Ljósvakinn - 01.03.1925, Qupperneq 5
LJÓSVAKINN
21
»Pví að svo elskaði Guð keiminn, að
hann gaf son sinn eingetinn, til þess að
hver, sern á hann trúir, glatist ckki,
heldur hafi eilíft líf«, Jóh. 3,16. Kristur
hefir opnað hinu fallna mannkyni aftur
leiðina til lifsins — hins eilifa Iífs, og það
er einungis gegnum hann, að sál vor
getur hlotið ódauðleikann. Sjerhver mað-
ur getur fengið hluldeild í þessari ómet-
anlegu blessun, ef hann uppfyllir þau
skilyrði, sem til þess útheimtast frá
hans hálfu.
Allir þeir, »sem með staðfestu í góðu
verki leita vegsemdar og heiðurs og ó-
dauðleíka«, munu fá eilíft líf.
Ónærgætni.
---- Niðurl.
»Hann hefir aldrei verið hraustur«,
svaraði hún og stundi við, og svo hefi
jeg orðið að láta hann vinna of mikið,
jeg veit að hann hefir tekið alt of nærri
sjer við að sækja vatn, lyfta þvottabal-
anum og íleira. Hann hefir mikið lang-
að til að gaDga í skóla, en jeg hefi ekki
getað mist hann frá því að hjálpa mér
fyr en í vetur. Hann ímyndaði sjer, að
ef hann gæti læit dálilið, myndi hann
geta sjeð fyrir Sissy, þeirri litlu og mjer.
Jeg bælli fötin hans eins vel og jeg gat,
og i vikunni sem leiö fór hann svo af
stað. Jeg var hrædd um að drengirnir
myndu hlæja að honum, en hann hjelt
að hann myndi geta þolað það. Jeg
stóð í dyrunum og horfði á eftir honum
þegar hann fór. »Aldrei get jeg gleymt
því hvernig þessi aumingi Ieit út«, bætti
móðirin við með táiin í augunum —
»bættu fölin hans, og kvíðafulla augna-
tillitið. Um leið og hann fór, snjeri
hann sjer við og sagði:
»Vertu ekki hrædd, mamma, jeg skal
láta mjer standa á sama um hvað
drengirnir segja«.
En honum stóð samt sem áður ekki
á sama. Áður en klukkustund var liðin,
kom hann aftur.
Jeg hjelt að hjarta hans ætlaði að
springa. Mitt hjarta sprakk fyrir mörg-
um árum, en þennan dag sprakk það
í annað sinn. Sjálf get jeg þolað miklar
þjáningar, en jeg þoli ekki að sjá þá,
sem jeg elska líða«. —
Brjóst hennar bærðist af þungum
ekka, og hún tók að gráta ákaft. Litla
telpan gekk rólega til hennar, lagði
mögru handleggina um háls henni:
»Gráttu ekki, mamma«, sagði hún,
»gráttu ekki«.
Móðirin reyndi að stilla grátinn, og
þegar hún gat komið upp orði, hjelt
hún áfram með sínn sorglegu frásögu:
Aumingja Tómas grjet allan daginn.
Jeg hafði engin ráð til að hugga hann.
Hann sagði, að það væri ekki til neins
fyrir sig að reyna neitt, það yrði bara
hlegið að sjer af því hann væri svo illa
til fara og drykkjumannssonur. Jeg
gjörði alt sem jeg gat til að hugga
hann áður en faðir bans kæmi heim,
jeg sagði honum að hann myndi verða
vondur, ef hann sæi hann gráta. En
það dugði ekki, það var eins og hann
væri óhuggandi. Svo kom faðir hans
heim og sá hann. Hann myndi ekki
hafa gjört það sem hann gjörði, ef
hann hefði ekki verið drukkinn, því
hann er ekki vondur, þegar hann er
algáður. Jeg fyrirverð mig fyrir að tala
um það, en hann sló drenginn svo að
hann datt og meiddist á höfðinu, jeg
ímynda mér að hann hefði veikst hvort
eð var; en ó, bjartans litli drengur-
inn minn, vesalings veika barnið mitt!