Ljósvakinn - 01.11.1927, Side 8

Ljósvakinn - 01.11.1927, Side 8
56 LJÓSVAKINN Hvernfg getum -viö vitnð nð viö þurlum nö vóttleetm-it? Vér erum syndarar og verðum það þangað til við losnum við syndina. Og syndin er lagabrot. (1. Jóh. 3, 4.). — En það skeður ekki við það að Guð breyti nokkru af því sem hann hefir sagt, það verður ekki beinlínis vegna vorra eigin verka, heldur fyrir lifandi traust á Kristi og hlýðni við boð hans. Að Drottinn gaf son sinn fyrir syndarana, sannar að hann er réttlátur og um leið kærleiksríkur, og hann hefir ekki gefið oss boðorð sín til þess að ríkja yfir oss eða þvinga oss, heldur til þess að við værum fær um að þekkja rétt frá röngu — sæjum að við værum syndug og þyrft- um á Frelsara að halda — og færum til hans, sem sagði: »pnginn kemur til Föðursins, nema fyrir mig«. (Jóh. 14, 6.). Ef við segjum það satt að við trúum á Jesúm, þá eigum við að trúa og breyla eflir því sem hann kendi. (Sjá Jóh. 15, 10. 14,). Grotum víö vitaö hvers Gruös lirofst af oltliur Jesús innsiglaði kenningu sina með blóði sínu. Hann hefir arfieitt oss að henni. Postulinn býður oss að berjast fyrir þessari trú, því hún muni frelsa oss: »Hinn réttláti mun lifa fyrir trú«. (Róm. 1, 17). Sem gjafari hins nýja sáttmála ráðstafaði Jesús honum áður en hann dó. Eng- inn getur bætt við testamenti eftir að maður- inn er látinn. Bræður mínir, ég tek dæmi af mannlegri venju: »enginn ónýtir eða bætir við þá ráðstöfun manns, setn staðfest er (arfleiðslu- skrá) enda þótt hún sé að eins af manni gerð«. (Gal. 3, 15.). Ælti maður að bera minni virð- ingu fyrir því er Sonur Guðs hefir gert, heldur en fyrir gerðum manna? Við sjáum af þessu alt viðvikjandi hinni sönnu trú verður að finnast í því orði, er Kristur hefir gefið okkur. Pað sem seinna er bætt við lilheyrir ekki Jesú trú. Jesú trú lielg^ar. Sá sem tekur á móti þeirri trú, sem Jesús kendi, gelur tileinkað sér eftirfarandi orð þost- ulans: »Pess vegna eruð þér ekki framar gestir og aðkomandi, heldur eruð þér samþegnar hinna heilögu og heimamenn Guðs, bygging, sem hefir að grundvelli þostulana og sþámennina og Krist Jesúm sjálfan að hyrningarsteini. En hver sú bygging, sem er samlengd hnnum, vex, svo þar verður úr musteri heilagt fyrir samfélagið við Drottinn«. (Ef. 2, 19. 20.). Hyrninffarsteinnfnn og Undir- staðan. Kristur er sá miódeþill, sem hin helgu rit snúast um. Pað var andi Krists, sem leiddi og stjórnaði hinum helgu rilhöfundum. Om leið og postulinn hvetur oss að skunda áfram að tak- marki trúar vorrar, frelsi sálarinnar, segir hann: »Pessari frelsun grensluðust spámennirnir eftir og rannsökuðu vandlega, þeir er spáöu um náð þá, er yður mundi hlotnast. Peir rannsökuðu til hvers eða hviliks tíma andi Krists, sem í þeim bjó, benti, þá er hann vitnaöi fyrirfram um píslir Krists og dýrðina þar á eftir«. (1. Pet. 1, 10. 11). Pað er andi Krists, sem talar fyrir munn spámannanua, (2. Pet. 1, 21.) eins og fyiir munn guðspjallamannanna og postulanna. Hvort heldur við lesum í gamla eða nýjatestamentinu þá er það Kristur, sem talar til vor. Höfund- arnir eru að eins verkfæri í hendi Drottins. Ef við lesum ritninguna með þelta í huga, fáum við að reyna það sem Kristur sagði: »Orðið, sem ég tala til yðar er andi og líf«. (Jóh. 6, 63.). Sama lesum við í (5. Mós. 31, 46. 47.): »Hugfestið nú öll þau orð, sem ég hefi í dag flutt yður, og leggið svo fyrir yðar börn, að þau einnig geymi þau og breyti eftir öllum greinum þessa lögmáls, því að þessar greinar eigið þér ekki að álíta fánýtar, heldur er yðar lif undir þeim komið, og þær sömu lögmáls- greinar munu lengja lífdaga yðar í því landi, sem þér nú farið yfir til að eignast«. Orð þessi koma vel heim við það, sem stendur á öðrum stað: »maðurinn lifir ekki á einu saman brauði, heldur á sérhverju orði, sem framgengur af munni Guðs«. (5. Mós. 8,3.). Kristur notaöi þennan ritningarstað, þegar hann svaraði Freistaranum í eyðimörkinni. »Og eins og Kristur notaöi ritn- inguna, svo eigum vér einnig að nota hana. (Matt. 4, 3—11.). Pað er áríðandi að byggja á öllum grund- vellinum, því þá stendur byggingin örugg. Peir, sem hafna allri byggingunni hafa alls enga und- irstöðu að byggja á. Hús þeirra bíður bruns. Gyðingar trúa gamla teslamentinu en hafna hinu nýja. Hús þeirra stendur að eins á hálfri undirstöðunni og hornsteinin (Krist) vantar. Mestur hluti kristninnar nú á dögum er vel á veg komin að rífa niður hálfann grundvöllinn (gamla teslamentið) og margir innan hinnar svokölluðu kristni hafna hornsteininum. P.ið er augljóst að þessar byggingar eru ekki á traust- um grundvelli bygðar. Einungis er þcim óhætt, sem byggja á öllum grundvellinum, grundvelli postulanna og spámannanna. (Sjá Matt. 7,24—27.).

x

Ljósvakinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.