Ljósvakinn - 01.01.1926, Qupperneq 8

Ljósvakinn - 01.01.1926, Qupperneq 8
8 LJÓSVAKINN vafalaust þannig, að innan skamms muni víðvarpsfregnir berast með hinum leyndar- dómsfullu radió-bylgjum um allan heim. Svo verður næsta spurningin þessi: Getum vér einnig fengið samband við aðra hnetti? þessari spurningu vorri geta ekki vísindin svarað; en hvert einasta Guðs barn veit, að vér getum komist í samband við annan heim en vorn, það er himininn. Pað er svo margt sem hægt er að líkja saman í víðvarpsstarfseminni og sambandinu milli Guðs barna og himinsins, að það er mjög ánægjulegt að láta liugann dvelja við það um stund. 1 50. Sálminum segir sálmaskáldið, Davið: »Alvaldur, Guð, Drottinn talar og kallar á jörðina í frá upprás sólar til niðurgöngu hennar«. Frá þeim stað, sem er miðdepill alheimsins, sendir hinn alvaldi Guð út boðskap sinn, sem einnig nær niður til jarðar vorrar. Ef það er undravert, að fregnir geta borist með ósýnilegum radíó- bylgjum frá landi til lands, þá er það þó enn dásamlegra, að hinn himneski faðir kallar frá hásæti himinsins og niður til þessarar jarðar — talar við börn sín þaðan. Að sönnu eru það ekki allir, sem heyra röddu hans eins og það eru ekki allir er heyra það, sem víðvarpið ílytur. Það er vissum skilyrðum bundið að geta heyrt boðskap himinsins, skilyrðum, sem þó er ekki erfitt að fullnægja; því Guð, Drottinn þráir svo innilega að komast í samband við hvert einasta mannsbarn. Hin himneska sendistöð kallast í ofan- greindum sálmi »Zíon, imynd fegurðar- innar«. þaðan »biitist Guð í geisladýrð«, og hann segir: »Heyr, þjóð min, og lát mig tala, lsrael, og lát mig áminna þig, eg er Drottinn, Guð þinn!« Sáim. 50. 2. 7. Vér heyrum þannig, að Drotlinn vill, að mennirnir hlusti á það, sem liann hefir að segja, og sann- arlega hefir hann þýðingarmeira mál að flytja mönnum, en það allra þýðingarmesta, sem varpað er út með radíótæki. Til þess, að geta heyrt Guðs röddu, verðum vér að hafa mót- tökulæki, og það verður að vera þannig stilt, að vér getum heyrt weilífa lagið«; því salt er það, sem danska skáldið Ingemann segir: »Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu æfigöng. Gleymist þó aldrei eilífa lagið við píliagrimsins gleðisöng«. Til þess, að geta heyrtþessa fögru hljóma himinsins verðum vérsem sagtaðhafa mótlökutæki — meðtækilegt hjarta, bjarta, sem er fljótt að heyra og fúst að hlýða. Menn með steinhjarta geta ekki heyrt hljóminn frá liimnum. Rödd Guðs getur ekki heyrst, »eilífa lagið«, söngvar himins- ins geta ekki hljómað í hörðu ómóttæki- legu bjarta. Og þó þráir hinn Alvaldi að orð hans nái að komast inn í hjöitu mannanna. Hann segir: ^Þú manns-son, hugfest þér öll orð mín, þau er eg til þ>n tala og lát þér þau í eyrum loða«. Ez. 3, 10. Drottinn vill gera breytingu á þeim mönnum, sem ekki hafa móttökutæki hjarta sins í lagi. Hann segir: »Og eg mun gefa yður nýtt hjarta og leggja yðui' »Hin lignarlegu Iré i skéiguniim,”scm~búin cru grœnit laufskrúði — all ber pclla vilni um umhijggju Guðsu.

x

Ljósvakinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.