Ljósvakinn - 01.01.1926, Síða 16
16
L J Ó S V A K I N N
Grundvöllurinn, sem aldrei haggast.
Margir liafa reynl á liönum öldum að
eyða þeim grundvelli, sem verið hefir von
trúaðra á öllum öldum hjá öllum kyn-
slóðum. Hin hærri biblíukrilík, verald-
arspekingar og Krists-halarar hafa reynt
með aliskonar röksemdum, fullyrðingum
og uppspunnum sönnunum að kippa fót-
um undan trúnni á Jesúm sem son Guðs
og frelsara heimsins. Þeir hafa reynt að
sanna, að hann hafi veiið eins og ein af
þeim persónum sem þjóðsagnir skýra frá
og jafnvel að hann hafi aldrei verið til.
En allar þessar tilraunir hafa strandað
jafnt í spádómum sem i sögu, á sönnunum,
sem staðfesta boðskapinn um Jesúm, sem
hinn eina, sem mennirnir geta orðið hólpnir
fyrir.
Páll postuli stóð einu sinni í fylkingu
Krists-hataranna. í varnarræðu sinni fyrir
Ágrippa konungi játar hann sjálfur: »Eg
fyrir milt Ieyti taidi mér það skylt að beila
mér mjög á móti nafni Jesú frá Nazaret«.
(Post. 26, 9). Hann dregur heldur ekki
dnl á, hversu ákaft hann hefði tekið þátt
í ofsókninni gegn binum krislnu, (sbr.
Post. 26, 10. 11). »Eg gerði það óvitandi
í vantrú«, segir hann sjálfur. (1. Tím. 1,
13). En Páll sannfærðist um, að það væri
sannur boðskapur, að Jesús væri hellan,
sem mennirnir byggja á eilífðarvon sína.
En hvað hann lagði þá mikið kapp á að
boða þennan mikla sannleika, sem boðaður
hafði verið i fyrirbendingum fyrri kynslóð-
um, en sem á dögum Páls opinberað-
ist í Jesú Kristi líkamlega:« Hann hélt
því hvarvetna fram, hvar sem hann starf-
aði, að Jesús Kristur væri hinn eini frels-
ari frá synd. Álumein það, sem eyddi
krafti kynslóðarinnar, syndin, yrði alls
eigi læknuð nema fyrir benjar og blóð
Jesú. (Jes. 53, 4—5). Pess vegna segir
bann: »Eg vildi ekki vita neitt á meðal
yðar, annað en Jesúm Krist og hann
krossfestan (1. Kor. 2, 2).
Kristur, sem er höfundur og grundvöllur
trúar vorrar, er í Biblíunni talinn jafn
Guði föður. Jesús sagði: «Áður en heimur-
inn var til, var eg«. Höfundar Biblíunnar
taka það fram aflur og aftur, að hann hafi
verið til, áður en hann kom í holdinu.
»Þá stóð eg honum við hlið, sem verkstýra,
og var yndi hans dag hvern leikandi mér fyrir
augliti hans alla tima«. (Orðskv. 8, 30. 31).
Hann lifði með föðurnum áður en nokkur
vera væri sköpuð. Páll lýsir honum svo, að
hann sé »ímynd hins ósýnilega Guðs og
frumburður allra skepna bans«. (Kol.
1, 15). Hann á rót sína að rekja til Guðs
sjálfs og er frá eilífðardögum. Hann var
sú eilífðarvon, sem ílutti fallinni kynslóð
nýja von, eftir það er þau Adam og Eva
höfðu brotið lögmálið í Edens-garði (1.
Mós. 3, 15). Guð fræddi sjálfur vora fyrstu
foreldra, að konunnar sæði skyldi mola
höfuð höggormsins. Og sæðið, afkvæmið,
var Kristur. (Gal. 3, 16). Af þvi að Kristur
er Guð, þá er hann máltugur frelsari.
Hann hefir vald til að »leggja undir sig
alt«. (Fíl. 3, 21). í sálmunum er hann
kallaður: »Konungur dýrðarinnar«. »Pað
er Drollinn, hin volduga hetja, Drottin,
bardagahetjanff. (Sálm. 24, 8). Gegn hon-
um reis Satan, voldugur engill ásamt þriðj-
ungi af englum himinsins og barðist«.
(Jes. 14—12 —15; Opinb. 12, 7). En þeir
fengu eigi unnið bug á Kristi. (Opinb. 12,
8). Hann frelsaði himnariki frá styrjöldum
og uppreisn og kom friði og einingu meðal
allra íbúa þess. (Opinb. 12, 10, 11). Hann
tók að sér að útrýma syndinni á jörðinni.
Faðirinn fól honum það hlutverk á hendur
og hann gerðist þjónn. (Fíl. 2, 5—8).
Pað er búið að leggja grundvöllinn að
hjálpræði mannanna. Faðirinn hefir lagt