Ljósvakinn - 01.11.1927, Qupperneq 18

Ljósvakinn - 01.11.1927, Qupperneq 18
66 LJÓSVAKINN reiðubúinn, þegar hann kemur. Ég les þetta bréf daglega, til þess að ég tnuni eftir orðum hans allan daginn, og geti sýnt í lííi mínu að ég fari að hans ráðum«. t*að var þögn um stund. Ungfrú Lund bað innilega til Guðs með sjalfri sér, um að fá náð til þess að leiða þessa stúlku til Frelsaians. Hún lagði sig í hönd Föðurs- ins og baö um hjálp til þess að segja þau orð, sem hinn heilagi andi hefði unnið fyrir vilja hins mikla læknis í hjarta sjúkl- ingsins, og að hún væri það verkfæri, sem ætti að benda hinni veikustúlkuá Frelsarann. Alt í einu sagði veik rödd: »Ungfrú Lund. Mig langar til þess að kynnast þess- um vini yðar. Haldið þér að hann vilji hafa mig með?« Hjúkrunarkonan settist við hliðina á sjúklingnum og las: »Sá, sem vilJ, hann drekki vatn llfsins, óverðskuldað«. »Get ég, svo syndug sem ég er, komið til hans?« Attur las hún: »Sá óguðlegi breyti um veg og sínum ranglátu hugsunum og snúi sér til Droltins, þá mun hann taka á móti honum. Hann snúi sér til Guðs vors, því hann fyrirgefur ríkulega«. »Ætli hann fyrirgefi mér«, spurði sjúkl- ingurinn með ákafa. Uogfrú Lund las: »Ef við játum syndir vorar, þá efnir hann loforð sfn, og fyrir- gefur oss syndirnar, og hreinsar oss frá öllu ranglæti«. Þetta var nóg. Þær sameinuðust í bæn til Drottins, og sjúklingurinn bað um fyrir- gefningu synda sinna, og þakkaði Guði fyrir að hann vildi taka á móti henni eins og hún var. Eftir bænina, sagði hún: »Þér hafið verið svo fjarska góð við mig. Nærvera yðar hefir haft svo góð áhrif á mig, og ég lór að at- huga hvernig stæði á því að þér gætuð lif- að svona blessunarríku lífi. Nú skil ég leyndardóminn«. | Hvemig verður trúin reiknuð réttlæti. | □ □ Nú skulum við athuga á hvaða hátt við get- um orðið tilbúin að mæta Frelsara vorum, pegar hann kemur. Slíkt mál hefir stórmikla þýðingu fyrir sérhvern einstakling. Fyrst ætt- um við að biðja um leiðsögn heilags anda að við mættum líka fyrir hans gjöf líta á og sjá það mikilvægi er hér er um að ræða. Og enn. Við þurfum að höndla jafnóðum og við fáum náð til þess af Drottni og vaxa á þann hátt. Við megum ekki láta hjá líða að nota tæki- færið, sem Guð gefur, svo við missum ekki af reynslunni, sem er til uppbyggingar. í stuttu máli er þá ráð Drottins oss til handa sem hér segir: Af náð eruð þér hólpnir, fyrir trú, og það ekki yður að þaklca, heldur er það Guðs gjöf. Ekki af verkum til þess að enginn geti þakkað sér það sjálfum. Ef. 2, 8. 9. Hér er tekið fram hvað Droltinn gerir og hvað manninum beri að gera. Hvor hefir sinn hlul að framkvæma. Syndarinn á að trúa. Drottinn frelsar. »Af náð eruð þér hólpnir fyrir trú. Fessir tveir hlutir eru nauðsynlegir til þess að undiibúningurinn geti byrjað, sem verði svo að raaðurinn geti mætt Guði sínum í friði og lifað. Sama lesum við hjá Jóh. 3. 16: Pvi að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir gtatist ekki, hcldur hafi eilíft líf. Jesús er Frelsarinn. Við erum syndararnir (yfirtroðslumenn lögmálsins. Skilyrðið, sem krafist cr at syndaranum, er að hann trúi þvi

x

Ljósvakinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.