Liljan - 01.11.1926, Síða 10
70
LILJAN
miðri borgiimi, en þaðan breiddist
þetta út.
Það var nálega jafnsnemma, að fugl-
arnir fóru að koma, og að upp reis nýr
atvinnuvegur í borginni: að selja síld
handa máfunum. Var síldin skorin nið-
ur í beitustærð og smáhrúgur á papp-
írshomi seldar á tíu aura. Menn kom-
ust þó fljótlega að því, að máfarnir
þáðu líka brauð, og er það algengasta
fæðan, sem köstuð er fyrir þá nú.
í fyrstu hafa það aðeins verið tiltölu-
lega fáir máfar, sem brugðu vana sín-
um, að fljúga suður í lönd, og tóku
upp sið gömlu íslensku selstöðukaup-
mannanna, að dvelja í Kaupmannahöfn
á vetrin. En smámsaman hafa fleiri og
fleiri elt þá, sem til Hafnar fóru, og
þannig komist upp á þetta. Því líkleg-
ast mun óhætt að fullyrða, að ekki
muni fuglar þessir hafa getað gert fje-
lögum sínum beinlínis skiljanlegt, með
fuglamáli sínu, hve ljómandi góð borg
Kaupmannahöfn væri, og hve mikið
betri atvinnu væri að fá þar, en að
fljúga suður.
Og þó — hver veit hvað þeir geta
gert hvor öðrum skiljanlegt? Jeg sá dá-
lítið, sem bendir í þá átt að það sje
töluvert, til veiðibjallanna minna —
þessara sem sýndu svo vel, hve sárt
fólki tekur til dýranna, ef það eru ekki
vagnhestar, hve sárt til fanganna, ef
það eru ekki kanaríufuglar, og hve
gæskan til fuglanna er mikil, ef menn
sjá þá nálægt — sömu fuglana og menn
skjóta á sjer til gamans úti í náttúr-
unni, óátalið af öllum og með leyfi lag-
anna, eða eitra fyrir eins og veiðibjöll-
ur og hrafna, og búa þannig kvalafull-
an dauðdaga. En það væri að komast
of langt frá efninu, að segja frá því,
sem bendir á, að veiðibjöllumar geti
á einhvern hátt komið sjer saman um
fyrirfram ákveðna, sameiginlega fram-
kvæmd. Nóg að segja hjer, að oft hef-
ur mig furðað á skynsemi veiðibjöll-
unnar, en hún er nokkuð dul. Það er
dálítið öðruvísi skapið hennar en
hrafnsins, hins síkáta hrekkjalóms,
sem straks má sjá á, að hefur hunds-
vit eða meira, og þeir, sem þekkja
hunda, vita hvað það þýðir.
En hvernig nú sem hettumáfamir
fóru að því að skilja hvor aðra, þá
útbreiddist þekking þeirra á þessum
nýja vetrardvalarstað í fyrstu fremur
seint. Þegar jeg kom fyrst' til Kaup-
mannahafnar, fyrir 20 árum, voru þeir
nýbyrjaðir að koma að Austurbrú, og
tæplega að Vatnsenda, en þá vom þeir
þó búnir að venja komur sínar til borg-
arinnar í 8 til 10 ár, að mjer skildist.
En á næstu árum fjölgaði þeim gífur-
lega, og það hefur verið einmitt um
þær mundir, að mikill hluti af hettu-
máfa-þjóðinni, sem heima á um þessar
slóðir, komst á að leita á vetrin til
borgarínnar.
II.
Jeg var á gangi á vetrardegi með
vini mínum, meðfram Vötnunum Löngu
í Kaupmannahöfn. Vötnin voru frosin
og sátu nokkrar þúsundir hettumáfa á
ísnum — alstaðar voru þeir, alt frá
Austurbrú að Vatnsenda. En innanum
hettumáfana vom einstaka máfar af
öðrum tegundum, þó hvorki svartbakar
nje grámáfar, og þá ekki ritur, sem að-
allega halda sig úti á reginhafi á vetrin
—• sækja sjóinn alt suður að Azoreyj-
um, og sporðrenna þar þá víst við og
við flugfiskum.
Mjer þótti mjög merkilegt að sjá
þama tvær aðrar tegundir máfa, en
hettumáfinn, og fór að skýra þetta fyr-
ir vini mínum. En hann svaraði mjer
því, sem mjer kom á óvart, að sig