Ljósvakinn - 01.03.1925, Qupperneq 2
18
LJÓSVAKINN
að hafði nýlega leiðst til afturhvarfs.
Hann varð órólegur og kvíðafullur út
af því, að samkoman myndi fara út um
þúfur; en hann varð að gera skyldu
sína og lofa henni að fá orðið. Svo
settist hann niður, fól andlitið í þönd-
um sjer og bað Guð um, að samkoman
færi ekki út um þúfur. Síðan fór hann
að hlusta og líta i kringum sig. Hann
sá, að áheyrendurnir börðust við grátinn,
loks gáfust þeir upp og gáfu tárunum
lausan taum; þeir urðu allir fyrir djúp-
um áhrifum. Eftir samkomuna koinu
margir til þessarar lítilrnótlegu konu til
að þakka henni fyrir þá blessun, sem
ræða hennar heföi veitt þeim. Hún sagði
frá því á eftir, að leyndardómurinn við
þann kraft, sem fylgt hefði ræðu hennar,
væri sá, að daginn áður hefði hún verið
svo kvíðafull, vegna þess, að hún hefði
aldrei talað opinberlega fyr. Svo hafði
hún varið allri nóttinni til bænar.
Væri það almennara, að þeir, sem
flytja Guðs orð, verðu nóttum til bænar,
myndu einnig áhrifin verða auðsærri!
Eltir að hafa sótt bænasamkomur
safnaðarins stöðuglega í mörg ár, var
það eitt kvöld, að jeg gat ekki farið.
Jeg ákvað þá, að í staðinn, skyldi jeg
verja einni klukkustund til lesturs og
bænar með konu minni og börnum, og
síðan annari stundu til bænar í einrúmi.
Jeg naut svo mikillar blessunar af þessu,
að jeg ásetti mjer, að verja alt af einni
stundu á sólarhring til bænar, og þetta
gerði jeg annaðhvort að uóttu eða degi,
viku eftir viku og mánuð eftir mánuð.
Af þessu fjekk jeg svo mikinn kraft,
svo mikla uppörfun, svo djúpan skiln-
ing á verðmæti bænarinnar, að slíks
hafði jeg í þeim mæli, aldrei fyr orðið
aðnjótandi.
það var ein sál, sem jeg var lengi
búinn að biðja fyrir, án sýnilegs árang-
urs. Nú fanst mjer tími til kominn, að
einhver úrslit yrðu. Jeg lokaði mig inni
í herbergi mínu, og var einn með Guði
í fjórar klukkustundir og bað, ýmist
krjúpandi, sitjandi eða gangandi um gólf
með opna Biblíuna í höndunum, bend-
andi honum á fyrirheiti hans. Jafnframt
því, sem jeg bað fyrir frelsun þessarar
sálar, bað jeg Guð einnig um 500 kr.,
sem jeg þurfti á að halda í vissu augna-
miði. Pessum fjórum stundum var vel
varið, því eftir þrjár vikur hafði Guð
veitt mjer hvorutveggja.
Að sjálfsögðu er Drottins hús hínn
rjetti staður fyrir hina trúuðu á hvíldar-
dögunum. Þó getur komið fyrir, að vjer
sjeum í því skapi, eða sjeum of þreyttir
eða svo andlega mettir, að vjer getum
ekki meðtekið blessun af prjedikun.
Eitt sinn var því svo varið með mig,
fór jeg þá út að njóta náttúrunnar, jeg
gekk út í skóg, upp á hæðir og niður
dali og var þannig fjórar klukkustundir
að tala við Guð.
Jeg gekk heim og fanst eins og jeg
hefði verið á ummyndunarfjallinu, og
blessunin, sem jeg naut þannig úti í
náttúrunni aleinn með Guði, hvíldi yfir
mjer í margar vikur á eftir.
H. M. Lund.
Er sálin ódauðleg?
Hvað segir Heilög ritning um þetta?
í aldingarðinum, Eden óx lífsins trje,
ávextir þess höfðu þann eiginleika, að
veita ævarandi líf. Ef Adam hefði staðið
stöðugur í hlýðni sinni við Guð, hefði
hann alt af haft frjálsan aðgang að
þessu trje og myndi hafa lifað eilíflega.