Ljósvakinn - 01.01.1926, Blaðsíða 12
12
LJÓSVAKINN
wÞaö er sem menn gruni að hið óvænt-
asta geti dunið yfir. Aldrei heflr ótrygg-
leiki alls hins mannlega verið fallinn til
að rista dýpra i hugum manna en nú.
Þjóðirnar hér í álfu skjálfa fyrir þessum
ótryggleika og fyrir ofbeldi í öllum þess
mörgu myndum og á mismunandi sviðum
þess. Dagar og stundir eru viðburðaríkari
nú en tugir ára fyrrum. Hvenær mun
klukka tímans ná aftur föstum gangi?
wÞað fer angistarhrollur um heiminn á
þessum dögum«, segir í einu dagblaðinu.
Og enginn kemst hjá að verða þess á-
skynja. Þetta er líka einmitt það, sem
Kristur sjálfur og guðinnblásnir spámenn
segja fyrir í Heilagri ritningu að verða
mundi hið áburðarmesta tákn tímanna, er
valda mundi þeirri heimsbyltingu, sem
bindur enda á þessa öld, og nýir og betri
tímar koma.
Eftir það að Kristur hefir talað um
þessi tákn, þá segir hann við lærisveina
sina: »Gætið að fikjutrénu og öðrum trjám,
þegar þau fara að skjóta frjóöngum, þá
sjáið þér og vitið af sjálfum yður að sum-
arið er í nánd. Þannig skuluð þér og vita
að þegar þér sjáið þetta fram koma, er
Guðs riki í nánd«. (Lúk. 21, 29—31.).
Guði sé lof! Vér þurfum þá ekki að ör-
vilnast jafnvel á þessum óróa- og ang-
istar-tímum. Þetta og ekkert annað er vor
von mitt í vonleysi heimsins. Að ríki Guðs
mun þó að lokum verða raunverulegt á
jörðu hér. Og hvað helzt, sem við ber í
heiminum, svo hið óttalega vald vonzk-
unnar annars vegar og frelsandi og sigr-
andi kraftur fagnaðarerindisins hins vegar
— þá er það að eins vottur þess að við
lifum á öld »fæðingarhríðanna« (Matt.
24, 8), þegar úrslitabaráttan er háð, og
nýja öldin, þar sem Guð verður »alt í öll-
um«, mun á eftir koma.
Það er því ofan að, sem hjálpin og
bjargráðin koma. Eins og i spádóminum
»losnaði einn sleinn ekki af höndum
manna, og eins og sleinninn, eftir það er
hann hefði molað og gert enda á«, valdi
ofbeldisins og vonzkunnar í heiminum,
»varð að stóru fjalli, sem tók yfir alla
jörðina«, þannig mun »Guð himnanna
stofna ríki, er standa mun óhaggað að
eilífu, og vald þess eigi verða fengið nein-
um öðrum lýð i hendur en lýð hins hæsta«.
Pað dýrðarríki, þar sem yfirráð Krists frið-
arhöfðingjans munu mikil verða og friður-
inn aldrei enda taka, »ríkið sem haldið
mun verða uppi og staðfest með rétti og
réttlæti« og það til weilífrar tiðar«. »Vand-
læting Drottins, Guðs hersveitanna, mun
þessu til vegar koma«. (Dan. 2, 34. 35.
44. 45; Jes. 9, 6. 7.). E. A.
Ef nienuiroir leita ekki til þeirrar einu upp-
sprettu, sem hiö fallna kyn á alla von sina
undir og allrar hjálpar að vænta frá, þá eru
allir þeirra framfaradraumar fánýtir, og þá
verða allar tilraunir til þess að göfga mann-
kyniö og lyfta þvi á hærra stig árangurslausar.
»011 góð og fullkomin gjöf« er frá Guði. (Jak.
1, 17.). Enginn, sem ckki er sameinaður lion-
um, getur liaft trútl og göfugt hugarfar. Ilinn
cini vegur lil Guðs er Kristur. Hann scgir: »Eg
er vegurinn, sannleikurinn og lífið; enginn kemur
til föðursins ncma fyrir mig«. (Jóh. 14, 6.).
Sá kærleikur, sem er sterkari en dauðinn,
vekur í hjarta Guðs meðaumkun með lians
jarðnesku hörnum. Um leið og hann gaf oss
son sinn, gaf hann oss allan himininn með
þeirri einu gjöf. Lif og dauði frelsarans og fyrir-
bæn hans fyrir oss, þjónusta englanna, löðun
andans, faðirinn, sem verkar allstaðar og í öll-
um, hinn sifeldi áhugi himinbúanna, — allt þetta
vinnur í sameiningu að endurlausn mannanna.
Ó, látum oss hugleiða þá undravcrðu fórn, sem
færð er fyrir oss! Látum oss leitast við að meta
rétt það starf og það kapp, sem íbúar liiminsins
sýna, til þess að frelsa liina glöluðu og leiða þá
aftur heim til föðurhússins.
E. G