *) 1 prjedikuninni, sama dag, var lagt út af Jóh. 35—51.

x

Liljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.