Ljósvakinn - 01.01.1926, Side 9
LJÓSVAKINN
9
nýjan anda í brjóst, og eg mun taka stein-
hjartað úr líkama yðar og gefa yður hjarla
af holdi«. Ez. 36, 26. Þetta nýja hjarta er
það besta mótlökutæki, sem unt er að fá,
og með því verður oss mögulegt að heyra
neilifa lagið«.
Gömlu Gyðingaþjóðinni var borið á brýn,
að hún hefði sljólt hjarta. Jesús segir sjálfur:
bÞví að hjarta I$Tðs þessa er sljótt orðið,
og á eyrunum eru þeir orðnir daufir, og
augum sínum hafa þeir lokað, til þess að
þeir sæju ekki með augunum og heyrðu
með eyrunum og skynjuðu með hjartanu
og eg læknaði þá«. Malt. 13, 15. Maður
getur komist þannig að orði um þetla
fólk, að það hafi haft heyrnartólin á höfð-
inu, en þó ekkert heyrt, og orsökin var
sú, að hjörtu þeirra voru ekki stilt fyrir
hina himnesku hljóma.
Þeir eru ekki fáir, sem að vísu hafa
klælt sig í krislilega skykkju, hafa á sér
»yfirskin guðhræðslunnar«, en sem þráll
fyrir það ekki njóta þeirrar blessunar, sem
lifandi samband við himininn getur veitt.
þegar Páll yar á leiðinni til Damaskus,
heyrði hanu rödd frá himnum; en hann
segir: »Mennirnir, sem með mér voru, sáu
að vísu Ijósið, en heyrðu ekki raust hans,
er við mig talaði«. Post. 22, 9. Hjörtu
þessara manna voru ekki stilt fyrir hina
himnesku hljóma, en bjarta Páls var á
þessum degi móltækilegt fyrir áhrif frá
himnum. Þannig er það enn í dag. Fjöldi
manna kemst undir áhrif Guðs, en þeir
verða samt sem áður ekki aðnjólandi
þeirrar blessunar, sem Drottinn þráir svo
innilega að veita þeim. Orsökin er sú, að
þeir hafa ekki lært að heyra.
Það er sem sé list út af fyrir sig, að
heyra á réttan hátt. Jesús sagði eitt sinn:
»Gætið þess því, hvernig þið heyrið«. Lúk.
8, 18. Og það, sem til þess þarf að heyra
rélt, er eins og áður er vikið að fyrst og
fremst þelta, að hafa opið, fúst, meðtæki-
legt hjarta. Frelsari vor er hin rétta fyrir-
mynd í þessu sem öðru. Hann segir um
sjálfan sig fyrir munn Jesaja spámanns,
sem lalar um reynslur Krists hér á jörð-
unni: »Herrann Drottinn . . . vekur á
hverjum morgni, á hverjum morgni vekur
hann eyra mitt, svo að ég taki eftir.
Herrann Drottinn opnaði eyra mitt og ég
þverskallaðist eigi, færðist ekki undan«. Jes.
50, 4. 5. Þetta, að liann þverskallaðist ekki,
undan því, að taka á sig þær byrðar, sem
Guð lagði á hann, er leyndardómurinn
við það, að hann heyrði og þekti hljóm-
ana frá himnum.
Oft heyrði Jesús rödd af himnum, og
þó var þessi rödd, sem hljómaði til hans
með skýrum orðum ekki heyranleg þeim,
sem með honum voru. Eitt sinn heyrði
hann rödd af himnum, er sagði: »Bæði
hefi ég gert það dýrðlegt, og mun aftur
gera það dýrðlegt, en fólkið, sem stóð þar
og heyrði, sagði, að þruma hefði komið.
Aðrir sögðu: Engill talaði við hann« Jóh.
12, 28. 29. Þessi rödd af himni var hon-
um einum skiljanleg, af þvi að hjarta hans
var slilt fyrir boðskap af himnum.
Guð, Drottinn talar að vísu eigi altaf á
þenna hált til mannanna barna; hann
gerir það einnig á margan annan hátt. í
hinni slórfenglegu nátlúru geta margir,
sem eru móltækilegir fyrir áhrif hennar,
heyrt Guð tala. Söngur fuglanna, niður
fossins, þyturinn í trjágreinunum, suðan
í læknum, já, drunur hafsins, getur alt-
saman verið sem rödd Guðs — rödd af
himnum, er getur talað til hins mannlega
hjarta. Lang oftast talar Guð til vor i hinu
skrifaða orði sínu, sem framar öllu öðru,
lætur röddina af himnum hljóma skýrt og
greinilega til íbúa jarðarinnar. Þeir menn,
sem skrifuðu Biblíuna töluðu allir knúðir
af Heilögum anda. 2. Pét. 1, 21. Þetta orð
er ekki dautt orð, heldur »lifandi og kröft-
ugt og beittara hverju tvieggjuðu sverði,
og smýgur inn í instu fylgsni sálar og
anda, liðamóta og mergjar, og er vel fall-
ið til að dæma hugsanir og hugrenningar
hjartans«. Hebr. 4, 12. Og Jesús segir