Ljósvakinn - 01.03.1925, Síða 7
LJÓSVAKINN
23
Ritningin er örugg vörn.
Peir, sem ekki vilja trúa hinum lát-
lausu, hjartnæmu sannindum Biblíunn-
ar, leitast stöðugt við, að friða sam-
viskuna með einhverju öðru, er þeim
sjálfum geðjast betur að. Því minni
andagift, auðmýkt og sjálfsafneitun ein-
Jhver kenning hefir í sjer fólgna, þess
fúslegar er við henni tekið. Þeir, sem
slíkt gjöra, óvirða sínar andlegu gáfur
til þess að geta fullnægt því, sem hið
holdlega hugarfar girnist. Peir eru of
vitrir í sínum eigin augum til þess, að
rannsaka Ritninguna með auðmjúku og
iðrandi hjarta og einlægri bæn um guð-
dómlega leiðbeiningu, svo standa þeir
varnarlausir gegn blekkingum og afvega-
leiðslu. Sá vondi er fús til að verða
við óskum hjartans, hann glepur þeim
sýn og tælir þá með sviksamlegum
hugmyndum, sem hann setur í stað
sannleikans. Allir þeir, sem hafna Guðs
orði sakir eigin hagsmuna eða af ótta
fyrir þvi, að þeir komist í óvináttu við
heiminn eða að hann líti þá smáum
augum, munu aö lokum verða gefnir
skaðlegum villulærdómum á vald, svo
að þeim verður ekki unt að trúa sann-
leikanum. Þeir, sem vísvitandi hafna
sannindum Guðs orðs, munu aðhyllast
hverskonar upphugsanlega villulærdóma.
Páll postuli talar um vissa menn, sem
ekki »veittu viðtöku kærleikanum til
sannleikans sjer til frelsunar«. Hann segir
um þá: »Og þess vegna sendir Guð
þeim megna villu til þess að þeir trúi
lýginni, til þess að allir þeir verði
dæmdir, sem ekki hafa trúað sannleik-
anum, en hafa haft velþóknun á rang-
lætinu«, 2. Pess. 2, 10.—12. Með slikar
viðvaranir fyrir augum, sæmir það oss
að hafa vakandi gætur á þvf, hvaða
kenningar vjer meðtökum.
Eitt hið kröftugasta meðal i hendi hins
mikla afvegaleiðara, eru þær ginningar,*
sem staðfestar eru með alls konar undr-
um og fals kraftaverkum. Hann kemur
fram á sjónarsviðið dulbúinn, klæddur
sem ljóssins engill, og leggur snörur sínar
þar, sem síst mætti ætla. Ef mennirnir
einungis vildu rannsaka Guðs orð með
innilegri bæn og einlægri löngun til að
vita og skilja hið rjetta, þá myndu þeir
ekki vera svo fáfróðir um hið rjetta og
sanna og þá myndu þeir ekki gefast
ranglætinu og villunni á vald. En þeg-
ar þeir hafna því verða þeir villunni
og ranglætinu að bráð.
Sú kenning er mjög hættuleg, að
Kristur hafi enga tilveru haft áður en
hann kom til þessarar jarðar. Pessi
skoðun ríkir hjá mörgum, sem þó segj-
ast trúa Biblíunni, en hún brýtur al-
gjörlega í bága við hinn skýra vitnis-
burð frelsarans sjálfs um afstöðu hans
til föðursins, guðdóm hans og fyrri til-
veru. Pessari kenningu er ekki unt að
halda fram án þess að rangfæra Ritn-
inguna í mesta máta. Pað er ekki að
eins að samkvæmt henni sje endur-
lausnarverkið óvirt, heldur útilykst trú-
in á Biblíuna sem opinberun frá Guði.
Ef mennirnir hafna vitnisburði Ritn-
ingarinnar um guðdórn Krists, þá er
árangurslaust að reyna að tala um fyrir
þeim, því að ekkert, hversu vel sem
það er rökstutt, getur sannfært þá.
»Holdlegur rnaður veitir ekki viðtöku
þvi, sem Guðs anda er, því að honum
er það heimska og hann getur ekki
skilið það«. 1. Kor. 2, 14. Enginn sem
heldur fast við þennan villulærdóm get-