Ljósvakinn - 01.01.1925, Blaðsíða 4

Ljósvakinn - 01.01.1925, Blaðsíða 4
4 L J Ó'S V A K I N N varst áður. Og þessi skifti eru ekki skaði heldur ábati fyrir þig. Hann er kominn, er inngenginn og vill taka sjer bústað og dvelja þar. Hann vill lifa lííi sínu. Hvað á jeg svo að gjöra? — Heyra og ljúka upp, veita honum aðgang, verða undirgefinn hans vilja; heyra og hlýðnast, telja mig þjón hans. Mun þetta gera mig veikari fyrir, ósjálfstæðari? — Nei, enganveginn. Öll- um mínum bestu hæfileikum og kröft- um mun hann koma til að starfa, hann mun gjöra mig alvörugefinn og áhuga- samari. Iíostgæfni hans mun hvetja og uppörfa mig og jeg mun verða eitt með honum. t>að sem vjer elskum mótar oss, Eins og vjer höfum borið mynd hins jarðneska, munum vjer einnig bera mynd hins himneska. 1. Kor. 15, 49. Vjer mótumst eftir því, sem vjer elsk- um. Petta lögmál lífsins er óhagganlegt. Vjer breytumst, enginn af oss er alveg eins í ár og vjer vorum í fyrra, og eng- inn mun verða alveg eins næsta ár. Vjer erum sífelt að breytast og mótast. f*etta lögmál lífsins er ekki einungis hræðilegt, heldur felur það einnig í sjer takmarkalausa möguleika. Því eins og það er víst að illar og óhreinar hugs- anir setja merki á andlitsdrælti vora, eins er það líka víst, að hreinar og göf- ugar hugsanir gera það. Þeir menn eru til, sem segja má um að varpi Ijósgeisl- um út frá sjer — geislum frá æðra heitni, og i hinum mikla ófullkomleika þessa heims láta oss ráða í, nei veita oss fulla vissu um fagran og dýrölegan heim — vissu um að vjer mennirnir gelum fengið bústað í þeim heimi. Hversu áþreifanlega breytist ekki mannsandlitið. t*að er ekki að eins að aldurinn, sjúkdómar, sorgir og áhyggjur, eða að hinu leytinu heilbrigði, gleði og vellíðan stuðli að því, heldur eru það hugsanir, óskir og hvatir vorar, alt vort dulda innra líf, sem setur merki sín á andlit vor. Hugsanir, sem vjer hvað sem í boði væri vildum ekki að aðrir kæmust að móta andlitsdrætli vora. Alt, sem hrærist innra með oss og í kyrþey fær að lifa og þróast, — undan- tekningarlaust alt. Vjer byrjum vegferð lífs vors ineð andlitin eins og óskrifuð blöð, ár eftir ár fá þau svo áritun sína. Virðum vjer fyrir oss göfugan og hreinlundaðan mann, þá dylst oss ekki að útlit hans og fram- koma — þeir geislar, sem hann stráir á leið annara, eru endurskin frá ein- hverju öðru. Hann hefir snúið sjer móli sólu rjettlætisins og hann ber þess glögg merki. Vjer mólumst af því, sem vjer elskum, því ríður oss svo mjög á að elska það sem fagurt er og hreint. Með því að skoða dýrö Drottins »ummyndumst vjer til hinnar sömu myndar, frá dýrð til dýrðar«. Það eru áhrifamiklar myndir, sem í fjarska eru hjer dregnar upp fyrir oss; svona miklir og furðulegir eru mögu- leikar-mannsins. Svo aumir og jarð- bundnir sem vjer þó erum, getum vjer þó seilst eftir þessari dýrð. En vjer verðum ávalt að hafa það í huga, að vjer mótumst eða ummyndumst eftir því, sem vjer elskum, ekki eftir því, sem vjer segjum að vjer elskum, heldur einungis eftir því, sem hjarta vort hneigist að og lýtur. Vjer ummyndumst eftir því, sem vjer sjálfir höfum valið. Seilumst vjer upp til ljóssins munuro

x

Ljósvakinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.