Ljósvakinn - 01.01.1925, Blaðsíða 1

Ljósvakinn - 01.01.1925, Blaðsíða 1
III. ár. Reykjavík, jan. 1925. 1. tbl. Guð er með oss »Nafn hans inunu menn kalla Im- manúel, . . . Guð er með oss«. Birlan af »þekkingunni á dýrð Guðs« kemur í ijós »í ásjónu Jesú Krists«. Frá eilífð var Jesús Kristur eitl með föðurnum; hann var »ímynd Guðs« mynd mikil- leika hans og hálignar, »ljómi dýrðar hans«. Hann kom í keiminn til þess að opinbera þessa dýrð. Hann steig niður lil þessarar jarðar, sem er hulin syndamyrkri til þess að hirtu legöi á oss af kærleika Guðs, — lit þess að uppfylla það, sem nafn hans bendir til, til þess að vera »Guð með oss«. Þess vegna var fyrirfram sagt um hann. »Nafn hans munu menn kalla Immanúel«. Með því að koma og búa meðal vor átti Jesús að opinbera Guð bæði mönn- um og englum. Hann var orð Guðs — hugsanir hans opinberaðar mönnunum. Þegar hann biður fyrir lærisveinum sin- um, segir hann: »Jeg hefi opinberað nafn þitt fyrir þeim«, — miskunsamur, líknsamur, þol- inmóður, gæskuríkur og harla trútastur, »til þess að kærleikurinn, sem þú hefir elskað mig meö, sje í þeim og jeg i þeima. En það er ekki að eins vegna íbúa þessarar jarðar, sem þessi opin- berun var gefin. Þessi litti hnöttur, sem vjer byggjum, er, ef svo mætti að orði komast, læidómsbók alheimsins. Hin undursamlega náð Guðs, er birtist í frelsunaráforminu, er sá leyndardómur, sem »englana fýsir að skygnast ínn í«, og sem verða mun rannsóknarefni þeirra um alla eilífð. Koma Krists mun verða tilefni til lof- söngs, tilefni til ígrundunar og rann- sókna, bæði þeirra, sem frelsaðir verða, og eins þeirra vera, er aldrei hafa syndgað. t*að mun koma í Ijós, að dýrðin sem skín af ásjónu Jesú, er dýrð þess fórn- fúsa kærleika, sem hann sýndi. t birtunni, sem leggur af Golgata, mun það sjást, að sjálfsafneitandi elska er

x

Ljósvakinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.