Liljan - 01.11.1926, Síða 13
l i l;j a<n
73
ólmu Grjótár eru hinsvegar, og jeg
þekti hvert gil, hvert melabarð og
hverja klöpp — einmitt þar gaf að líta
ótal merki eftir skriðj ökulinn, sem
eitt sinn rann þania út dalinn og
fjörðinn.
Hvílíkt víðsæi í tímann þær urðu
valdandi, jökulrispurnar, sem jeg sá
þarna víða, en í fyrsta sinn í farvegi
Bliksár. Þarna hafði skriðj ökullinn
grafið djúpan dal niður, en áður hafði
verið samliangandi hásljetta milli
Hólmatinds, og Andra og Ófeigs, þvert
yfir fjörðinn og dalinn, og reyndar
milli allra austfirsku fjallanna.
Það þarf ekki nema litla jarðfræðis-
þekkingu til þess að koma auga á
vegsummerki skriðjökla ísaldarinnar,
alt frá hinum smágerðu ísgárum klapp-
anna, til hinna hrikalegu dala, er þedr
hafa grafið. Um mestan hluta landsins
má sjá þessi merki, og þúsundir ís-
lendinga eiga daglega ferð um víða-
vang, þar sem þau eru, en flestir horfa
á þau eins og jeg gerði, áður en jeg
vissi hvað þau táknuðu — horfa á þau
án þess að sjá þau.
Krapotkin, hinn göfgi, vildi láta alla
njóta vísindalegrar mentunar, svo all-
ir gætu notið hinnar óumræðilegu gleði,
sem það vekur, að gera vísindalegai’
uppgötvanir, og er það framtíðarhug-
sjón. En til þess að geta notið gleðinn-
ar úti, við að ráðá rúnir náttúrunnar,
þarf ekki meiri þekkingu, en að hver
maður gæti aflað sjer, ef hann ætti
kost á hentugum bókum.
Þegar Stefán skólameistari gaf út
Flóru íslands, jók hann að stórum mun
þekkinguna, lífið og gleðina í landinu,
því sú bók opnaði augu ótal námfúsra
unglinga, svo þeir sáu tilbreytni og feg-
urð, þar, sem þeir áður sáu ekki neitt.
Og hve mörgum hefur hún ekki óbein-
línis vakið gleði, af því þeir fyrir henn-
ar hjálp, gátu fundið nýjar tegundir —
nýjar í bygðarlaginu, nýjar í þeim
landshluta, eða jafnvel nýjar í landinu.
En nokkuð vantai' á, að Flóra sje út-
búin, eins og hún á að vera: með góðri
mynd af hverri jurt, er hún getur um,
og auk þess góðar litmyndir af 50 til
100 blómjurtum, til þess að gera hana
aðgenglegri fyrir þá, sem eru að byrja
að læra að þekkja jurtimar. Það er tví-
mælalaust skylda hins opinbera að veita
styrk til næstu útgáfu, svo að þetta
megi gera, en bókin geti þó verið seld
ekki hærra verði en almenningur getur
borgað.
IV.
Mjer er minnisstæður dagurinn, er
jeg fyrst kom til Reykjavíkur, og ein-
göngu vegna þess, er jeg sá þá í Skóla-
vörðuholtinu. Það var verið að losa þar
efni í hafnargarða, með gufuvjel, en
hvað var þetta efni? Það var ávalt
grjót eða hnullungar af öllum stærð-
um; þeir stærstu eins og tvær kom-
móður. Og sumstaðar inn á milli var
sandui-. Iljer gat engum biöðum verið
um að fletta, að þetta var sjávarbai'ið
grjót frá fyrri tímum. Sjórinn hlaut
þá að hafa staðið hærra við landið en
nú. En hvenær var það? Fyrir land-
námstíð hlaut það að vera, en hvað
löngu ? Var það fyrir ísöld?
Jeg fjekk svarið tiltölulega fljótt, því
jeg rakst á stað, þar, sem þettá sjávar-
barða grj ót lá ofan á ísnúinni klöpp, svo
það var sýnilegt, að það var eftir ísöld,
að landið hafði staðið þetta lægra.
Seinna um daginn, er jeg hitti einn
kunningja minn, sagði hann mjer, að
fræðimönnum væri þetta vel kunnugt
og sýndi mjer hin fomu sjávarmál frá
þessum tíma, í öskjuhlíðinni. Merki