Liljan - 01.11.1926, Side 7

Liljan - 01.11.1926, Side 7
LILJAN 67 bauð, en hásetar vorir og yngri konan bjuggu til kvöldverðar fyrir oss og hit- uðu kaldan mat, sem vjer höfðum með- ferðis. En gamla konan tók til máls og mælti: „Þetta var fyrir minni margra af yður, vinir mínir, ef jeg sje rjett, ald- ur yðar. Jeg sat ein hjer í stofunni jóla- aftan slíkan sem nú. Jeg get sagt ein, því að drenghnokkarnir mínir tveir, sem hlupu í kringum mig, voru sjálfir hjálparþurfar, en gátu ekki hjálpað mjer. Hafið var eins og það er nú, og þótt nú þyki heyra á, þá er þessi vindur þó eins og hægur vindblær hjá stormi þeim, sem þá var á. Við áttum ekki von á neinu skipi heim og maðurinn minn var farinn með fjelögum sínum inn til borgarinnar og ætluðu að vera við kirkju á jólamorgun og ef til vill eiga þar glaðara kvöld en þeir gátu átt hj er. Þá var jeg rjóðari í kinnum en nú og hafði allgott kvenmannsþrek. Jeg sat og las í sálmabókinni eins og nú þegar þjer komuð inn, og börnin voru nýbúin að borða og ljeku sjer að leikfangi, sem þau höfðu fengið í jólagjöf. Sá eldri var þá tíu ára — hann er nú orðinn gamall og vitur — hann ljet skip sitt úr berki sigla um gólfið. Sá yngri hafði fiskifjöl- ina okkar fyrir bát og undi sjer við hana og glerperluband með gullhjarta við, sem maðurinn minn hafði gefið mjer, en jeg hafði látið um hálsinn á drengnum, þetta kvöld. En þá heyrði jeg alt í einu skotið úti á sjó. Guð fyrirgefi mjer, ef jeg gerði rangt; en jeg þóttist ekki gera það. Jeg tók eldri drenginn með mjer til þess að halda fokkuskautinu, leysti bát og sigldi burt. Yngri drengurinn fór með ofan til strandar, jeg skipaði hon- um að fara heim í stofuna. En hann stóð kyr og kallaði grátandi á eftir mjer, þangað til stormurinn og báru- gnauðið yfirgnæfðu hljóð hans. Þegar jeg kom út að blindskerjunum, sá jeg ljós á skipinu og hjelt það til norðurs í myrkrinu og beint á brimgarðinn, rjett eins og það hefði aldrei fyr leitað hafn- ar hjer. Jeg komst þangað nógu fljótt, breytti stefnunni og skipið óð upp í eins og lax með ölduskak og bylgjubrak að báðum hliðum. Og.mjer til mikillar gleði hepnaðist mjer að koma hinu stóra skipi Adólfs gamla heilu til hafnar, þótt jeg væri ekki nema kvenmaður. Jeg mundi hafa minst þessa kvölds með gleði alla æfi ef alt hefði verið með feldu hjer heima. Klukkan var 4 um morguninn, þegar jeg kom aftur inn í þessa stofu. Jeg ætlaði að hvíla mig en sú hvíld varð verri en vinnan hafði verið. Yngri drengurinn var horfinn. Jeg leitaði hans með logandi ljósi um allar klappimar hjerna nóttina á enda og jeg kallaði á hann hærra en stormurinn; en hróp mín og leit voru eigi til meira gagns en þótt þau hefðu verið á hafsbotni. í dögun fann jeg beran festarhælinn, sem hinn báturinn okkar hafði verið bundinn við, og jeg hefi hvorki sjeð bátinn eða drenginn síðan. Báturinn var gulls ígildi, en drengnum unni jeg meira en mínu eigin lífi“. Gamla konan þagnaði nú og kom upp fyrir henni gráturinn. Skipstjórinn hafði komið inn meðan hún var að segja 'söguna, en hann hlustaði varla á hana. En í stað þess horfði hann fast á vegg- ina, þakið og alt í stofunni, en þó eink- um á gamla fiskifjöl, sem hjekk á veggnum yfir matborðinu og var nálega rispuð sundur í miðjunni. En endarnir voru óslitnir og skrautskornir. Þegar gamla konan hafði lokið máli sínu, stóð hann þó upp, gekk til hennar, reif frá sjer fötin og tók af sjer gler- perluband og lagði í kjöltu hennar.

x

Liljan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.