Ljósvakinn - 01.01.1926, Page 14
14
LJÓSVAKINN
aldrei ósigur beðið. Sannleikurinn hefir frá
fyrsta morgni mannkynsins verið birtur og
boðaður mannanna börnum. Hvar sem
sæði sannleiksorðsins hefir verið sáð, liafa
komið upp stór öx með fullþroskuðum hveiti-
kornum. Saga þjóðanna er ólygnasti vott-
urinn um það, hvað þetta almættisorð
hefir afrekað.
Einu sinni var Viktoría Englandsdrottn-
ing spurð: »Hverju þakkar yðar hátign
veldi og vegsemd Englands?« er hún var
stödd á kynnisför í höllinni i Buckingham.
IJá tók hin hygna drottning Biblíuna og
rétli hana að spyrjanda, og sagði um leið:
»þessari bók, yðar hágöfgi!«
En hve það er gagnstætt heilbrigðri hugs-
un og heilbiigðri skynsemi, er þessi grund-
völlur hins sanna mikilleika, hið eiiífa orð
Guðs, verður fyrir árásum og er feit úr
gildi með því að kalla það úrelt, ótilhlýði-
legt og óvísindalegar leifar af hjátrú og
barnaskap! Því að enginn sá, er þekkir
sögu Englands, getur efast um, að Viktoría
drotning sagði satt.
Hefði Biblían ekki verið, þá hefðu vís-
indi, listir og iðnir vorrar aldar aldrei náð
þeirri hæð og dýpt, sem staðreynt er. Ali-
staðar hefir Biblían verið fyrirrentiarinn,
brautryðjandinn, þar sem ávextir menn-
ingarinnar hafa náð þroska á tié mann-
kynsins. I5að er hún, sem hefir skapað
tímahvörfin, þjóðmenninguna, þjóðfélags-
skipulagið og alt það sem heldur uppi og
lengir saman. í henni er enn fólginn sá
sjóður speki og vísindaiegrar dýptar, að
þótl komandi kynslóð ausi af þeim brunni,
eins og hinar horfnu kynslóðir hafa gert,
þá tæmist hann aldrei; en þúsundir kyn-
slóða eiga ekki eftir að lifa á jörð vorri,
því að orð sannleikans staðfestir að nú sé
uppi hin siðasta kynslóð. (Matt. 24, 34.).
Peir, sem bygt hafa líf sitt og starf á
sannleiksorðinu hafa varðveill mannkynið
og leitt það fram á við; þeim er það að
þakka, að mannkynið er ekki fyrir löngu
sokkið á kaf í syndahaf, drukknað i rösl
lyginnar, vantrúarinnar, hatursins og tnann-
vonzkunnar. Það er meistarans óbifanlega
staðfesting á sannleikanum, sem ávann
bæði honum og öllu mannkyninu eilifan
sigur. þetta gerði hann með orðunum: »Ritað
er«. Með þeim orðum vísaði hann á bug árás-
um lyginnar föður, er þeir stóðu á þak-
brún inusterisins og fjallinu. En þrátt fyrir
ósigurinn hélt hinn gamli óvinur áfram í
blindni sinni árangurslausu barátlu. Og er
hann loks hugðist hafa unnið sigurinn á
Golgata á langafrjádag, þá vann sannleik-
urinn sinn mesta sigur. Þá ávanst sú hlýðni
að nýju, sem lýndist við óhlýðnina í ald-
ingarðinum í Eden.
þegar Jóhann Húss var á bál borinn í
Konstanz sumarið 1415, og logarnir léku
um þennan frumherja sannleikans og rétt-
arins, þá hlógu harðstjórar og þjónar
ranglætisins og þá virtist sem ranglætið og
lygin hefðu sigrað. En þvi fór fjarri.
Kyndill sannleikans logaði enn skærar, er
píslarvættisbál Jóhanns Húss sloknaði.
þegar myrkur kaþólskunnar grúfði yfir
þjóðunum á 14. og 15. öld, þá kviknaði
morgunbjarmi siðbótarinnar og ljós sann-
leiksorðsins rauf þokuna. Á öllum öldum og
hvernig sem ástalt hefir verið, þá hefir
sannleikurinn staðist allir árásir; saga
kristindómsins, drifin blóði píslarvoltanna,
er órækasti volturinn um það.
Þegar frelsarinn stóð frammi fyrir Pila-
tusi þá spurði Pilatus: »Hvað er sannleik-
ur?« (Jób. 18, 38). Það var ekki af fávisku
að Pilalus spurði, því að landstjórinn vissi
vel hvað sannleikur var í þessu efni. það
sýna þessi orð hans rétt á eftir: »Eg finn
enga sök hjá honum«. Pílatus vildi fá
kærendurna til að hugsa alvarlega um hinar
skelfilegu afleiðingar af því, ef þetla spor
væri stigið út af vegi sannleikans og rétt-
lætisins. Kærendurnir fengu hefndargirni
sinni og morðgirni sinni framgengt i
þessu efni. — Peir unnu sigurinn.
En þeir og nöfn þeirra eru nú gleymsku
hulin fyrir löngu, en sannleikurinn og