Ljósvakinn - 01.01.1926, Qupperneq 7

Ljósvakinn - 01.01.1926, Qupperneq 7
Eru radíótæki þin í lagfi? Hefir þú fengið gott samband? Vorir timar eru miklir uppíundninga- tímar. Hvert ár færir oss einhverjar ný- ungar, en ekkert af öllum hinum undra- verðu hlutum, sem upp hafa verið fundnir, hafa dregið jafnt að sér athygli allra og radíótækið. Orðið »RADlÓ« er nú á hvers manns vörum og um það er ritað meir en ílest annað; skjótara en flest annað heíir það grafið sig inn í meðvitund manna, og er það mjög skiljanlegt, þegar Hlið er á hverju það kemur til vegar, Maður getur setið heima hjá sér, og — ef maður hefir fengið sér víðvarpstæki og þau eru í réttu lagi — heyrt það, sem við ber út um allan heim. í margraTj milna fjarðlægð stendur ræðumaðurinn i ræðu- stólnum, og hvert orð hans berst til manns eins skýrt og greinilegi og maður væri sladdur í sjálfum ræðusalnum. Sama er að segja um söng og hljóðfæraslátt, hann hljómar eins fagurt til manns eins og maður væri í söngsalnum. Þegar stórmenni nútímans tala, heyrast hin þýðingarmiklu orð þeirra svo að segja um allan heim. Blaðafregnir, veðurskeyti, viðvaranir um veðurbreytingar o. s. frv., ryðja sér braut til þúsunda manna, sem sitja og biða eftir að fá þær nauðsynlegu upplýsingar, sem slíkt gelur veitt þeim. Skipin á hafinu fá sínar fregnir, og ferða- maðurinn getur fylgst með og vitað hvað skeður í hinum fjarlægustu hlutum heims- ins. Hver og einn getur svo að segja fengið löngun sinni og þörfum fullnægt á þessu sviði. íþróttamaðurinn fær að heyra hver sigrað hefir á íþróttamótinu, sá, sem hefir hugann við stjórnmálin, getur fengið að heyra fyrstu ræðuna, sem nýi forsetinn heldur, .þeir, sem gefnir eru fyrir dans, geta dansað heima hjá sér eftir danslög- um, sem spiluð eru í mörg þúsund milna fjarlægð. Það er ekki unt að telja upp alt það, sem hægt er að nota radió eða víð- varpstækið til; það er hægt að nota það bæði til ills og góðs. I?að, sem útheimtist til þess að njóta góðs af þessari miklu uppfundningu, er móttökutæki, sem er stilt hæhiega eftir fjarðlægðinni, sem sendistöðin er í. Það er í rauninni ekki ætlunin að dvelja við sjálft þetta undraverða áhald og þær framkvæmdir, sem gerðar eru fyrir það og heimurinn lítur mest á, heldur er ætlunin sú, að leiða hugann inn á hið andlega svið. Þegar sú spurning er borin upp, hve langt þetta samband geti náð, verður svarið

x

Ljósvakinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.