Liljan - 01.11.1926, Qupperneq 15
LILJAN
75
allar hollar, þá hefur mörg- fögnr höll-
in í fyrstu verið öll í loftinu. Og því
skyldum við ekki þekja ása, hæðir og
hlíðar nýjum draumskógum? Við þurf-
um ekki fyrir því að gleyma veruleik-
anum,
í vatnsdropa, sem tekinn er úr tjörn
á sumardag, sjáum við ekkert, nema
við höfum verkfæri til þess, s m á-
s j á n a. Og á bletti á himninum, þar,
sem við á heiðu kvöldi sjáum ekki nema
daufa móðu, sjáum við óendanlegan
grúa himinhnatta, er við horfum í
góðan stjöraukíki, eins og við líka sjá-
um afar margskonar og tilbreytilegt
líf í vatnsdropanum í smásjánni.
Hver maður getur öðlast tækifæri til
þess að sjá fegurð, þar sem hann áður
sá auðn eina, sjá tilbreytni, þar sem
hann áður sá ekki neitt, og hann þarf
hvorki til þess smásjá nje stjömukíki
engin dýr verkfæri, aðeins þekkingu.
Ekki þekkingu fræðimannsins, sem
margra ára yfirlegu þarf til þess að
öðlast, heldur þekkingu, sem ekki þarf
meira að hafa fyrir, til þess að verða
aðnjótandi, en svo, að hún getur orðið
hvers manns eign, þrátt fyrir öll erfiðu
lífskjörin, en sú þekking mundi auka
lífið og gleðina í landinu — auka
hjartaslög þjóðarinnar.
ólafur Friðriksson.
----o----
Vikulok.
(Endunninningar frá sumrinu 1925).
Það var merkilegt, hvað þessi vika
gat verið lengi að líða, eða svo hafði
okkur fundist, þremenningunum, sem
ætluðum í útilegu í vikulokin. En nú
var laugardagurinn kominn, bjartur og
fagur.
Við lögðum af stað með Álafossbíln-
um kl. 6 á laugardagskvöldið, og ætl-
uðum upp að Reykjarhvoli í Mosfells-
sveit. Auk malpokanna, höfðum við
meðferðis tjald, þrjú teppi, prímus og
potta. Unnur hafði verið svo hugsunar-
söm, að elda matinn heima til sunnu-
dagsins, til þess að sem minstur tími
þyrfti að fara til matartilbúnings, en
til endurgjalds átti jeg svo að fram-
reiða miðdegisverðinn.
Á Reykjahvoli fengum við leyfi til
að tjalda í kvosinni upp með ánni. Þar
er ágætur tjaldstaður, en hið eina, sem
okkur fanst á vanta, var, að við mátt-
um ekki kynda varðeld.
Þegar við höfðum tjaldað, hitaði jeg
kókó okkur til hressingar; það gekk
alt vel og prímusinn reyndist ág"ætlega.
Það er ekki hægt að gera sjer í hug-
arlund, hve vel okkur leið þaraa sem
við lágum fyrir utan tjaldið og' nutum
kyrðarinnar og blíðviðrisins. — Ef við
hefðum kvöldbál núna! Það kom eins
og andvarp frá okkur öllum þremur.
En þá varð okkur alt í einu litið til
vesturs. Sólin var að síga til viðar, og
alt var í einu eldhafi. Eins og leyftur
flaug það gegnum hugi okkar allra
— þaraa höfum við kvöldbálið. Og feg-
urra bál hefur víst enginn litið. Snæ-
fellsjökull var sveipaður rauðum kvöld-
skýjum, en Esjan og öll Reykjanesfjöll-
in voru með þessari dimmfjólubláu
slikju, sem gerir íslensku fjöllin feg-
Ul-St. :í:
En það, sem við störðum hugfangn-
astar á, voru reykirair úr hverunum.
Þeir teygðu sig eins og eldtungur upp
í loftið og tóku á sig ótal töframyndir.
Við dirfðumst ekki að mæla orð af
vörum, en störðum eins og töfraðar á
þessa miklu. kvölddýrð.
Nú hvarf síðasti sólai'geislinn, en